Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 105

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 105
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 105 Bílar panda frá Kína Nú í sumar var byrjað að selja Geely Panda í Kína og hefur Geely, sem er einn stærsti bílaframleiðandinn í Kína, mikil plön um að flytja hann út til Evrópu, enda er verðið á þessum smábíl ekki nema tvöhundruð og áttatíuþúsund í heimalandinu. Bílinn hefur staðist öll árekstrar- og öryggispróf Evrópusambandsins. Eyðir engu og ætlunin er að koma með fjögurra dyra útgáfu snemma á næsta ári. Hingað kominn yrði verð bílsins um 600.000. Sem er sama verð og á góðum felgum undir sæmilegan lúxusjeppa. Það er mikill uppgangur í kínverskum bílaiðnaði og á næstu árum og misserum eigum við eftir að kynnast, meta og kaupa bíla sem koma frá alþýðulýðveldinu. Enda mjög ódýrir. Nýi Honda Accordinn. loksins Infinti, lúxusmerkið frá Nissan, verður loksins boðinn til sölu í Evrópu frá og með október. Infiniti kom á markaðinn í Bandaríkjunum fyrir tuttugu árum og hefur gengið feikilega vel þar síðustu árin. Enda eru bílarnir sérlega vel hannaðir – og sportlegir. Í samanburðarprófunum hjá öllum helstu amerísku bílablöð- unum þykja þeir jafnvígir og langbestu bílarnir; G-línan frá Infiniti og þristurinn frá BMW. Í Evrópu verður boðið upp á fjórar tegundir, G37 og síðan G37 coupé, Ex37 sem er frekar lítill sportjepplingur, og síðan sportjeppa í fullri stærð, Fx. Nokkuð hefur verið flutt inn af honum hingað heim frá Ameríku. Nú verður spennandi að sjá hvernig Evrópubúar taka þessu sport-lúxusmerki. Flottasti bíll í heimi? Bristol Blenheim 3S er líklega flottasta bifreið sem smíðuð er um þessar mundir. Sex lítra V8, knýr þennan enska eðalvagn áfram. Bristol-menn eru svo fágaðir að þeir gefa hvorki upp hestöfl eða tork, en miðað við hröðunina á þessum tæplega 5 metra langa og tveggja tonna lúxusbíl, sem er undir sex sekúndur í hundrað, er líklegt að hestöflin séu á fjórða hundraðið. Bristol er handsmíðaður og hefur svo verið í sextíu og þrjú ár. Það tekur þrisvar sinnum lengri tíma að setja einn Bristol saman en rolls royce. Bristol Blenheim hefur verið nokkuð óbreyttur síðan 1976. Það er bara einn sölustaður fyrir Bristol-bíla, á Kensington High Street í London. Verðið er 47 milljónir og sextíuogsexþúsund. Aðeins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.