Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 S T J ó r N u N Sigurður K. Kolbeinsson er 48 ára athafnamaður, búsettur í Kaupmannahöfn. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1986 og hóf skömmu síðar störf sem einn af framkvæmdastjórum Stöðvar 2, í árdaga þess fyrirtækis. Þar starfaði hann fyrstu þrjú árin þar til hann stofnaði heildverslunina Niko ehf. ásamt eiginkonu sinni, Eddu Dagmar Sigurðardóttur, árið 1989. Sigurður tók á sínum tíma eina stærstu stöðu sem ein- staklingur hefur tekið innan DeCode þegar hann tók að hluta til lán til að fjárfesta í fyrirtækinu og lagði allt sitt undir, en andstætt ráðum um góða fjárfestingu snerist dæmið við og svo fór að Sigurður mátti þola gjaldþrot og missti nánast allt sitt. Nú, tæpum tíu árum síðar, rekur hann alhliða ferðaþjónustufyrirtæki í Kaupmannahöfn og unir hag sínum vel í borginni ásamt eiginkonu og dætrum. Á þeim tíma sem Sigurður keypti hlutabréfin í DeCode hafði hann rekið heildsölufyrirtækið Niko í ein tólf ár. „Gróðinn af hlutabréfaviðskiptum í DeCode blasti við hinum megin við hornið og ég sá fyrir mér að borga þær skuldir sem ég hafði safnað upp og lifa síðan góðu lífi með fjölskyldunni. Að lokum endaði ég þó á því eins og margir í dag, að brenna inni með fjárfestingar og tapaði þá um tveimur milljónum dollara á þáverandi gengi. Þetta varð til þess að ég seldi fyrirtækið og borgaði það sem hægt var að borga. Síðan ákváðu bankarnir að fara í fullnustuaðgerðir með fyrirtækið og mig í beinu framhaldi sem var í persónu- legum ábyrgðum og þá kom að því að byrja upp á nýtt. Þessi tími var erfiður og reyndi mjög á fjölskylduna sem stóð þétt saman og á ég konunni minni mikið að þakka fyrir stuðning hennar á þeim tíma,“ segir Sigurður. Haldið inn á norskan markað Sigurður ákvað nokkru síðar að byrja upp á nýtt í Dan- mörku og fluttist til Kaupmannahafnar ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann stofnaði danska félagið Niko Nordic sem upphaflega var stofnað til að flytja vörur frá Bandaríkj- unum til Norðurlanda en varð síðar ferðaþjónustufyrirtæki og hóf m.a. að selja ferðir til Íslands. Innan fyrirtækisins er rekinn hótelbókunarvefurinn www.koben.is eða Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Fyr- irtækið sérhæfir sig í hótelbókunum á bestu hótelum Kaupmannahafnar fyrir fólk í viðskiptaerindum, auk skipulagningar á fundum og ráðstefnum fyrir hópa, svo og skipulagningar fyrir afþreyingarhópa í nánu samstarfi við Icelandair. Fyrirtækið hefur smám saman byggst upp og starfssemi þess hefur nú teygt sig til London og Stokkhólms en í haust er stefnt að því að bjóða þjónustu í Osló. Sigurður segir að SIGURðUR koLBEINSSoN: FrESTAr ENgu TiL MorguNS Sigurður Kolbeinsson var þekktur í íslensku viðskiptalífi fyrir um tíu árum. Hann tók eina stærstu stöðu sem einstaklingur hafði tekið innan DeCode og fór flatt á því. En gjaldþrota reis hann upp úr öskustónni. Hann rekur núna ferðaþjónustufyrirtæki í kaupmannahöfn. TExTI: maría ólafsdóttir • MyNDIR: lára long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.