Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
300 stærstu
1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis
verið eftir bankahrunið? Hafi komið til
niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyr-
irtæki þitt í hann og hver voru fyrstu
þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum?
Iceland Express er lággjaldafélag og allur
rekstur tekur mið af því. Við höfum ekki
verið með mikla yfirbyggingu og allar okkar
ákvarðanir hafa verið og eru teknar að vel
yfirlögðu ráði. Okkar félag hefur gengið vel,
enda aldrei fleiri erlendir ferðamenn sótt
landið heim en á þessu ári sem liðið er.
2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyr-
irtæki kvarti almennt undan viðmóti
bankanna? Og yfir hverju er helst
kvartað?
Auðvitað heyrir maður ýmislegt og þá helst
hversu erfitt sé að fá svör/viðbrögð við fyr-
irspurnum og hversu langan tíma það taki.
Raunar hefur tekið alltof langan tíma að
koma bankakerfinu í gang á ný eftir hrun og
það er enn talsvert langt í land.
3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu
ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa
þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn?
Sú atvinnugrein sem hefur spjarað
sig hvað best í umrótinu undanfarna
mánuði er ferðaþjónustan. Gildi hennar
hefur aldrei komið betur í ljós en einmitt
núna í mótlætinu. Stjórnvöld þurfa hins
vegar að styðja mun betur við bakið á
ferðaþjónustunni því þar er hægt að gera
svo miklu betur.
4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs
betri eða verri en þú áttir von á?
Heldur þú að árið 2010 verði betra eða
verra en 2009?
Gengið virkar í báðar áttir. Það er hagstætt
fyrir erlenda ferðamenn að koma hingað til
lands og þar eru sóknarfæri fyrir fyrirtæki
eins og okkar – þótt það slái auðvitað á
getu Íslendinga til að ferðast um heiminn
um tíma. Það má því segja, að fyrstu sex
mánuðir þessa árs hafi gengið jafnvel betur
en ég átti von á. Hvort 2010 verði betra eða
verra en 2009? Ég bara vona að það verði
betra, við verðum að fara að koma okkur
upp úr þessum öldudal.
5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð
og vantrausti á meðal erlendra
viðskiptavina og birgja?
Nei, við höfum ekki fundið fyrir því.
6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í
íslensku viðskiptalífi?
Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst,
sem og upplýsingar úr rekstri?
Almennt er ég fylgjandi gagnsæi í íslensku
viðskiptalífi og að eignarhald fyrirtækja sé
öllum ljóst. Samkeppnislega séð geta hins
vegar aldrei allar upplýsingar legið á lausu.
Það er alltaf eitthvað sem fyrirtæki verða að
halda fyrir sig.
7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn-
völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá
bankahruninu?
Að horfa fram á veginn. Það sem er liðið er
liðið, við megum ekki festa okkur í fortíðinni,
nú er það uppbyggileg umræða og framtíðin
sem skiptir öllu máli.
„Við megum ekki festa
okkur í fortíðinni, nú
er það uppbyggileg
umræða og framtíðin
sem skiptir öllu máli.“
matthías imsland,
framkvæmdastjóri iceland express
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.
Orkusalan selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana á öllu landinu. Það er auðvelt
að skipta yfir til okkar með einu símtali í 422 1000 eða með því að skrá sig á orkusalan.is
Settu þig í samband við Orkusöluna og skiptu yfir í nýtt og ferskt rafmagn.
Orkusalan | 422 1000 | Bíldshöfða 9 | 110 Reykjavík
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
megum ekki
festast um
of í fortíðinni