Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 RitstjóRnaRgRein Er kreppa af hinu góða? Það er til þumalfingursregla í sjávarútvegi um að falli gengi krónunnar um 1% þá aukist framlegðin í greininni um 0,5%. Ég held að kreppur geti aldrei verið góðar og það væri sjálfsagt móðgun við Íslendinga sem slitu barns- skónum á tímum kreppunnar miklu frá 1930 til 1940 að halda öðru fram. Sennilega er það líka móðgun við þá að nota orðið kreppu um þá niðursveiflu sem núna er í efnahagslífinu. Kreppan núna felst í því að við getum ekki veitt okkur eins mikinn lúxus og áður. Kreppan mikla merkti að fólk hafði vart í sig og á; fátækt var almenn, atvinnuleysi var mikið og þeir sem höfðu á annað borð vinnu höfðu lág laun. Það er hins vegar fyllsta ástæða til að vekja athygli á orðum Gylfa Zoëga, prófessors við Háskóla Íslands, í sjónvarpsfréttum nýlega um að kreppur séu vissulega ekki skemmtilegar viðureignar en að þær þurfi ekki að vera alvondar. Þær séu tími til að hreinsa, hag- ræða og endurskipuleggja. Gylfi nefndi sérstaklega að sterkt gengi krónunnar á undanförnum árum hefði gert útflutnings- atvinnuvegunum erfitt um vik. Það hefur tekið sig upp gamalt bros í sjávarútvegi og ferðaþjónustu eftir að gengi krónunnar féll. Aðrar greinar fá hroll og umræðan hefur aldrei verið meiri um að fórna þurfi krónunni og taka upp evru. Gengi krónunnar hefur fallið um 40% á árinu og það hefur leitt til þess að staða sjávarútvegs er með besta móti í langan tíma, ekki síst vegna þess að greinin er að koma út úr margra ára hagræðingu og blóðugum niðurskurði á kvóta svo hægt sé að ávaxta pundið í sjónum og stækka fiskistofnana. Allt gengur þetta út á að árangur erfiðisins líti dagsins ljós og að kvótinn verði aukinn aftur sem fyrst. Núverandi kvóti dugir ekki til langs tíma og kallar á enn fekari grisjun í greininni. Fjöldi útvegsmanna hefur keypt kvóta, sem síðan hefur verið skorinn niður, og þeir bíða í ofvæni eftir að fá kvótann til baka. Það er til þumalfingursregla í sjávarútvegi um að falli gengi krónunnar um 1% þá aukist framlegðin í greininni um 0,5%. Þetta þýðir að 40% gengisfelling krónunnar leiðir til 20% meiri framlegðar í sjávarútveg- inum. kreppan í sjávarútvegi var ekki hefðbundin, skammvinn niðursveifla. Þetta var stór kreppa sem reið yfir snemma á níunda áratugnum þegar hrun fiskistofna blasti við og grípa þurfti til róttækrar aflaskerðingar. Þetta er kreppa sem staðið hefur í yfir tuttugu ár. Vand- inn fólst í gríðarlegri offjárfestingu í greininni, það voru of mörg fiskiskip og fiskvinnsluhús. Hagræðingin byrjaði samt ekki fyrir alvöru fyrr en leyfð var frjáls sala á aflaheimildum; kvótanum. Þá hófst grisjunin. Útgerðum fækkaði og stórar útgerðir urðu stærri. Þessi grisjun hefur ekki gengið hávaðalaust fyrir sig. Kvótinn hefur verið bitbein þjóðarinnar allar götur síðan hann var settur á. Ekki vegna þeirrar gæfu að hann kom í veg fyrir hrun fiskistofna heldur vegna þess hvernig honum var og er úthlutað endurgjaldslaust til ákveðinna útgerða. Eftir á að hyggja var varla á það bætandi í hallærinu að auka álögur á útgerðir með því að láta þær greiða fyrir kvótann í upphafi. hagræðing í sjávarútvegi hefði aldrei getað orðið að neinu marki nema að leyfa frjálsa sölu aflaheimilda til að fækka skipum. Það þurfti að losa sig við offjárfestinguna. Þess vegna hafa núverandi risar í sjávarútveginum keypt óhemjumagn af kvóta af öðrum útgerðum. Sjávarútvegurinn á Íslandi skuldar tæplega 300 milljarða króna og talið er að um helmingur þeirrar fjárhæðar, um 150 milljarðar, sé til kominn vegna kaupa á kvóta. Þrátt fyrir þessar skuldir eykst framlegð í sjávar- útvegi við gengisfellingu. Það er atvinnugreinin sjálf sem hefur hagrætt. Núverandi útgerðarmenn hafa þurft að kaupa aðra út úr greininni fyrir a.m.k. 150 milljarða til að slá á offjárfestinguna og fækka skipum og húsum. Þeir hafa skuldsett sig til að aðrir kæmust út úr grein- inni. Það eru krepputímar og næstu mánuðir verða mörgum forstjóranum erfiðir við að laga reksturinn; segja upp fólki, sameina deildir, skera niður óþarfa, sér- hæfa sig, einbeita sér að afurðum sem seljast best og mest fæst fyrir. Víða verður öllum steinum velt fram og til baka. Þannig verður þetta líka á heimilunum. Lúxusinn verður skorinn í burtu. En kreppa leiðir ekki til hagræðingar ef skrúfað er fyrir allt súrefni, sú kreppa heitir slátrun. Ég hef áður sagt að við Íslendingar getum í rauninni aldrei haft það vont. Við eigum fiskinn, orkuna, fjöllin, firðina og náttúruperlurnar – en fólkið sjálft er stærsta auðlindin með hugrekkið, þekkinguna og menntunina að vopni. Við erum rík þjóð, en í tíma- bundnu mótlæti líkt og aðrar þjóðir heimsins. Kreppur eru ekki alvondar ef þær hagræða en brjóta ekki niður. Mótlætið herðir; en það vill enginn engjast sundur og saman í einhverjum dauðakippum. jón g. hauksson Pantaðu núna á www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í 2 mánuði – án endurgjalds Við erum flutt Nýjar höfuðstöðvar í Askalind 1 þar sem Habitat var til húsa Öryggismiðstöðin hefur opnað nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir starfsemi sína í Askalind 1 í Kópavogi. Þar finnur þú eitt fullkomnasta slökkvitækjaverkstæði landsins ásamt verslun með öryggisvörur. Verið hjartanlega velkomin! Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.