Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 47
setið fyrir svörum
„Því miður hafa
þær aðgerðir sem
bankarnir hafa staðið
að frekar unnið gegn
þeim fyrirtækjum
sem standa sig og
standa í skilum.“
1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis
verið eftir bankahrunið? Hafi komið til
niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyrir-
tæki þitt í hann og hver voru fyrstu
þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum?
Hjá Skiptum og dótturfélögunum vorum við
byrjuð á aðhaldsaðgerðum strax í ársbyrjun
2008. Starfsfólki hefur verið fækkað, þó án
þess að til viðamikilla uppsagna hafi komið.
Um haustið 2008 óskuðum við eftir því að
starfsmenn með yfir 350 þúsund krónur í
mánaðarlaun tækju á sig 10% launalækkun.
Þátttakan var frábær og starfsfólk hefur sýnt
mikla samstöðu í öllum aðgerðum.
2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyrir-
tæki kvarti almennt undan viðmóti
bankanna? Og yfir hverju er helst
kvartað?
Það er mikið rætt um þjónustu bankanna
meðal forsvarsmanna fyrirtækja og yfirleitt
er vandamálið það sama; skortur á umboði
og kjark til þess að taka ákvarðanir og klára
mál.
3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu
ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa
þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn?
Því miður hafa þær aðgerðir sem bank-
arnir hafa staðið að frekar unnið gegn þeim
fyrirtækjum sem standa sig og standa í
skilum, líkt og Skiptum. Við sjáum hvarvetna
að skuldir eru afskrifaðar og fyrirtækin halda
svo áfram líkt og ekkert hafi í skorist, sam-
anber Vodafone. Samkeppnissjónarmiðin
verða að vega þyngra þegar slíkar ákvarðanir
eru teknar.
4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs
betri eða verri en þú áttir von á?
Heldur þú að árið 2010 verði betra eða
verra en 2009?
Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög í takt við
það sem við áttum von á. Reyndar hækkaði
EBITDA lítillega frá fyrra ári sem við erum
mjög stolt af. Ég tel að árið 2010 verði
áfram erfitt og við sjáum áframhaldandi
samdrátt í einkaneyslu.
5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð
og vantrausti á meðal erlendra
viðskiptavina og birgja?
Viðskiptasamband við okkar mikilvægustu
birgja er í flestum tilfellum byggt á áratuga
viðskiptum og þar ríkir mikið traust milli
fyrirtækja og einstaklinga. Raunar hafa
okkar birgjar sýnt ástandinu í gengismálum
mikinn skilning. Margir hafa lýst því yfir að
þeir horfi á langtímahagsmunina og muni
taka þátt í því með okkur að komast í
gegnum þennan brimskafl.
6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í
íslensku viðskiptalífi?
Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst,
sem og upplýsingar úr rekstri?
Já.
7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn-
völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá
bankahruninu?
Að halda samfélaginu á hreyfingu og líta til
reynslu annarra landa við lausn vandans.
Við erum ekki eina landið sem glímir við
kreppu. Stjórnvöld eiga að leggja ofurkapp á
að halda gangvirki atvinnulífsins á hreyfingu.
Aðgerðir eiga að vera hvetjandi, ekki
letjandi.
Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri skipta
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta.
afskriftir skulda vinna
gegn fyrirtækjum í skilum