Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 106

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Kvikmyndir um málið. En það fór á annan veg og það sem hreif mig einna mest var að í raun er verið að segja tvær sögur. Segja má að annars vegar sé fjallað um þrotlausa leit Christine Coll- ins að syni sínum og þeim raunum sem hún lendir í. Hins vegar er áhersla lögð á spillingu innan lögreglunnar í Los Angeles og hvernig embættismenn reyndu að dreifa fréttum um að raðmorðingi gengi laus, en talið er að Walter Collins hafi verið einn af um tuttugu krökkum sem Gordon Northcott rændi og drap.“ Örlagasaga sem lá í dvala Miðað við hvað sagan í Changeling er drama- tísk og örlagarík þá er ótrúlegt að skyldu vera skrifaðar bækur eða blaðagreinar um málið. Það var fyrir algjöra tilviljun að handrit- shöfundurinn, J. Michael Straczynski heyrði um málið, en vinur hans sem vinnur á Los Angeles Times hafði verið að safna saman upplýsingum úr blaðinu um ýmis gömul mál til að setja þau inn á tölvu. Fannst honum saga Christine Collins mjög merkileg og furðaði sig á að ekkert skyldi hafa verið fjallað um hana í bók eða blöðum. Hann nefndi það við Straczynski sem hreifst af sögunni og ákvað að skrifa kvikmyndahandrit. Þegar Clint Eastwood hafði tekið ákvörðun um að kvikmynda Changeling tók hann sig til og las skýrslu lækna á geðveikrahælinu þar sem Christine Collins var vistuð. Í henni kemur berlega í ljós að það fór í taugarnar á lögreglunni að kona reyndi að standa upp í hárinu á þeim. Lögregluforinginn sem sendi hana í geðrannsókn segir á einum stað: „Það Changeling – Ný kvikmynd frá Clint Eastwood sem byggð er á sannsögulegum atburðum sem gerðust fyrir áttatíu árum Barnsrán, spillt lögregla og móðir sem neitar að gefast upp tExtI: hiLmar KarLsson Lögreglan telur sig hafa fundið son Christine (Angelina Jolie), en hún sér strax að um annan dreng er að ræða. Changeling er 29. kvikmyndin sem Clint Eastwood leikstýrir og hann bregst ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri dag- inn. Changeling var forsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í maí og fékk mjög góðar viðtökur. Búist er við að hún verði ofarlega á blaði þegar kemur að tilnefningum til óskarsverðlauna, en til að myndin verði heit í umræðunni um óskarsverðlaunin verður hún ekki tekin til almennra sýninga fyrr en 31. október. Changeling er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í Los Angeles. Morgun einn árið 1928 kveður Christine Collins, verkakona og einstæð móðir, níu ára son sinn, Walter, og heldur til vinnu. Þegar hún kemur aftur heim er sonurinn horfinn. Collins leitar að syni sínum í nokkra mánuði án árangurs og er ýtin við lögregluna að halda áfram leitinni. Þegar lögreglan hefur fengið nóg af henni framvísar hún flækingsdreng og segir hann vera son hennar. Collins sér strax að um leikaraskap er að ræða hjá lögreglunni til að losna við hana og skilar drengnum daginn eftir. Þessi afstaða hennar hleypir illu blóði í lögregluna og gerir það að verkum að Collins er látin sæta geðrannsókn og í fram- haldi send til vistar á geðveikrahæli. Clint Eastwood segir í viðtali að hann hafi lesið handritið fyrst á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna: „Í fyrstu hélt ég að mér myndi ekki líka handritið enda aldrei heyrt Clint Eastwood og Angelina Jolie á góðri stund á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor þar sem Changeling var forsýnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.