Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 N æ r m y N d – s i g u r ð u r ó l i ó l a f s s o N sigurður Óli Ólafsson tók nýlega við starfi forstjóra Actavis og segir komandi tíma leggjast mjög vel í sig þrátt fyrir samdrátt í samfélaginu, enda hugi fólk oft frekar að því að skipta yfir í samheitalyf þegar þannig standi á. Fyrirtækið stendur traustum fótum og er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með 11.000 starfsmenn og skrifstofur í 40 löndum. Actavis hefur keypt meira en 20 fyrirtæki á undanförnum árum, en í ár hefur megináherslan verið á innri vöxt. Gott stjórnendateymi er innan fyrirtækisins. Sigurður segir mikilvægt að hafa slíkan hóp í kringum sig og að sem stjórnandi þurfi hann að geta hlustað á ólíkar skoðanir og tekið ákvarðanir í framhaldi af því ef með þarf. Barnæska í laugarásnum Sigurður er fæddur í Reykjavík árið 1968 en foreldrar hans eru Erla Einarsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Hann ólst upp í Laugarásnum, gekk í Langholtsskóla og síðan Menntaskólann við Sund þaðan sem hann útskrifaðist árið 1988. Þá hóf hann nám í lyfjafræði og útskrif- aðist sem lyfjafræðingur árið 1993. Sigurður er langyngstur þriggja systkina en segist hafa haft það mjög gott hjá systkinum sínum. Í barnaskóla hafði Sigurður frábæra kennara, Hreiðar Stefánsson rithöfund sem kenndi honum fyrstu árin og síðar konu hans Jennu Jensdóttur rithöfund – sem kenndi honum á unglingsárunum. Ástráður Hreiðarsson sonur þeirra kenndi síðar Sigurði í lyfja- fræði og segir hann fjölskylduna því hafa gert sitt besta við að koma sér til manns. Hann lærði á píanó sem barn og sat í stjórn nem- endafélagsins í menntaskóla og sinnti þar félagsmálum. Á sumrin stóð Sigurður á bak við kjötborð Sláturfélagsins í Glæsibæ og á fleiri stöðum um borgina við afgreiðslu og segist halda að hann gæti afgreitt nautahakk skammlaust enn þann dag í dag. Í hvíta sloppnum Aðspurður um námsval segist Sigurður hafa ákveðið að fara í lyfja- fræði daginn sem skráningu lauk í háskólann og margt hafi komið til greina á raungreinasviði. Hann hafi valið lyfjafræðina þar sem hún spanni vítt svið og nemendur tileinki sér bæði vísinda- og við- skiptahugsun. Námið hafi reynst virkilega skemmtilegt. Eftir útskrift vann Sigurður við rannsóknir á Raunvísindastofnun Háskólans, en þar hafði hann einnig starfaði með námi. Á Raun- vísindastofnun starfaði Sigurður með Sigmundi Guðbjarnasyni, fyrrverandi háskólarektor, og vann að rannsókn á áhrifum lýsis á magasár í rottum. Þarna var Sigurður kominn í hvíta sloppinn og segist hafa haft gaman af rannsóknum og gott hafi verið að vinna með Sigmundi sem hafi kennt sér geysilega mikið. Sigurður Óli Ólafsson, nýr forstjóri Actavis, hætti hjá Pfizer og stofn- aði fyrstu skrifstofu Actavis í Bandaríkjunum. Nýr forstjóri Actavis: góður í mannlegum samskiptum Sigurður Óli Ólafsson, nýr forstjóri Actavis, þykir einkar laginn í mannlegum sam- skiptum og sagður góður í að leiða starfs- fólk í gegnum erfið og flókin viðfangsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.