Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 21 Bjartsýni að leiðarljósi Háskólinn í Reykjavík og Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins – eru þátttakendur í alþjóðlegu rannsóknarverkefni á frumkvöðla- starfsemi, sem er eitt hið umfangsmesta í heiminum, sem nefnist Global Entrepreneurship Monitor (GEM). Þar er ýmislegt áhugavert um frumkvöðla og umhverfi sprotafyrirtækja. Þrennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi vekur athygli hve margir Íslendingar telja að mörg tækifæri verði til stofnunar nýrra fyrirtækja á næstu sex mánuðum, en það hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt og farið úr 40% í 70% á síðustu sex árum. Sama hlutfall er um 40% í Evrópusambands- ríkjum og um 25% í Bandaríkjunum.1 Þetta er áhugavert sem dæmi um bjartsýni Íslendinga og trú á úrráðagóða frumkvöðla. Hitt er líka athyglivert að Íslendingar eru mjög jákvæðir gagnvart frumkvöðlum og áberandi jákvæðari en aðrar Norðurlandaþjóðir. Einungis sjö af átján þjóðum geta sagt að menning styðji frumkvöðlastarfsemi eins og hún virðist gera á Íslandi. Þessi jákvæðni og bjartsýni skilar sér hugsanlega í því að frumkvöðlastarfsemi er með allra mesta móti á Íslandi í samanburði við önnur hátekjulönd. Um 12% Íslendinga á aldrinum 18 til 64 ára eru að undirbúa eða hafa stofnað til reksturs á síðustu 42 mánuðum, á sama tíma og 10% stunda frumkvöðla- starfsemi í Bandaríkjunum og innan við 6% í Evrópu. Íslensk sprotafyrirtæki Íslensk fyrirtækjasaga hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eiga sér innan við 20 ára 1 Sjá einnig greinar í Vísbendingu (24. og 28. tbl. 2008) eftir Rögnvald J. Sæmundsson og Eyþór Ívar Jónsson sögu. Kaupþing, Baugur, Bakkavör, Marel, Össur og CCP eru dæmi um sprotafyrirtæki gærdagsins sem eru orðin stórfyrirtæki. Þetta er kraftaverk íslenskrar fyrirtækjasögu. Þau eru ekki aðeins stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða heldur einnig á alþjóðlegan mælikvarða. Það segir einnig sína sögu að lengi vel voru það útflutningsfyrirtæki sjáv- arafurða og ríkisfyrirtæki sem voru stærstu fyrirtæki landsins. Nú eru það fjármála- og verslunarfyrirtæki. Þetta er ekki einungis saga einka- væðingar og auðlindarekstrar, þetta er saga sprotafyrirtækja. Hún verður að teljast ótrúleg í ljósi þess að íslenskar aðstæður voru e.t.v. ekki kjörinn vettvangur til þess að byggja upp sprotafyrirtæki. Efna- hagsaðstæður þar sem vextir, verðbólga og gjaldeyrissveiflur hafa verið um langt skeið hærri og meiri en í nágrannalöndunum. Fjármála- umhverfið var í höftum og mjög takmarkað allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þá varð til hlutabréfamarkaður, fjárfestingabankar, einkafjárfestingabankar og aðgengi að gjaldeyri og erlendu fjármagni varð mögulegt. Áhættufjárfestingamarkaður var ekki til hér á landi fyrr en í lok tíunda áratugarins. Fyrirtækjaumgjörð hins opinbera var ekki góð, ríkisrekstur var stórtækur, skattar háir og regluveldið þungt og óskilvirkt. En hugarfarið var sömuleiðis íhaldssamt þar sem stefnumótun snerist um smárekstur, að viðhalda völdum og að halda rekstrinum gangandi. Fjárfestingar Íslendinga erlendis voru litlar og einungis í sjávarútvegi allt fram á þessa öld. Það verður því að segjast að árangur hinna íslensku sprotafyrirtækja er undraverður. Fjármagnsmarkaðurinn Ýmislegt hefur breyst til hins betra fyrir sprotafyrirtæki. Fyrirtækja- skattar voru lækkaðir niður í 18% og fjármálakerfið var einkavætt. Skilningur á mikilvægi sprotafyrirtækja varð almennari á nýrri öld SPROTALANDIÐ ÍSLAND Áhættufjármagnsumhverfið á Íslandi Með tilkomu hins nýja fjárfestingasjóðs Frumtaks hafa opnast möguleikar fyrir fyrirtæki að fjármagna sig á vaxtarstigum. Hugmyndir eru um að viðskiptaenglar gætu komið inn á fyrri stigum og jafnvel unnið með Rannís og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.