Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 27 Oxymap er sprotafyrirtæki þar sem unnið hefur verið að gerð sérstaks mælitækis við augnrannsóknir síðustu tíu árin. Dr. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, hefur sinnt rannsóknum á þessu sviði í nær þrjátíu ár. Einar segir að hugmyndin um að búa til þetta tiltekna tæki – það heitir Oxymeter – hafi orðið til á námstefnu augnlækna hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, árið 1998. „Þeir hjá NASA hafa yfir að ráða mikilli tækni við fjarkönnun, þar á meðal á yfir- borði jarðar,“ segir Einar. „Ég hlustaði á fyr- irlestur um þessa fjarkönnun og datt þá í hug að sennilega mætti nota sömu tækni við könnun á augnbotninum. Umfang- ið er allt annað en tæknin sú sama.“ Upp úr þessu leitaði Einar til vísindamanna, sem síðan hafa myndað kjarnann í starfsemi Oxymap. Þar á meðal eru dr. Jón Atli Benediktsson prófessor, sem er sérfræðingur í fjarkönnun, dr. James Melvin Beach lífverkfræðingur, dr. Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur og verk- fræðingurinn Gísli H. Halldórsson. Hjá Oxymap er nú, tíu árum síðar, búið að setja saman fyrstu Oxymeter-tækin og fyrirtækið komið á það stig að verið er að prófa verkfærið og meta, meðal annars í Bandaríkjunum. En hvað á þessi Oxymeter að gera? Einar lýsir tækinu svo að Oxymeter eigi að mæla súrefnismettun í sjónhimnu augans og mæla hversu mikið efnaskiptin þar eru úr lagi gengin. Þetta er mikilvægt í augnlækningum því Einar segir að þeir sjúkdómar sem valdi blindu í dag séu oftast efnaskiptasjúkdómar. „Til skamms tíma höfum við aðeins getað skoðað strúktúrinn í sjónhimnunni,“ segir Einar. „Núna erum við búnir að setja saman fyrstu tækin sem gefa upplýsingar um efna- skiptin. Þetta er í aðalatriðum augnbotna- myndavél að viðbættum aukahlutum og hug- búnaði sem við höfum þróað.“ Sprotafyrirtækið Oxymap er því komið að þeim mörkum að hugmyndin er orðin að veruleika, það er verið að prófa tækið og meta læknisfræðilega þýðingu þess áður en fjöldaframleiðsla hefst. „Þetta er komið mjög vel á veg sem vísinda- verkefni og hugmyndin er að komast á framleiðslu- stig,“ segir Einar um stöðu Oxymap, tíu árum eftir að sprotinn skaut upp kollinum. Hann segir að markaður fyrir svona tæki sé töluverður og ekki óeðlilegt að ætla að í framtíðinni verði tæki af þessari gerð á stofum allra augnlækna. Bara í Bandaríkj- unum eru starfandi 20 til 30 þúsund augn- læknar og í Evrópu eru þeir enn fleiri. Einar segir að í ljósi þessa sé eðlilegt að gera ráð fyrir fjöldaframleiðslu þótt það verði sennilega ekki á vegum Oxymap. Hug- myndir af þessu tagi eru oftast seldar stærri framleiðendum, sem hafa bæði yfir fram- leiðslugetu og markaðskerfi að ráða. Einar segir að nú séu sjö menn á launaskrá hjá Oxymap. Mun fleiri koma þó að þessu verkefni, háskólamenn innanlands og utan og nemendur. Þetta er um 15 manna hópur. Þá má telja 15 til viðbótar ef allir samstarfs- aðilar eru taldir. Einar segir að tíu ár séu ekki langur tími fyrir svona sprota að dafna. Á þessum tíma hafi margt gerst sem flýtti fyrir vinnunni. Bæði tölvutækni og myndavélatækni hefur fleygt fram. Stafrænar myndavélar voru á bernskuskeiði fyrir tíu árum. Þá segir Einar að mun betur sé staðið að opinberum framlögun til þróunarverkefna á Íslandi nú en var fyrir tíu árum. Oxymap hefur fengið umtalsvert fé, fyrst frá Visinda- sjóði Rannís og síðar frá Tækniþróunarsjóði. „Það er ekki langt síðan framlög voru svo aumingjaleg að þau dugðu ekki til nokkurs hlutar. Þetta er gjörbreytt,“ segir Einar. Hann leggur og áherslu á að svona sprotar spretta ekki upp úr engu. Þeir verða til í lifandi rannsóknarumhverfi, eins og er við háskóla, og þá gjarnan þar sem fleiri greinar mætast eins til dæmis læknisfræði, verkfræði og tölvunarfræði. Oxymeter vA ldIR S PRO TA R Það er ekki langt síðan framlög voru svo aumingjaleg að þau dugðu ekki til nokkurs hlutar. Þetta er gjörbreytt. dr. Einar Stefánsson hjá Oxymeter: geIMTæKNI BeINT AÐ AUgANU Dr. Einar Stefánsson, augnlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.