Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 81

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 81
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 81 UMHVERFISVÆNNI ORKUGJAFAR N1 N1 er eitt stærsta verslunar­ og þjónustu­ fyrir tæki landsins, sem sérhæfir sig í að veita fólki og fyrirtækjum afburðaþjónustu við víkjandi sölu á eldsneyti og fjölmörgum rekstrarvörum auk bílatengdrar starfsemi. Ásdís Björg Jónsdóttir er gæðastjóri N1: „Fyrirtækið vinnur markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni. Það er vilji stjórnenda að gera N1 að umhverfisvænna fyrirtæki með skýrum og sýnilegum hætti. Því var ákveðið að vinna samkvæmt alþjóðlega um ­ hverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Umhverfisstefna N1 var upphafið að þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarið eitt og hálft ár. Innleiðing ISO 14001 á tveimur starfsstöðvum fyrirtækisins á Bíldshöfða 2 er nú á lokastigi og er endurúttekt framundan. Að henni lokinni verða starfsstöðvar okkar á Bíldshöfða ISO 14001­vottaðar af óháðum aðila. Fyrirtæki sem hafa innleitt og fengið gæðakerfi sín vottuð eru sammála um að það bæti reksturinn. Samvinna allra starfsmanna og stuðningur stjórnenda er mikilvægur þátt ur í að uppskeran verði fyrirtækinu til fram dráttar. Innlend eldsneytisframleiðsla Það er stefna N1 að auka vitund almenn ings á mismunandi orkugjöfum. N1 er dreif­ ing ar aðili metans á Íslandi. Í næstum 10 ár hefur Íslendingum boðist að kaupa metan á N1 á Bíldshöfða 2 og nú einnig á Tinhellu í Hafnarfirði. Þá er N1 í samvinnuverkefni við m.a. Siglingastofnun Íslands um fram­ leiðslu á íslensku biodíseli og hafa tilraunir lofað góðu. Biodísel er vistvæn díselolía unnin úr jurtaolíum sem eru framleiddar t.d. úr repjufræjum. Það væri spennandi fram tíðarsýn ef Ísland gæti orðið sjálfu sér nægt um vistvæna díselolíu. Þannig gæti verðmætur gjaldeyrir sparast og mörg verð­ mæt störf orðið til í kringum innlenda elds­ neytisframleiðslu.“ Nánari upplýsingar um umhverfismál fyrirtækisins er að finna á www.n1.is. „Það er stefna N1 að gera fyrirtækið umhverfisvænna með skýrum og sýnilegum hætti.“ Ásdís Björg Jónsdóttir, gæðastjóri N1. Umhverfisstefna N1 var upphafið að þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarið eitt og hálft ár. MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG N1 Anton Már Egilsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.