Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 59 N æ r m y N d – g u ð B j ö r g e d d a e g g e r t s d ó t t i r bjó ytra, enda dýrt að ferðast á milli landa á þesum tíma. Auk þess var ekki talað í síma oft í viku heldur kannski einu sinni á ári, annars einfaldlega skrifast á. víðtæk starfsreynsla innan lyfjaiðnaðarins Að námi loknu fluttist Guðbjörg Edda aftur heim og hóf störf hjá lyfjaheildsölunni Farmasíu. Þar starfaði hún í fjögur ár við að sjá um lyfjaskráningar, klínískar rannsóknir og að kynna lyf fyrir læknum, sá að hluta til um innflutning og bar faglega ábyrgð á rekstri heild- sölunnar. Árið 1980 réð Guðbjörg Edda sig síðan til Pharmaco, nú Actavis, og tók að sér að kynna fyrir íslenskum læknum þau lyf sem fyr- irtækið framleiddi á þessum tíma. Þegar Delta, sem á þeim tíma var dótturfyrirtæki Pharmaco, tók til starfa 1983 tók hún svo við starfi þar sem markaðsstjóri og fór auk þess fljótlega að huga að skrán- ingu lyfja erlendis. Eitt leiddi af öðru þar til Guðbjörg fór að sjá um skráningar og sölu erlendis. Lengst af var hún þó markaðsstjóri og síðan sviðsstjóri útflutnings- og þróunarsviðs hjá fyrirtækinu og loks aðstoðarforstjóri Delta. Hún segist að námi loknu hafa haldið að störf á rannsóknarstofu myndu eiga best við sig en eitt hafi leitt af öðru eftir útskrift og hún sé ánægð með þá þróun. Hún telur sig vera á réttri hillu í lyfjaiðnaðinum. Auk launaðrar vinnu starfaði Guðbjörg Edda mikið fyrir fagfélag sitt, Lyfjafræðingafélag Íslands, sat þar í stjórn í allmörg ár í ýmsum embættum, var varaformaður í fjögur ár og formaður í önnur fjögur ár. En eftir að Delta hellti sér í útrás af fullum krafti 1994 lét hún að mestu af félagsstörfum vegna anna í starfinu. fyrsta verulega breytingin Guðbjörg Edda segir aðstoðarforstjórastarfið í raun vera fyrstu veru- lega breytinguna á starfsferli sínum, þar sem sala lyfja erlendis er ekki lengur hennar aðalábyrgðarsvið. Hún hefur nú tekið við ýmsum starfsmönnum sem flestir heyrðu undir Sigurð áður. Auk þess að vera staðgengill forstjóra ber hún ábyrgð á þeim einingum innan fyrirtæk- isins, sem hafa umsjón með vexti og viðgangi lyfjaúrvals (portfolio management), svo og einingum sem sjá um innkaup á lyfjum og lyfjahugviti frá öðrum lyfjafyrirtækjum, markaðssetningu lyfja, sem selja má án lyfseðils, svo og sjúkrahússlyfja. Allar þessar einingar hafa mikil samskipti við sölu- og markaðsfólk Actavis um allan heim. Hún verður því áfram á ferð og flugi í starfi sínu, en Íslandsmarkaður heyrir einnig undir starfsvið Guðbjargar Eddu. Ástralía heillar Eiginmaður Guðbjargar Eddu er Eyjólfur Haraldsson og eiga þau tvo uppkomna syni sem flognir eru úr hreiðrinu. Utan vinnunnar segist hún fyrst og fremst reyna að vera sem mest með fjölskyld- unni. Þau hjónin eiga ýmis sameiginleg áhugamál eins og ferðalög, golf og stangveiði sem fjölskyldan hefur sinnt á sumrin í mörg ár og segir Guðbjörg Edda þau vera veiðiklær í meðallagi. Af þeim stöðum sem hún hefur heimsótt segir hún Ástralíu standa upp úr en þangað hefur hún komið tvisvar sinnum og segir að tími sé kominn til að fara í þriðja sinn. Þegar Guðbjörg Edda kom fyrst til Sidney hafi hún hugsað með sér að þetta væri líklega eina erlenda borgin sem hún gæti hugsað sér að búa í. Aðstoðarforstjóri Actavis: afkastamikil og skipulögð Erla María Eggertsdóttir kennari: dúllar við matargerð (Guðbjörg) Edda er litla systirin en það eru tvö ár á milli okkar og þrjú skólaár. Sem stelpur deildum við sama herbergi og hún var leikfélagi minn meðan við vorum börn og áttum sömu vinkonur, en það breyttist síðan dálítið á unglingsárunum þegar við fórum hvor í sinn skólann. Þetta átti þó eftir að breytast aftur síðar þegar við vorum báðar komnar með heim- ili og fórum þá að ná saman aftur. Hún var mjög rólegt barn, samviskusöm og sér- staklega dugleg í skólanum, enda fór hún í Kvennaskólann þegar barnaskóla lauk, en það voru ekki allir sem komust þangað á þeim árum. Á fullorðinsárunum höfum við ferðast heilmikið saman, bæði innanlands og utan. Við erum báðar í golfi og höfum spilað saman og farið í golfskóla í Danmörku. Þá erum við líka með einskonar jeppaklúbb og förum tvisvar á ári í jeppaferðir. Önnur ferðin er gjarnan áramótaferð, þar sem við leigjum bústað eða erum á hóteli og keyrum út frá einhverjum stað, og síðan árleg páskaferð. Það er mjög gott að leita til Eddu og hún er tilbúin að gefa góð ráð þegar á reynir. Mér finnst hún fyrst og fremst mjög skipulögð og yfirveguð og afkastamikil, sem sýnir sig í að hún kemst yfir ótrúlegustu hluti. Eins hefur hún mikinn áhuga á matargerð og er góður kokkur sem hefur gaman af að dúlla við matargerðina og leitar þar ekkert endilega eftir auðveldustu lausnunum. Valur Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Actavis: Hörkudugleg til vinnu Við Guðbjörg Edda höfum unnið náið saman síðastliðin sjö ár og hún er í alla staði mjög traustur og góður yfirmaður. Það sem ein- kennir hana er gríðarlega mikil þekking á því starfsumhverfi sem við störfum í, bæði er snýr að viðskiptalegum og faglegum hliðum. Hún er sérlega afkastamikil og hörku- dugleg til vinnu og hefur gengið í fararbroddi í hvaða verkefni sem er þegar þess hefur verið krafist. Það er gott að leita ráða til Eddu og það vefst ekki fyrir henni að taka ákvarðanir ef hún veit um hvað málið snýst, jafnvel þó það geti verið óþægilegt að taka afstöðu, sem er mikill kostur. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega hratt og við höfum verið á sprettinum í mörg ár og eins og gengur er vindurinn stundum í fangið en Edda hefur alveg einstakt jafn- aðargeð. Hún er algjör yfirburðastarfsmaður á þessum vettvangi og á gríðarlega stóran hlut í velgengni Actavis á undanförnum árum og þeim grunni sem staðið hefur undir starf- semi félagsins á árum áður. Bæði í starfi og einkalífi er hún í góðu jafnvægi, jákvæð og alltaf stutt í brosið og gleðina. SAGT UM GUðBJÖRGU EDDU:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.