Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 136

Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 N æ R M Y N d A F K R I S T Í N u I N G ó L F S d ó T T u R í átta háskólum á Norðurlöndunum sem eru í hópi 100 bestu, og með fjárhagslegum stuðningi stjórnvalda töldum við raunhæft að geta komist í þeirra hóp. Stjórnvöld studdu stefnu Háskóla Íslands og gerðu við okkur afkastatengdan samning til að geta framfylgt stefnunni. Eftir efnahagshrunið hefur ekki verið hægt að standa við samninginn af hálfu ríkisvaldsins og er það okkur mikið áfall. Við höfum náð þeim áfangamarkmiðum sem sett voru í samningnum og næsta skref í vinnunni átti að grundvallast á viðbót- arfjárframlögum. Við munum engu að síður halda fast við stefnumið okkar og skoða með hvaða hætti við getum unnið okkur áfram við þessar erfiðu kringumstæður. Nemendum við Háskólann hefur fjölgað mikið í kjölfar kreppunnar samhliða miklum fjárhagslegum niðurskurði á árinu 2009, auk þess sem við horfum fram á mikinn nið- urskurð á næsta ári. Samkvæmt lögum ber Háskóla Íslands að taka inn alla stúdenta sem hafa til þess réttindi nema í þeim greinum þar sem eru fjöldatakmarkanir. Sem stendur erum við að skoða hvort þetta sé skynsamleg stefna til framtíðar eða hvort við verðum að taka upp einhvers konar aðgangstakmark- anir. Það er alveg ljóst að ekki gengur til lengdar að fjölga nemendum á sama tíma og fjármagn til skólans er skorið niður. Gæði námsins eru það sem skipta mestu í dag, bæði vegna einstaklinganna sem það stunda og þeirra væntinga sem samfélagið gerir og á að gera til náms við Háskóla Íslands. Hluti af stefnu háskólans er að auka sam- starf við erlenda háskóla og gefa stúdentum tækifæri á að taka hluta af sínu námi erlendis án þess að borga skólagjöld. Þetta hefur tek- ist. Við höfum gert slíka samninga við marga af bestu háskólum í heimi og þannig höfum við í raun stækkað íslenska menntakerfið með mjög hagkvæmum hætti,“ segir Kristín. Hefur áhuga á ræktun Kristín segir að auk starfsins hafi hún mik- inn áhuga á skógrækt og ræktun almennt. „Ég er alveg sannfærð um að Íslendingar geti ræktað mun meira úti við en þeir hafa gert hingað til. Fjölskyldan á sumarhús og land í Borgarfirði þar sem við erum að rækta skóg og mig langar að gera tilraunir með ræktun matjurta og annarra nytjajurta þegar ég hef meiri tíma. Bóndinn reisti í sumar handa mér gróðurhús við heimili okkar á Seltjarn- arnesi og þar er ég farin að rækta rósir mér til ómældrar ánægju. Ég er líka að byrja í hestamennsku ásamt yngri dótturinni sem eignaðist hest fyrir skömmu. Ég hef áhuga á fallegum söng og hlusta auk þess á fjölbreytta tónlist, klassík, djass og popp, það er helst raftónlist sem ég hef síst gaman af. Það hafa líka fylgt starfinu áhugaverð ferðalög þótt dregið hafi úr þeim undanfarið. Núna í október fer ég til Jap- ans í boði þarlendra stjórnvalda að skoða japanska háskóla og fyrirtæki auk þess sem ég fer á fund rektora evrópskra háskóla í Þýskalandi. Ég hef gaman af því að lesa og skrifa og hef gert talsvert af því um ævina og langar að gera meira af því í framtíðinni,“ segir Kristín. Hefur ekki tekið ákvörðun Rektor Háskóla Íslands er ráðinn til fimm ára í senn og má sitja tvö kjörtímabil. „Ég er ekki búin að gefa upp hvort ég gefi kost á mér til endurkjörs. Ég hef hins vegar brennandi áhuga á að leiða háskólann til áframhaldandi sóknar. Ég er sannfærð um að við eigum einungis að miða við það besta sem í boði er þegar markmið eru sett. Með- almennska í menntamálum dæmir Ísland úr leik. Ég er að meta það núna hvort og með hvaða hætti hægt er að halda vopnum og halda sókninni áfram við þessar erfiðu kring- umstæður í samfélaginu. Rektorsstarfið tekur hugann allan. Þegar því lýkur er margt sem mig langar að gera auk þess að rækta og skrifa. Ég hef lært gríð- arlega mikið í starfi rektors, bæði hvað varðar stjórnun og samskipti við fólk, og ég gæti vel hugsað mér að nýta þá reynslu á öðrum vett- vangi í framtíðinni,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir rektor Háskóla Íslands að lokum. Kristín lauk doktorsnámi frá King´s College, university of London, með lyfjaefnafræði náttúruefna sem sérfag. Kristín situr í stjórn eftirfarandi ráða og nefnda: Formaður háskólaráðs Háskóla • Íslands. Stjórnarmaður í Samtökum nor-• rænna háskóla (NUS). Nefndarmaður í Samtökum evr-• ópskra háskóla (EUA). Formaður stjórnar Hollvinasamtaka • Vatnajökulsþjóðgarðs. Situr í ráðgjafaráði vegna 20/20 • sóknaráætlunar ríkisstjórnarinnar. Situr í dómnefnd vegna • Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins. Kristín hefur hlotið eftirfarandi viðurkenningar: Íslensku fálkaorðuna vegna fram-• lags til menntunar og vísinda 2007. Heiðursverðlaun Mykolas Romeris • háskólans í Vilnius í Litháen vegna framlags til menntunar 2006. Ritstörf: Sem prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands skrifaði Kristín fjöl- margar vísindagreinar um niðurstöður rannsókna sinna og samstarfsmanna. Þá hefur Kristín skrifað greinar fyrir almenning um lyfjatengd efni. Sem rektor hefur Kristín skrifað greinar og flutt erindi um málefni tengd Háskóla Íslands og stjórnun háskóla almennt á Íslandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Indlandi og á næstunni í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.