Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein sprotaFYrirtÆKi Tölvuleikir taka tíma. Spilamenn sitja við dag og nótt og spila á Netinu. Svo verða þeir fjölskyldumenn og hafa ekki lengur tíma til að spila. Hvað gera þeir þá? �ú, stofna fyrirtæki sem býr til leiki fyrir þá sem ekki hafa tíma til að spila. Það er nákvæmlega þetta sem er upphaf leikjafyrirtækisins Gogo� gic í Brautarholti. Þar eru búnir til vefleikir fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma til að spila. Nafnið segir okkur ekkert annað en það að það eru bæði spilamenn og markaðsmenn sem standa að þessum sprota. Það er stundum talað um að stafirnir „go“ fari vel í fólk. Það er gott að hafa þá í nöfnum við markaðssetningu. Síðan sýndi leit á Netinu að stafasamsetningin „gogogic“ hafði ekki verið notuð áður. Því var lénið skráð og leit að fyrirtækinu Gogogic leiðir til þess að sprotinn í Brautarholti kemur alltaf fyrst upp. Svona hugsa menn í þessum bransa. Þeir eru 13 saman núna við vinnu hjá Gogogic. Tólf karlar og ein kona, sem sér um bókhaldið. �ónas Björgvin Antonsson framkvæmdastjóri segir að því miður sé leikjabransinn hér heima svolítill karlaklúbbur þótt stór hluti spilara séu konur. Hjá Gogogic hafa þeir unnið í hálft þriðja ár að því að þróa nýjar lausnir fyrir vefleiki. Fyrsti leikurinn er þegar kominn út á Netið í vefsamfélaginu Facebook og fleiri eru á leiðinni áður en lagt verður út á hinn stóra markað á næsta ári. �ónas segir að fyrirtækið búi til smáleiki fyrir þá sem ekki hafa tíma til að spila stóru vefleikina. Það eru leikir eins og World of Warcraft og Eve Online frá CCP. „Hugmyndin er að spilararnir geti gripið í að spila þegar þeim hentar án þess að allt tapist á meðan þeir eru fjarri,“ segir �ónas. „Vef� leikirnir ganga oft út á að spilararnir keppa sín í milli og koma sér upp eigin ríki eða veldi á Netinu og það tekur tíma að verjast og byggja upp. Þetta eru kallaðir fjölspilunarleikir. „Hugmynd okkar er að menn geti náð árangri þótt þeir spili ekki nema ef til vill tíu mínútur á dag,“ segir �ónas. Þetta má kalla fjöl� skylduvæna fjölspilunarleiki. Fyrstu smáleikirnir frá Gogogic eru ókeypis á Netinu. Síðar er ætl� unin að afla tekna með sölu og auglýsingum og fyrirframgreiðslum. „Stóru leikirnir eru oftast seldir í mánaðaráskrift,“ segir �ónas. „Það hentar oft ekki smáleikjunum þar sem notendur þeirra hafa ekki alltaf tíma til að nýta sér áskriftina. Hugmyndin er því að selja aðgang með líkum hætti og gert er í Frelsi símans. Spilamaðurinn kaupir ákveðna hleðslu og getur sjálfur stýrt því hvenær hann notar hana.“ Enn sem komið er hefur Gogogic ekki selt aðgang að eigin leikjum. Leikirnir, sem eru aðalviðfangsefni fyrirtækisins, hafa því enn litlum tekjum skilað. Hins vegar hefur þróun þeirra verið kostuð af öðrum tekjum fyrirtækisins og fé fjárfesta. Í hópnum sem stendur að Gogogic eru bæði tölvufræðingar og markaðsmenn sem kunna meira en að búa til leiki. �ónas segir að fyrirtækið hafi frá upphafi haft tekjur af gerð margmiðlunarefnis og auglýsingaborða fyrir vefsíður. Þeir sem fara til dæmis inn á mbl.is sjá þessa framleiðslu. „Fyrirtækið hefur frá fyrstu stundu haft eigin tekjur og getað fjár� magnað sig mikið sjálft. Okkur var í upphafi sagt að þetta væri bara vitleysa,“ segir �ónas. „Við ættum heldur að fara út á lánamarkaðinn, þar væri nóg af peningum meðan við værum að þróa vöruna. Núna er lánsfjármarkaðurinn þurr, vextirnir gegndarlaust háir, en við getum fjármagnað þróunarvinnuna úr eigin rekstri.“ �ónas segir að frá upphafi hafi fyrirtækið verið skipulagt og rekið sem alvöru fyrirtæki. „Það er mikilvægt að hafa alla umgjörðina rétta frá upphafi,“ segir hann. „Við höfum gert okkar viðskiptaáætlanir, endurnýjað þær og fylgt þeim eftir. Núna erum við komnir lengra á veg en við þorðum að vona þegar fyrirtækið var stofnað.“ Gogogic va l dir s pro ta r Fyrirtækið hefur frá fyrstu stundu haft eigin tekjur og getað fjármagnað sig mikið sjálft. Okkur var í upp- hafi sagt að þetta væri bara vitleysa. Jónas Björgvin Antonsson hjá vefleikjafyrirtækinu Gogogic: viðsKipTi eru leiKur Jónas Björgvin Antonsson hjá leikjafyrirtækinu Gogogic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.