Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 21
kynningarherferð með þessa þjónustu okkar
sem skapar fyrirtækinu einstakt tækifæri til
að festa sig í sessi sem framúrskarandi þjón-
ustufyrirtæki.“
Mikið úrval ráðstefnusala
Iceland Travel ráðstefnudeild leggur áherslu á
að nú sé lag að taka ráðstefnur heim, þar sem
nú er hagkvæmt fyrir útlendinga að koma
til landsins. Slíkt skapar tækifæri til að halda
ráðstefnur hér á landi í meira mæli í stað þess
að vera með þær erlendis. Hvað varðar ráð-
stefnu- og fundarsali hér heima þá er mikið
úrval af þeim. „Úr nógu er að moða í þeim efnum,“ segir Björk
Bjarkadóttir, verkefnastjóri ráðstefnudeildar Iceland Travel. „Við
bjóðum allar stærðir og þegar ráðstefnuhúsið verður komið í notkun,
sem áætlað er að verði í maí 2011, þá verða möguleikarnir enn meiri
og glæsilegri og erum við þegar farin að líta til þess.“
„Iceland Travel hefur séð um og tengst mörgum stórum við-
burðum,“ segir Dagmar Haraldsdóttir, verkefnastjóri hjá ráðstefnu-
deild. „Til dæmis létum við byggja 1100 fermetra hús í Bláfjöllum í
fyrrahaust þegar ný kynslóð af VW Golf var kynnt. Þá tókum við á
móti yfir 1000 blaðamönnum sem komu frá ýmsum löndum.“
Að sögn Báru eru verkefnin næg: „Við höfum þó orðið vör við
breytt landslag og verið er að skipuleggja ráðstefnur og fundi með
styttri fyrirvara en áður. Það gefur auga
leið að enn er þörf fyrir fundarhöld. Þessi
markaður á aðeins eftir að stækka og við
tökum að okkur öll verkefni á þessu sviði.
Við höfum skapað okkur traust sem sýnir
sig í því að við fáum sömu viðskiptavini til
okkar aftur og aftur. Nú þegar við höfum
bætt þjónustuna enn frekar er enginn vafi
á því í okkar huga að nýir viðskiptavinir
munu finna þörf fyrir að nýta sér reynslu og
sérþekkingu okkar.“
Jónbjörg Þórsdóttir, Tinna Ýrr Arnardóttir, Bára Jóhannsdóttir (sitjandi), Björk Bjarkadóttir, Soffía Rut Þórisdóttir, Soffía Helgadóttir (sitjandi)
og Dagmar Haraldsdóttir, skipuleggja fundi og ráðstefnur fyrir fyrirtæki með heildarlausn að leiðarljósi.
Með tilkomu VITA Viðskiptalífs
getur Iceland Travel, fyrst
fyrirtækja á Íslandi, boðið upp
á alhliða heildarlausn fyrir
fyrirtæki, hvort sem um er
að ræða skipulagningu ferða,
ráðstefna, funda eða viðburða
á Íslandi eða erlendis.
www.icelandtravel.is www.vita.is
conferences@icelandtravel.is vidskipti@vita.is
Skútuvogi 13a • 104 Reykjavík
sími: 585-4300 • fax: 585-4390