Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 140
bílar
hátt uPPI
Páll Stefánsson ekur Chevrolet Aveo
í fjallabyggðum Perú.
Af öllum þeim stöðum sem ég hef komið til er umferðin í Líma,
höfuðborg Perú, sú versta. Það mætti halda að það væru 11
milljónir bíla í þessari 11 milljón manna stórborg. Rautt ljós,
hvað er það? Umferðarreglur, hvað er það? Nei, þarna ríkir lög-
mál frumskógarins. Og Chevrolet Aveo, nettur bíll, stóðst prófið.
Nógu snöggur upp til að geta komist í smá glufu, nægilega
nettur til að smokra sér áfram, hægt en örugglega.
Aveo-bíllinn kom á markaðinn fyrir rúmu ári. Hann er sann-
kallaður heimsbíll, framleiddur á átta stöðum; Póllandi, Mexíkó,
Suður-Kóreu, Úkraínu, Kólumbíu, Kína, Víetnam og Tælandi.
Stóra prófið var ekki umferðin í Líma, heldur hélt ég áfram
upp Andesfjöllin í fimm þúsund metra hæð. Á þessari nokkur
hundruð kílómetra leið til La Oroya urðum við ágætis mátar.
Chevrolettinn er hinn fullkomni jafnaðarmaður, það er ekkert
sem kemur á óvart. Krafturinn mætti vera meiri, aksturseig-
inleikarnir eru ágætir, fjöðrunin, ekkert út á hana að setja, stýrið
þokkalegt. Sætin gætu verið betri í langkeyrslu. Mælaborðið, allt
á sínum stað, engu ofaukið. Plastlegt. Plássið er gott miðað við
ekki stærri bíl. Þægilegt farangursrými.
Semsagt, ágætur bíll til að komast frá A til B; hvorki meira
né minna. Á þessari leið til La Oroya, þegar hæsta punkti var
náð, í fimm þúsund metrum, hélt ég að Aveoinn myndi gefa upp
öndina, eins og bílstjórinn, hestöflin 103 voru nær horfin, vegna
súrefnisskorts. Skondið.
TExTI: Páll steFánsson
140 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9