Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 35 Tölvur eru fljótar að vinna, nákvæmar og afkastamiklar. �á, eig�inlega hamhleypur til vinnu. En þær eru heimskar og nenna ekki einu sinni að fara í bíó. Þó getur þar orðið breyting á því hjá Eff² er búið að kenna tölvum að horfa á myndir. Tölvufyrirtækið Eff² er sprottið út úr rannsóknarverkefni hjá Háskólanum í Reykjavík. Upphaflega voru það Friðrik Heiðar Ásmundsson og Herwig Lejsek sem unnu að hugmyndinni og gera enn. Síðar bættist Kristleifur Daðason við og nú eru fimm menn á Íslandi sem vinna hjá þessum sprota og einn í Kína. „Upphaflega duttu þeir Friðrik og Herwig niður á lausn á töl� vunarfræðilegu vandamáli,“ segir Kristleifur sem er hugmyndastjóri fyrirtækisins. „Tölvur hafa átt erfitt með að bera saman ljósmyndir. Þar hafa þær staðið okkur mönnunum að baki og ekki séð þegar tvær nokkuð líkar myndir eru í raun sama myndin.“ Hugmyndin að baki Eff² (borið fram Eff squared á ensku) er að gera tvær ljósmyndir samanburðarhæfar. Kristleifur segir að tak� markið sé að ef maðurinn sér að um sömu mynd er að ræða eigi tölvan líka að sjá það. „Til að gera þetta kleift þarf sérstakt forrit, sem við höfum þróað, og sérhæfðan vélbúnað eða tölvu sem er eitthvað öflugri en venjuleg borðtölva,“ segir Kristleifur. Og þar sem tölvur eru miklar hamhleypur til verka þá munar þær ekkert um að bera sama milljónir af líkum myndböndum. Takist tölv� unni að bera saman tvær líkar myndir og sjá að um sömu mynd er að ræða, þá eru engin takmörk fyrir því hve margar myndir þær geta borið saman. Þær geta sjálfar sest við að skoða ógrynni af kvikmynd� um og bera þær saman. En til hvers? Kristleifur útskýrir það. „Þetta er tækni sem á til dæmis eftir að nýtast eigendum hugverka en kemur að notum á mörgum örðum sviðum eins og við löggæslu,” segir hann. „Fólk halar niður myndum af Netinu, ólöglegum útgáfum þar sem höfundarréttur er ekki virtur. Búnaður okkar getur auðveldað eigendum hugverka að verja sinn rétt eða bara að fylgjast með hve víða verkið fer.“ Þessar myndir, sem sóttar eru á Netið, hafa ef til vill verið teknar upp í kvikmyndahúsum í Kína á venjulegar myndbandsvélar. Gæðin eru oft takmörkuð, myndirnar óskýrar og brenglaðar. Og hvernig er hægt að finna þessar sjóræningjaútgáfur á Netinu þegar tölvur kunna ekki að bera saman líkar myndir? Það er þarna sem lausn þeirra hjá Eff² kemur til sögunnar. Bún� aður þeirra getur skannað það sem boðið er af myndefni á vissum netsvæðum og borið kennsl á myndirnar þótt þær séu ekki alveg eins og frummyndin. Mannsaugað sér strax að um sömu mynd er að ræða en tölvur hafa til þessa ekki getað það. „Kerfið getur ekki hugsað sjálft, það þekkir bara það sem það hefur séð áður, þannig að í höfundarréttarvernd þarf að senda „auga“ til framleiðenda myndanna,“ segir Kristleifur. „Þeir eru yfirleitt í Bandaríkjunum. Þar horfir augað á myndina fyrir okkur, nemur það sem kalla má fingraför hennar eða einkenni og eftir þetta þekkir tölvan allar sjóræningjaútgáfur af myndinni sem bjóðast til niðurhals á Netinu.” Þetta er hugmynd sem hefur verið að þróast frá árinu 2003. Fyrir� tækið var stofnað fyrir tæpu ári og nú er komið að þeim mörkum að markaðssetja vöruna. Kristleifur segir að fleiri tölvufyrirtæki hafi verið að leita að lausnum á þessum vanda en enginn fundið lausn eins og þessa. „Markmið okkar er að byggja upp hátækniþjónustufyrirtæki af notalegri stærð og bjóða eigendum hugverka auk annarra þessa þjón� ustu,“ segir Kristleifur. Til þess að svo megi verða þarf að leggja umtalsvert fé í markaðs� setningu í öðrum löndum. Fram að þessu hefur Eff² verið fjármagnað fyrir fé í Tækniþróunarsjóði og fé sem komið hefur frá eigendunum, vinum þeirra og vandamönnum. Stærri fjárfestar hafa ekki komið að þessu verkefni. Núna er staðan sú að þróunarvinna er vel á veg komin, tæknin virkar en það þarf meiri peninga til að komast út á hinn stóra markað. „Spurning hvaðan peningurinn kemur. Vonandi úr veltu,“ segir Kristleifur. Eff² va l dir s pro ta r Markmið okkar er að byggja upp hátækni- þjónustufyrirtæki af notalegri stærð til að bera kennsl á myndefni. Kristleifur Daðason, hugmyndastjóri hjá tölvufyrirtækinu Eff²: Kenna Tölvum að sKoða myndir sandlóur meðal flugrisa Baldur Jóhannesson, Friðrik Heiðar Ásmundsson og Kristleifur Daðason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.