Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 142
142 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
kvikmyndir
Nine er byggt á söngleik sem gerður er eftir leikriti
sem samið var upp úr kvikmynd Federico Fellinis,
8½, þar sem meistarinn gerir að hluta til upp líf sitt
Kvikmynda-
leikstjóri
á hálum ís
TExTI:
hilmar karlsson
Söngleikurinn Nine, sem frumsýndur var á Broadway 1982, naut gíf-urlegra vinsælda og var sýndur rúmlega sjö hundruð sinnum. Nine fékk fimm Tony-verðlaun sem eru þau eftirsóttustu í bandarísku
leikhúsi, þar á meðal sem besti söngleikurinn. Höfundar hans eru Maury
Yeston og Arthur Copit og byggðu þeir söngleikinn á ítölsku leikriti eftir
Mario Fratti en hann sótti innblástur í kvikmynd Federico Fellinis, 8½.
Í mörg ár hafði söngleikurinn verið á dagskrá í Hollywood en það var
ekki fyrr en Rob Marshall, sem leikstýrði óskarsverðlaunamyndinni
Chicago, fékk áhuga á að leikstýra Nine að hjólin fóru að snúast og hafist
var handa við gerð myndarinnar fyrir um ári síðan.
Þegar fréttist að Daniel Day-Lewis, sem hafði fengið óskarsverð-
launin fyrir leik sinn í There Will Be Blood, myndi leika aðalhluterkið,
leikstjórinn yrði Guido Contini og að Marion Cotillard, sem einnig
fékk óskarsverðlaunin í fyrra hlutverk Edit Piaf í La Môme (La Vie
en Rose), myndi leika eiginkonu hans fór að gæta mikillar eftirvænt-
ingar. Ekki minnkaði hún þegar aðrar mótleikkonur Day-Lewis voru
nefndar en þær eru Nicole Kidman, Penelope Cruz, Kate Hudson,
Judi Dench, Sophia Loren og poppstjarnan Fergie.
Stórstjörnur syngja og dansa
Nine fjallar um heimsfrægan kvikmyndaleikstjóra (Daniel Day-Lewis)
sem á í miklum vandræðum með kvikmynd
sem hann er að fara að gera. Hann þjáist af
hugmyndaskorti og ekki bætir það ástandið
að eiginkona hans (Marion Cotiard) til tutt-
ugu ára hótar að yfirgefa hann. Hann leiðir
hugann að konunum í lífi sínu, hjákonunni
(Penelope Cruz), kvikmyndastjörnu sem
hann skapaði (Nicole Kidman), móður sinni
(Sophia Loren), ungri bandarískri blaða-
konu (Kate Hudson), gleðikonu sem hann
kynntist í æsku (Fergie) og búningahönn-
uði, þeirri konu sem hann léttir á samvisku
sinni við (Judi Dench). Allar þessar konur
róta upp í huga hans á einn og annan hátt
og gera honum erfitt fyrir að koma sér að verki. Samskiptin við kon-
urnar eiga sér stað í huga Guidos og í nútíð og oftar en ekki í dans- og
söng. Miðað við fyrri afrek Rob Marshalls á þessu sviði má búast við
frábærum atriðum, svo framarlega að allar stórstjörnurnar standi sig
í stykkinu.
Við vitum að Nicole Kidman getur sungið og dansað, það sýndi
hún í Moulin Rouge, Penelope Cruz hefur látið hafa eftir sér að hún
hafi verið himinlifandi þegar hún fékk hlutverk í Nine þar sem hún
loks getur sýnt hvað í henni býr sem dansari. Fergie á sjálfsagt ekki
í miklum erfiðleikum með danssporin, alvön á sviði. Þá er spurn-
ingin hvort Kate Hudson búi yfir leyndum hæfileikum. Svo er það
að sjálfsögðu Daniel Day-Lewis, gæði myndarinnar munu felast að
mörgu leyti á frammistöðu hans. Hann hefur ekki, svo vitað sé, áður
sýnt hæfileika sína í dansi og söng en á það ber að líta að fáir leikarar
koma jafn vel undirbúnir í hlutverk eins og hann. Engin ástæða er því
til að örvænta um frammistöðu hans og kæmi ekki á óvart þó að hann
fengi óskarstilnefningu fyrir leik sinn í myndinni.
Rob Marshall
Nine er þriðja kvikmyndin sem Rob Marshall leikstýrir. Chicago
(2003) gerði það gott. Auk þess sem hún fékk óskarinn sem besta
kvikmynd þá fékk Marshall tilnefningu
sem besti leikstjóri. Næsta kvikmynd hans,
Memoirs of a Geisha (2005), var gerð eftir
frægri skáldsögu Arthurs Golden. Lengi vel
var í spilunum að Steven Spielberg myndi
leikstýra henni. Memoirs of a Geisha fékk
yfirleitt góða dóma hjá gagnrýnendum en
aðsókn var langt frá því sem búist hafði
verið við. Hún var tilnefnd til sex óskars-
verðlauna og fékk þrenn, meðal annars fyrir
bestu kvikmyndatökuna.
Í Nine má segja að Marshall sé aftur
kominn á heimaslóðir en bakgrunnur hans
liggur í kóreógrafíu og leikstjórn á Broad-
Daniel Day-Lewis og Kate Hudson í hlutverkum
sínum í Nine.