Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 97
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 97 S p A r i S J ó ð i r N i r Þ að er vægt til orða tekið þegar sagt er að harðir vindar hafi blásið um nokkra af stærstu sparisjóðum landsins í sumar. Staða þeirra hefur verið í brennidepli og segja má að samnefnari umræðunnar sé sú bylgja sem gengið hefur yfir Sparisjóð Mýrasýslu sem endaði á því að Kaupþing dró sparisjóðinn að landi og eignaðist 70% hlut í honum og Straum- borg Jóns Helga Guðmundssonar eignaðist 10%. Borgarbyggð, sem átti sparisjóðinn að fullu áður, á því aðeins 20% hlut núna. Sparisjóður Mýrasýslu hefur ævinlega auglýst undir yfirskriftinni „Hornsteinn í héraði“ og þar í héraði er nú mörgum manninum brugðið – og þar eru margir ævareiðir. Borgarbyggð átti stofnféð í sjóðnum en ekki einstaklingar þannig að tap sjóðins snertir hinn almenna íbúa á svæðinu beint. Þetta mál hefur verið afar eldfimt í Borgarfirði og þar eru margir ævareiðir út í stjórnendur sparisjóðsins og ekki síst fyrir að hafa tekið hlutfallslega svo stóra stöðu í Exista – en hrun Existabréfanna hefur leikið sparisjóðinn grátt. Þá lánaði Sparisjóður Mýrasýslu helstu stjórnendum Icebank fyrir hlutabréfum í Icebank og var eingöngu með veð í sjálfum bréfunum. Þessi viðskipti komust í hámæli í sumar þegar Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að þessi lán næmu 20% af eigin fé sjóðsins og setti út á eiginfjárhlutfallið í kjölfarið. Það var þá sem hornsteinninn varð valtari og steinar tóku að rúlla; það nötr- aði allt í Borgarfirðinum. Víða er ókyrrð í baklandi sparisjóðanna yfir því hvernig málum er komið fyrir stærstu sparisjóðunum. Hrun hluta- bréfamarkaðarins hefur leikið þá grátt. Margir sparisjóðir hafa tapað á eigin fjárfestingum í hlutabréfum; sér- staklega í Exista, og þá er ljóst að þeir sitja uppi með mismunandi trygg lán til fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum. Margir velta því fyrir sér hvers vegna sparisjóðirnir gripu ekki til þess ráðs fyrir síðustu áramót, þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði, að selja ekki bréfin af hreinum og klárum örygg- isástæðum. ari teitsson: Formúlan er einföld Það er fróðlegt að vísa í nýlegt viðtal Ríkisútvarpsins við Ara Teitsson, bónda á Hrísum í Þingeyjarsýslu og stjórnarformann Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, þar sem hann sagði að það væri óþolandi rugl að sparisjóðirnir í landinu gætu ekki rekið sig sjálfir. En Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaðist um tæplega 53 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Haft var eftir Ara að lykillinn að velgengni sparisjóðs Suður-Þing- eyinga væri sá að hann ætti ekkert í Exista, væri löngu búinn að selja hlut sinn í Kaupþingi og hefði ekki tekið erlend lán. Formúlan væri einföld: Útlán takmörkuðust af innlánsfé. Guðjón Guðmundsson, Sambandi íslenskra sparisjóða: í höndum stjórnmálamanna hvort sparisjóðirnir hverfi Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sparisjóða, segir að almennt séu sparisjóðir í góðri stöðu en nokkrir hafi þó tapað umtalsverðum fjár- munum vegna lækkunar hluta- Hrun hlutabréfamarkaðarins hefur leikið nokkra af stærstu sparisjóðunum grátt. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, segir hins vegar að almennt standi sparisjóðirnir í landinu vel en óvissa ríki um framtíð þeirra. rúlla þessir hornsteinar í héraði inn í stóru bankana á næstu misserum? HorNSteiNAr í HérAði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.