Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein sprotaFYrirtÆKi Íslands. Það er hins vegar gríðarlega verðmætt fyrir áhættufjárfesta að hafa aðgengi að góðum tækifærum. Með því að skapa grundvöll fyrir stuðningsumhverfi sprotafyrir� tækja er byggist á einkaframtaki og alþjóðlegt klak á Íslandi væri verið að skapa áhugaverða miðstöð fyrir erlenda áhættufjárfesta. Með því að tengja saman frumkvöðlaviðskiptamenntun og rannsóknir á frumstigum væri jafnframt verið að gera fyrirtækin áhugaverðari fyrir viðskiptaengla og áhættufjárfestingasjóði, þar sem þá væri búið að tryggja ákveðin gæði sem þeir leita jafnan eftir. Það þarf að búa til skattalegar ívilnanir til þess að gera dæmið ennþá áhugaverðara fyrir erlenda áhættufjárfestingasjóði, sérstaklega á upphafsstigum meðan verið er að skapa þann grundvöll sem þarf til þess að skapa áhugaverð fyrirtæki. Með alþjóðlegri miðstöð áhættufjármagns skapast for� sendur til þess að hraða ferli fyrirtækja til árangurs. Hugsum stærra – Frumleiki, frumkvæði og framtak Undanfarin ár hafa verið íslenskum fyrirtækjum farsæl. Stórfyrirtæki hafa orðið til sem aldrei fyrr. Í þessum fyrirtækjum hafa ungir Íslend� ingar fengið möguleika á að vaxa og þroskast. Það sem hefur gerst á einungis fáeinum árum er að þessir Íslendingar hafa lært að hugsa stórt. Menn eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guð� mundsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór �ón Kristjánsson, Bjarni Ármannsson, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, �ón Ásgeir �óhannesson, Róbert Wessman, og áfram mætti telja, hafa lært að hugsa stórt. Þeir hafa lært að hugsa alþjóðlega og um heiminn sem eitt mark� aðssvæði. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir eyjarskeggja eins og Íslendinga og stuðlar að því að allt tal um ný fyrirtæki og sprotafyr� irtæki verður á allt öðrum grundvelli. Frumkvöðlar Íslands og sprota� fyrirtæki þurfa að læra þetta. Þetta fólk getur miðlað af reynslu sinni og hjálpað stjórnendum sprotafyrirtækja að hugsa stærra og hvernig eigi að gera þessa hugsun að veruleika. Það þarf líka að hugsa um Íslands sem sprotaland Evrópu á þessum nótum. Krónur og aurar með opinberar stofnanir í forsvari er dæmt til þess að verða sóun á fjármunum. Menn eiga að vera stórhuga og byggja á þekkingu. Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins hefur lagt áherslu á mikilvægi ofangreindra þátta og af veikum mætti, í samstarfi við Sprotaþing Íslands, Innovit, háskólana og Samtök iðnaðarins, reynt að skapa þessar aðstæður með því að búa til frumkvöðlaviðskipta� menntun hér á landi í formi Viðskiptasmiðjunnar – hraðbraut nýrra fyrirtækja, búa til alþjóðlegt tengslanet (Seed Forum Iceland), taka þátt í rannsóknum eins og Global Entrepreneurship Monitor og með því að leggja grunninn að netverki viðskiptaengla á Íslandi (Iceland Angels). Þátttaka hins opinbera, íslenskra stórfyrirtækja og áhættu� fjárfestingasjóða í þessum hugmyndum þarf að vera miklu meiri til þess að skapa fleiri og öflugri sprotafyrirtæki á Íslandi. Ísland getur orðið sprotaland Evrópu ef viljinn er fyrir hendi. sproTar gærdagsins ... sTórfyrirTæKi morgundagsins mareL öSSur Marel og Össur eru dæmi um fyrirtæki sem byrjuðu sem sprotar en hafa vaxið og blómstrað. 1995 2006 1995 2006 17,5 0,4 18,9 1,2 Allar tölur í milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.