Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 97

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 97 GUÐMUNDUR S. PÉTURSSON gæðastjóri Landsvirkjunar Nafn: Guðmundur S. Pétursson Fæðingarstaður: Sauðárkrókur, 24. ágúst 1956 Foreldrar: Pétur Víglundsson og Efemía Ragna Guðmundsdóttir Maki: Elísabet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Börn: Hugrún Helga veitingastjóri, Sólveig Ragna arkitekt, Gunnhildur Edda fatahönnuður og Guðmundur Smári nýstúdent. Menntun: Rafmagnstæknifræðingur Guðmundur S. Pétursson: „Tengdafjölskyldan á sumarbústað skammt frá Hellu sem við förum nokkuð oft í og þar hef ég komið okkur upp litlum níu holu par 3­golfvelli.“ Ég hef séð um gæðastjórnun Lands-virkjunar frá árinu 1999. Við höf-um innleitt ISO-stjórnunarstaðla og uppfyllum alþjóðlegar kröfur í stjórn un fyrirtækisins ásamt umhverfis- og öryggis- mál um og er starfsemi Lands virkj unar vottuð samkvæmt þessum stöðlum. Þessi al þjóðlega vottun gefur fyrirtækinu þá stöðu að vera í fararbroddi í framleiðslu rafmagns og að vinna markvisst að því að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Mitt hlutverk í dag er að standa vörð um þau gæði sem felast í þjónustunni og virkni umhverfis- og öryggismála innan fyrirtækisins. Starfsemi Landsvirkjunar stendur nú á tímamótum með nýjum for- stjóra og nú erum við að vinna að stefnu- mótun sem tengist nýrri stefnu og ásýnd fyrirtækisins. Ég hef unun af því að starfa við mitt fag og þreytist ekki á því að hafa nóg fyrir stafni. Hef lengi starfað með Stjórnvísi að gæðastjórnun og málefnum sem varða gæðastjórnun og er þar ásamt öðru góðu fólki virkur stjórnandi í fræðslu sem tengist ISO-stjórnunarstöðlunum. Einnig starfa ég sem kennari hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og hef kennt þar ISO 9001-stjórnunarstaðalinn og séð um að skipuleggja heimsóknir nemenda til fyrirtækja sem hafa byggt upp gæðastjórnun samkvæmt ISO-stöðlunum. Starfi mínu fylgir einnig að taka þátt í starfsemi faghópa og umfjöllum sem tengist þeim málaflokkum sem ég vinn mest með, þ.e. gæða- og öryggisstjórnun. M.a. kom ég að fundarstjórn fagfundar raforkusviðs Samorku, samtaka orkufyrirtækja á Íslandi, sem haldinn var á Sauðárkróki dagana 27. og 28 maí.“ Guðmundur er rafmagnstæknifræðingur frá Odense Teknikum í Danmörku og hefur sótt viðbótarmenntun m.a. í gæða- og verk- efnastjórnun. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbænum og nýtur þess að vera í nálægð við náttúruna og rólegheitin. „Ég er fjögurra barna faðir og á þrjú afa- börn. Fjölskyldan er mikilvæg og í mínum huga er mjög dýrmætt að rækta sambandið við sína nánustu. Eiginkona mín vinnur við svipuð störf og ég í heilbrigðisgeiranum og í bílnum á leið til eða frá vinnu snúast sam- ræður okkar oft um sameiginlega þætti í störfum okkar. Helstu áhugamálin eru golf og önnur útivera. Elísabet og Guðmundur Smári, tvítugur sonur okkar, stunda einnig golfið og við njótum þess öll að vera saman á golfvellinum og njóta útiverunnar. Tengdafjölskyldan á sumarbústað skammt frá Hellu sem við förum nokkuð oft í og þar hef ég komið okkur upp litlum níu holu par 3-golfvelli. Áhugamál okkar hjóna eru einnig sigl- ingar á seglskútum og við erum einmitt á leið í frí þar sem við ætlum ásamt vinum okkar að sigla við Tyrklandsstrendur í hálfan mánuð. Það er ólýsanlegur ævintýra- ljómi yfir því að njóta útiveru og framandi mann- og dýralífs í svona ferðum. Þá má nefna handboltann en ég er mikill Aftur- eldingarmaður og hef gaman af söng og syng í karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ. Félagsmál höfða einnig mikið til mín og ef einhvern sem les þetta langar til að syngja með Stefni þá endilega hafa sam- band við mig. Nú er einmitt verið að vinna að því að styrkja kórinn með því að fjölga söngmönnum fyrir næsta ár.“ Fólk

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.