Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 97

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 97
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 97 GUÐMUNDUR S. PÉTURSSON gæðastjóri Landsvirkjunar Nafn: Guðmundur S. Pétursson Fæðingarstaður: Sauðárkrókur, 24. ágúst 1956 Foreldrar: Pétur Víglundsson og Efemía Ragna Guðmundsdóttir Maki: Elísabet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Börn: Hugrún Helga veitingastjóri, Sólveig Ragna arkitekt, Gunnhildur Edda fatahönnuður og Guðmundur Smári nýstúdent. Menntun: Rafmagnstæknifræðingur Guðmundur S. Pétursson: „Tengdafjölskyldan á sumarbústað skammt frá Hellu sem við förum nokkuð oft í og þar hef ég komið okkur upp litlum níu holu par 3­golfvelli.“ Ég hef séð um gæðastjórnun Lands-virkjunar frá árinu 1999. Við höf-um innleitt ISO-stjórnunarstaðla og uppfyllum alþjóðlegar kröfur í stjórn un fyrirtækisins ásamt umhverfis- og öryggis- mál um og er starfsemi Lands virkj unar vottuð samkvæmt þessum stöðlum. Þessi al þjóðlega vottun gefur fyrirtækinu þá stöðu að vera í fararbroddi í framleiðslu rafmagns og að vinna markvisst að því að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Mitt hlutverk í dag er að standa vörð um þau gæði sem felast í þjónustunni og virkni umhverfis- og öryggismála innan fyrirtækisins. Starfsemi Landsvirkjunar stendur nú á tímamótum með nýjum for- stjóra og nú erum við að vinna að stefnu- mótun sem tengist nýrri stefnu og ásýnd fyrirtækisins. Ég hef unun af því að starfa við mitt fag og þreytist ekki á því að hafa nóg fyrir stafni. Hef lengi starfað með Stjórnvísi að gæðastjórnun og málefnum sem varða gæðastjórnun og er þar ásamt öðru góðu fólki virkur stjórnandi í fræðslu sem tengist ISO-stjórnunarstöðlunum. Einnig starfa ég sem kennari hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og hef kennt þar ISO 9001-stjórnunarstaðalinn og séð um að skipuleggja heimsóknir nemenda til fyrirtækja sem hafa byggt upp gæðastjórnun samkvæmt ISO-stöðlunum. Starfi mínu fylgir einnig að taka þátt í starfsemi faghópa og umfjöllum sem tengist þeim málaflokkum sem ég vinn mest með, þ.e. gæða- og öryggisstjórnun. M.a. kom ég að fundarstjórn fagfundar raforkusviðs Samorku, samtaka orkufyrirtækja á Íslandi, sem haldinn var á Sauðárkróki dagana 27. og 28 maí.“ Guðmundur er rafmagnstæknifræðingur frá Odense Teknikum í Danmörku og hefur sótt viðbótarmenntun m.a. í gæða- og verk- efnastjórnun. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbænum og nýtur þess að vera í nálægð við náttúruna og rólegheitin. „Ég er fjögurra barna faðir og á þrjú afa- börn. Fjölskyldan er mikilvæg og í mínum huga er mjög dýrmætt að rækta sambandið við sína nánustu. Eiginkona mín vinnur við svipuð störf og ég í heilbrigðisgeiranum og í bílnum á leið til eða frá vinnu snúast sam- ræður okkar oft um sameiginlega þætti í störfum okkar. Helstu áhugamálin eru golf og önnur útivera. Elísabet og Guðmundur Smári, tvítugur sonur okkar, stunda einnig golfið og við njótum þess öll að vera saman á golfvellinum og njóta útiverunnar. Tengdafjölskyldan á sumarbústað skammt frá Hellu sem við förum nokkuð oft í og þar hef ég komið okkur upp litlum níu holu par 3-golfvelli. Áhugamál okkar hjóna eru einnig sigl- ingar á seglskútum og við erum einmitt á leið í frí þar sem við ætlum ásamt vinum okkar að sigla við Tyrklandsstrendur í hálfan mánuð. Það er ólýsanlegur ævintýra- ljómi yfir því að njóta útiveru og framandi mann- og dýralífs í svona ferðum. Þá má nefna handboltann en ég er mikill Aftur- eldingarmaður og hef gaman af söng og syng í karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ. Félagsmál höfða einnig mikið til mín og ef einhvern sem les þetta langar til að syngja með Stefni þá endilega hafa sam- band við mig. Nú er einmitt verið að vinna að því að styrkja kórinn með því að fjölga söngmönnum fyrir næsta ár.“ Fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.