Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 33
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 33 HVER ER ROSS J. BEATY? Ross J. Beaty, aðaleigandi Magma, er menntaður jarðfræðingur en hann tók við sem stjórnarformaður Pan American Silver Corpo ration árið 1994 og er óhætt að segja að þar hafi hann fyrst vakið athygli á sér sem rekstrarmanni. Allt frá árinu 1985 hefur hann komið að stofnun og rekstri allmargra náma- fyrirtækja, bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Meðal fyrirtækja sem hann hefur stýrt eru Northern Peru Copper og Global Copper Corp. Samkvæmt nokkurra ára gömlu yfirliti Forbes- tímaritsins, sem fylgist vel með auðmönnum, hefur Beaty halað inn um einn milljarð Bandaríkjadala í stofnfé og skilað um fjórum milljörðum til hluthafa. Beaty var um skeið forseti Silver Institute í Washington DC og félagi í Jarðfræðingafélagi Kanada. Hann hefur verið heiðraður sem Námumaður ársins í Kanada. aðstoðarmaður Ásgeirs. Ásgeir sagði sjálfur í samtali að þeir Magma­ menn teldu það óheppilegt að Norðurál kæmi inn í hluthafahóp HS Orku í ljósi þess að þeir eru í dag stærsti viðskiptavinur félagsins og eru það rök sem ekki er hægt að sniðganga. Fjárhagsstyrkur Magma En hvaða burði hefur Magma til að vera leiðandi fjárfestir í HS Orku og fjármagna frekari uppbyggingu félagsins? Um það eru menn ekki sammála þótt flestar fjárhagsupplýsingar um Magma ættu að liggja fyrir þar sem félagið er skráð í kanadísku kauphöllina. Félagið er augljóslega enn í uppbyggingu og fjárfestingin í HS Orku er í raun sú fyrsta sem telst umtalsverð. Fyrir átti félagið 14 MW raforkuver í Nevada­eyðimörkinni sem einn viðmælandi blaðsins sagði að væri „ljótasta virkjunin í Norður­Ameríku“! Magma er því óskrifað blað þótt ljóst sé að Beaty njóti tiltrúar margra eins og sést af því að honum tókst að draga saman nokkurt fjármagn á sama tíma og fjárfestar forðuðust alla áhættu eins og pestina. Um leið gætu Íslendingar reynt að virða það við Beaty að hann hefur ekki misst áhugann á Íslandi þótt hér hafi orðið „bús­ áhalda bylting“ og andrúmsloftið í garð fjárfesta almennt ekki mjög jákvætt. Samkvæmt nýjasta þriggja mánaða uppgjöri Magma er lausa­ fjár staða félagsins um 40 milljónir Bandaríkjadala eða um fimm milljarðar króna sem ætlað er að styðja við framkvæmdir á vegum félagsins. Einn viðmælenda taldi að markaðsvirði félagsins væri ofmetið en eins og áður hefur komið fram er það skráð félag en viðskipti stopul. Mikið starf er framundan hjá HS Orku ef félagið ætlar að ráðast í þær virkjanir sem eru á döfinni og fjármagna þær. HS Orka áformar að virkja um 230 MW á næstu fimm til sex árum og er áætlað að það kosti 60 til 70 milljarða króna. Áætlanir þeirra Magma­manna gera ráð fyrir að um 40% af því þurfi að koma sem nýtt hlutafé inn í HS Orku, stærðargráðan á því er um 25 milljarðar króna. Það virðast þeir vera bjartsýnir á að leysist. Félagslegur styrkur Þá skiptir ekki síður máli að félagið sé með „félagslegt leyfi“ til starf­ seminnar og vert er að geta þess að sá sem hafði þessi orð uppi er mikill hægrimaður! Með þessu er hann að orða þau augljósu sann­ indi að mikil átök eru fyrirsjáanleg um nýtingu og eignarhald á orkuauðlindinni. Jafnvel þótt vilji Reyknesinga sé augljós er ekki hægt að horfa framhjá því að annar ríkisstjórnarflokkurinn er mjög andsnúinn málinu öllu og virðist tilbúinn að ganga verulega langt til að stöðva áform Magma. Með því að breyta um stefnu varðandi meirihlutaeignarhald tók Beaty talsverða áhættu og einn viðmælandi Ross J. Beaty og Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy. ÁHRIF MAGMA Magma á nú 98,53% hlut í HS Orku sem á virkjunina í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Suðurorka, félag í eigu Íslenskrar orkuvirkjunar og HS Orku sem er í eigu Magma Energy, áformar að reisa Búlandsvirkjun í Skaftárhreppi. Raforkuframleiðsla virkjunarinnar yrði um 150 megavött. Félagið hefur samið við flesta vatnsréttarhafa á svæðinu og bíður átekta. Í gegnum hlutinn í HS Orku eignast Magma tæplega fjórðungshlut í Bláa lóninu. Fyrst blasir við að Beaty þarf að útskýra af hverju félagið hverfur frá þeim yfir lýs­ ingum sem gefnar voru fyrir ári um að vera ekki meirihlutaeigandi að íslensku orkufyrirtæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.