Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 65
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 65 hagfræði ryðji sér til rúms og engin önnur leið sé en að hún muni gera það. „Vegna of fjölgunar mannkyns, þeirra vandamála sem af henni stafa og iðn væðingarinnar er þetta hagfræði sem ekki er hægt að stöðva. Við eigum að endurskoða alla okkar hagfræði; einnig trúna á hinn takmarkalausa hagvöxt.“ „Get your hands dirty and your feet wet“ Ómar segir að það verði að reyna að aug­ lýsa Ísland sem hreint land. „Sumir segja að ferðaþjónustan auki útblástur gróður­ húsalofttegunda og hún þýði ágang á nátt­ úruna. Það er auðvelt að stýra ferða mennsku þannig að hún gangi ekki á nátt úruna. Ef við verðum komin með bíla flota sem er rekinn með endurnýjanlegum og hreinum orkugjöfum þá er það stórkostlegt fyrir ferða­ mennskuna. Við erum þá með göngufólk sem aðalmarkhópinn; ekki er hægt að tala um að það sé umhverfisspillandi. Við eigum gríðarlega möguleika á að nýta náttúruna á þennan hátt: Að ferðamenn komi til Íslands og ferðist á umhverfisvænan hátt og skoði einhverja stórkostlegustu náttúru veraldar.“ Ómar segist hafa spurt bandarískan ferða­ málaprófessor fyrir 12 árum hvers konar ferðamönnum fjölgaði mest. „Hann svarði því til að það væri ferðafólk sem sæktist eftir því sem lýsa mætti með setningunni: „Get your hands dirty and your feet wet.“ Það er að segja: Ferðamenn sem vilja upplifa; takast á við aðstæður. Ég sá tækifæri í eld­ gosinu – að fólk kæmi hingað til að ganga Fimmvörðuháls. Það yrði öskuganga. Það væri hægt að búa til úr þessu þraut; fólk fengi sjö daga til að ganga Fimmvörðuháls og fengi einkunn eftir því hvernig því tækist að vinna úr veðurspám og að fara leiðina með sem skaplegustum hætti. Það opnast nýir möguleikar í staðinn fyrir þá sem allir gráta nú yfir. Þetta er spurning um þolinmæði, útsjónarsemi og pínulítið þolgæði.“ Ómar þekkir landið vel. Þegar hann er spurður hvað Ísland sé í augum hans fer hann með brot úr ljóðinu Kóróna landsins: Ísland er dýrgripur alls mannkynsins sem okkur er fenginn að láni. Við eigum að vernda og elska það land svo enginn það níði né smáni. „Við níðum landið með því að ganga illa um það. Segja má að við séum með landið að láni frá kynslóðum framtíðarinnar.“ „Umhverfisvottun er gríðarmikilvæg til að draga úr hættunni á að eitthvað fari úrskeiðis,“ segir Svala Rún. „Það tekur langan tíma að byggja upp ímynd fyrirtækis en ekki nema augnablik að eyðileggja hana. Þess vegna er gott að vita fyrirfram hvernig á að fyrirbyggja umhverfisóhöpp.“ Þetta er í raun kjarninn í rökunum fyrir að fylgja alþjóðlegum stöðlum eins og til dæmis ISO­14001 um að alþjóðlega viðurkenndum aðferðum hafi verið fylgt á vinnustað. Til dæmis um meðferð hættu legra efna og hvaða verklagsreglur gilda ef eitthvað fer úrskeiðis. Um hverfisstjórnun er byggð á aðferða­ fræði gæðastjórnunar og beinist að því að greina alvarleika og mikilvæga þætti er hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Um hverfisstjórnunarkerfið vaktar þá um hverfisþætti sem skipta máli og skil­ greinir leiðir til að fyrirbyggja að eitt hvað geti farið úrskeiðis. Fari eitthvað úrskeiðis er umhverfisstjórnunarkerfinu fylgt um viðbrögð. Umhverfisstjórnun fjallar meðal annars um meðferð hættulegra efna og með­ höndlun á sorpi, til viðmiðunar er notað „grænt bókhald“ þar sem skráð er hvað notað er í fyrirtækinu og reynt að draga úr ofnotkun á skaðlegum efnum og sóun á til dæmis pappír. Svala Rún er lærð í iðnaðarhagfræði og vinnusálfræði. Hún segir að um ­ hverfisstjórnun fjalli mikið um að vekja starfsfólk, stjórnendur fyrirtækja og viðskiptavini til vitundar um að um hverfisvernd skiptir máli og að rekstrarkostnaður fyrirtækisins getur lækkað ef viðurkenndum stöðlum um ­ hverfisstjórnunar er fylgt. Sjálf hefur hún starfað sem gæðastjóri hjá Samskipum og verði ráðgjafi hjá Gallup. Núna er hún forstöðumaður ráð gjafarsviðs FOCAL sem býður upp á hugbúnað, ráðgjöf og námskeið vegna umhverfisstjórnunar. Hún er jafnframt í stjórn ISO­hóps Stjórnvísi, samtaka um bætta stjórnun. Hún segir að gæðastýrðum stjórnunar­ kerfum fylgi stofnkostnaður en þau borgi sig vegna hagræðingarinnar sem þeim fylgir. Það getur einfaldlega bætt hag fyrir­ tækisins að uppfylla opinberar kröfur og innleiða alþjóðlega viðurkennda staðla í rekstri. Hættan á ímyndartjóni fyrir tæk­ isins vegna óvæntra áfalla minnkar, þar sem áhættugreining er hluti um hverfis­ stjórnunar. EKKI BARA TIL SKRAUTS VAXANDI ÁHUGI FYRIR UMHVERFISVOTTUN: Umhverfisvottun er hluti af ímynd fyrirtækja. Svala Rún Sigurðar­ dóttir, ráðgjafi hjá hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækinu FOCAL, segir að þessi eftirsótti ímyndarauki sé ekki bara til skrauts. Hagur fyrirtækjanna getur verið að veði. – SEGIR SVALA RÚN SIGURÐARDÓTTIR VINNUSÁLFRÆÐINGUR TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Svala Rún Sigurðardóttir vinnusálfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.