Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 9 verða vel búnar með góðu útsýni og nægum bílastæðum. Opnu svæðin á Höfðatorgi skapa umgjörð fyrir fjölbreytt mannlíf, sem mun eiga sér samastað innan um veitingastaði og kaffihús, verslanir og þjónustu. Öll starfsemi miðast við að skapa hlýlegan miðbæjarkjarna sem þjónar íbúum, starfsfólki, nágrönnum, gestum og gangandi. Göngugötur og opin svæði munu ná yfir meira en helming af heildarfleti Höfðatorgs. Þess má geta að torgið er jafnstórt og Austurvöllur og Ingólfstorg til samans. „Við leggjum ríka áherslu á að svæðið verði lifandi allan daginn, ekki eingöngu þegar atvinnustarfsemin stendur yfir, heldur á svæðið að loknum vinnutíma að vera lífæð þar sem eftirsóknarvert er að vera.“ Vönduð umgjörð og glæsilegt umhverfi Höfðatorg verður í umsjá eins aðila sem mun stjórna rekstri þess. Það fyrirkomulag tryggir samræmi og gott heildaryfirbragð, svo og hátt þjónustustig. Á jarðhæð bygginga er gert ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu- starfsemi, svo sem verslunum og veitingahúsum. Skrifstofur og íbúðir verða á efri hæðum. Áhersla er lögð á að atvinnuhúsnæði mæti óskum kröfuharðra fyrirtækja og stofnana um vandaða umgjörð og glæsilegt umhverfi sem styður við ímynd þeirra. „Þegar á heildina er litið er Höfðatorg hugsað sem samfélag athafna- lífs, menningar, verslunar og þjónustu í náinni sambúð við íbúa á svæðinu. Líflegar uppákomur innan um gróður og falleg listaverk skapa torgmenningu af því tagi sem Íslendingar hafa kynnst víða erlendis. Höfðatorg mun soga til sín fólk úr öllum áttum. Íbúarnir koma og fara, versla og nýta sér fjölbreytta þjónustu. Það sama gildir um starfsfólk fyrir- tækjanna sem hafa aðsetur á Höfðatorgi.“ Á Höfðatorgi verða stór og smá fyrirtæki sem munu njóta góðs af kröftugu samfélagi þar. Starfsfólk mun sækja hvíld og innblástur í gef- andi umhverfi Höfðatorgs. Á Höfðatorgi verður sólríkt og skjólgott opið svæði fyrir íbúa, starfsfólk og gesti. Hugmyndin á bak við vörumerki Höfðatorgs er að skapa heildstætt, fágað samfélag með þróttmikilli blöndu fólks og fyrirtækja sem slær taktinn í líflegri miðborg. www.hofdatorg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.