Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
300 stærstu
„Nú þarf að nýta auðlindir
landsins eins og hægt
er og sem fyrst. Það má
ekkert hik vera í að koma
virkjanaframkvæmdum og
orkufrekum iðnaði af stað.“
1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis
verið eftir bankahrunið? Hafi komið til
niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyr-
irtæki þitt í hann og hver voru fyrstu
þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum?
Við höfum farið í niðurskurð og kostnaðar-
aðhald eins og hægt hefur verið og vorum
reyndar byrjuð að gera ráðstafanir seinni
hluta árs 2007. Einnig hafa allar fjárfest-
ingar verið settar á ís og við reynt að lækka
veltufjármuni, svo sem birgðir, eins mikið og
mögulegt er.
2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyr-
irtæki kvarti almennt undan viðmóti
bankanna? Og yfir hverju er helst
kvartað?
Langt ákvörðunarferli hefur einkennt sam-
skipti við bankana undanfarið ár, en starfs-
fólk bankanna er vafalaust að reyna að gera
sitt besta í erfiðu umhverfi.
3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu
ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa
þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn?
Nei, síður en svo. Nú er okkar aðalvið-
skiptabanki orðinn okkar helsti keppinautur
eftir að ríkið (Landsbankinn) yfirtók
Húsasmiðjuna. Við höfum getað staðið í
skilum, en nú óttumst við að það sé verið
að skekkja samkeppnisgrundvöllinn verulega
okkur í óhag.
4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs
betri eða verri en þú áttir von á?
Heldur þú að árið 2010 verði betra eða
verra en 2009?
Starfsemi okkar á Íslandi var erfiðari en við
áttum von á fyrstu sex mánuði þessa árs,
en erlendis hefur ástandið verið heldur betra
en búist var við. Næsta ár verður örugglega
mjög erfitt á Íslandi.
5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og
vantrausti á meðal erlendra viðskipta-
vina og birgja?
Því miður hafa margir erlendir birgjar, jafnvel
þeir sem við höfum átt farsæl viðskipti við
í áratugi, stytt greiðslufresti eða farið fram
á fyrirframgreiðslur. Einnig hafa viðskipta-
bankar okkar fyrirtækja erlendis verið mjög
tortryggnir, sérstaklega fyrstu mánuðina eftir
hrun. Það hefur farið mikil vinna í það hjá
okkur að koma þeim samskiptum í betra
horf.
6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í
íslensku viðskiptalífi?
Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst
sem og upplýsingar úr rekstri?
Mér finnst sjálfsagt að eignarhald fyrirtækja
liggi fyrir opinberlega. Hins vegar verður að
huga að samkeppnisaðstæðum varðandi
rekstrarupplýsingar. Það fyrirkomulag sem
nú er, þar sem fyrirtæki verða að skila inn
reikningum sínum árlega, er nægjanlegt að
mínu mati.
7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn-
völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá
bankahruninu?
Nú þarf að nýta auðlindir landsins eins og
hægt er og sem fyrst. Það má ekkert hik
vera í að koma virkjanaframkvæmdum og
orkufrekum iðnaði af stað.
Jón Helgi guðmundsson,
forstjóri Norvikur
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur.
nýta auðlindir
landsins til fulls