Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 S p A r i S J ó ð i r N i r bréfa. Hann óttast hins vegar þá fákeppni sem blasi við renni allir sparisjóðirnir inn í viðskiptabankana. „Almennt eru sparisjóðirnir í landinu í góðri stöðu, en vissulega hafa nokkrir þeirra tapað umtalsverðum fjárhæðum á þessu ári. Það á einkum við um þá sjóði sem voru á sínum tíma stórir kaupendur hlutabréfa í Exista. Þeir sjóðir hafi hagnast gríðarlega undanfarin ár en tapað umtalsverðu fé eftir að hlutabréfin tóku að lækka í verði,“ segir Guðjón. Hann segir að sumir sjóðanna hafi fallið í þá gryfju að þenja út umsvif sín í samræmi við efnahagsreikninginn á meðan hann var hvað voldugastur, en þegar áhrif lækkunar hlutabréfa tók að gæta höfðu þeir engar varnir. „Meginvandinn, sem nú blasir við, er að sparisjóðir eru smáar fjármálastofnanir sem búa ekki við sömu aðstöðu og viðskiptabankarnir. Um sparisjóðina gilda aðrar reglur og þeir hafi ekki sömu möguleika og viðskiptabankarnir.“ Guðjón segir að þess vegna séu blikur á lofti um framtíð sparisjóðanna og í raun sé það í höndum stjórnmálamanna hver framtíð þeirra verði, hvort þeir lifi af eða hverfi með öllu smátt og smátt. „Ef raunin verður sú að sparisjóðirnir hverfa eða renna inn í viðskiptabankana er alveg ljóst að fákeppni verður á markaðnum. Að mínu mati er mikilvægt að sparisjóðirnir lifi til að tryggja sam- keppni á fjármálamarkaði. Þess vegna verða þeir að hafa heimild til að vinna sem ein heild á markaði til að gera þeim kleift að keppa við viðskiptabankana,“ segir Guðjón. Verða að reiða sig á samstarf Guðjón segir ljóst að smærri sparisjóðir á landsbyggðinni geti því aðeins starfað að þeir geti reitt sig á samstarf um mikilvæga hluti eins og tölvu- og markaðsmál, fræðslumál, lánsfjármögnun og ýmis önnur atriði er snúa að bakvinnslu og innri málefnum. Um þessi mál hafa þeir nú samstarf og hefur það verið ein helsta forsenda þess að veita viðskiptabönkum samkeppni og aðhald. Samband sparisjóða hefur sótt um undanþágu frá samkeppn- islögum svo þeir geti áfram starfað saman á þessum vettvangi. Guðjón segir að við blasi að verði þeim of þröngar skorður settar varðandi samstarf neyðist þeir til að sameinast öðrum eða þá að hætta starfsemi. Þá nefnir Guðjón að valdahlutföll og stjórnun innan sparisjóð- anna hafi tekið miklum breytingum; stofnfjáreigendur ráði nú flestum þeirra. Fyrir örfáum árum skiptu þeir sér lítið sem ekkert af ákvörðunum, þróun eða rekstri þeirra. Við þessa breytingu hafi komið í ljós aðrir hagsmunir en voru í fyrirrúmi áður. Stofnfjár- eigendur líti á sig sem eigendur sparisjóðanna þótt löggjöfin segi 30 sparisjóðir um aldamótin 1900 Sparisjóðirnir eru elstu peningastofnanir landsins og geta rakið sögu sína 150 ár aftur í tímann, eða allt til ársins 1858, þegar fyrsti sparisjóðurinn var stofnaður. Fyrir aldamótin 1900 lætur nærri að um 30 sparisjóðir hafi verið stofnaðir vítt og breitt um landið. Þeir týndu þó margir tölunni og var algengt að Landsbankinn og síðan Íslandsbanki yfirtækju sparisjóði og breyttu þeim í bankaútibú. Þróunin hélt áfram og á fyrri hluta 20. aldar voru settir á fót margir sparisjóðir víða um land. Þeir urðu flestir upp úr 1950 en þá störfuðu 66 sparisjóðir í landinu. 24 sparisjóðir um aldamótin 2000 alls voru 24 sparisjóðir starfandi á Íslandi í kringum aldamótin 2000. Frá þeim tíma hafa 8 nöfn horfið af spjöldum sparisjóða- sögunnar, einkum í kjölfar sameininga við aðra sjóði. Nú eru virk nöfn sparisjóða í landinu 15 alls. Þar af eru þrír sjóðir sem eru í eigu annars þannig að alls eru nú starfandi 12 sjálfstæðir sparisjóðir í land- inu. tveir af þessum 12 sparisjóðum eru í eigu Kaupþings, þ.e. SprON og Sparisjóður mýrasýslu. Sá síðarnefndi á svo tvo sjóði, Sparisjóð ólafsfjarðar og Sparisjóð Siglufjarðar, en inn í Siglufjarðarsjóðinn rann Sparisjóður Skagfirðinga í fyrra. Sparisjóðir frá árinu 1874 Fyrstu lagaákvæði um rekstur sparisjóða eru frá árinu 1874. Næst eru sett lög um sparisjóði árið 1915 og standa þau lítið breytt til ársins 1941 þegar ný lög tóku gildi. Það er svo næst í byrjun árs 1986 að ný lög um sparisjóði taka gildi og þá loks öðlast þeir sama rétt og viðskiptabankar til starfa á almennum fjármagnsmarkaði. Fram að þeim tíma hafði þeim verið þrengri stakkur skorinn en viðskiptabönkunum, þeir gátu til að mynda engan veginn veitt fólki og fyrirtækjum þá fjármálaþjónustu sem fullnægðu þörfum þess. Lög um viðskipta- banka og sparisjóði voru svo sameinuð í einn lagabálk árið 1993. Gert er ráð fyrir að viðskiptaráðherra leggi á alþingi á komandi vetri fram ný lög um sparisjóði. Samskipti milli sparisjóða landsins var lítil framan af 20. öldinni, fyrst fer að örla á slíku eftir árið 1960. Þá fara menn að bera saman bækur sínar og ræða sín á milli um að gagnlegt gæti verið að koma á einhverju samstarfi milli sparisjóða. Það var svo árið 1967 sem tekið var af skarið og Samtök íslenskra sparisjóða voru stofnuð. Á stofn- fundi var mikið rætt um erfiða stöðu spari- sjóða gagnvart stjórnvöldum og þá einkum bönkunum sem sífellt sóttu að sparisjóðum á landsbyggðinni. Nokkrir punktar um sparisjóðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.