Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 125
H já Promens hafa menn þurft að takast á við ýmsar áskoranir þótt meginhluti rekstrarins fari fram erlendis en tvær af 52
verksmiðjum, Sæplast og Tempra, eru hérlendis, að því er fram
kom í máli Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra Promens. „Aðalmálið er
að takast á við áskoranirnar á hverjum tíma og seiglast í gegnum
þetta,“ sagði hún.
Ragnhildur sagði að ánægjulegt væri að segja frá því að verk-
smiðjurnar á Íslandi gengju mjög vel enda vel reknar. Í Evrópu
hefði samdráttur orðið frá miðju síðasta ári en undanfarin 2–3 ár í
Bandaríkjunum. Promens rekur verksmiðjur í 20 löndum og margar
þeirra í Bandaríkjunum og í Evrópu. Frá september 2008 til hausts
2009 hefur níu verksmiðjum Promens verið lokað og 1500 starfs-
mönnum sagt upp.
Taka meðvitaðar ákvarðanir
„Okkar stærsta áskorun tengist samdrætti
í framleiðslu íhluta í bíla og samdrætti í
efnahagslífi í Evrópu. Ýmsar tölur benda til
að honum sé að ljúka en uppsveiflan sé
frekar hægt. Það er mikilvægt í fyrirtæki eins
og okkar að menn átti sig á hver sé staðan
og taki meðvitaðar ákvarðanir í samræmi
við það. Okkar viðbrögð voru endurskoðun
í rekstri, fækkun starfsfólks og lokun verk-
smiðja en stóra málið er tímasetningin.“
Nú sagði Ragnhildur að gerðar væru áætl-
anir á þriggja mánaða fresti en í fyrrahaust
hefði orðið að endurgera áætlanir á mán-
aðarfresti í bílaiðnaðinum. Hún viðurkenndi
að orðspor Íslands um þetta leyti í fyrra hefði skapað neikvæða
ímynd um félag eins og Promens. „Hrunið varð til þess að það
skapaðist óróleiki en við misstum þó ekki viðskipti. Það skapaðist
neikvæður blær sem hafði áður verið jákvæður, greiðslufrestir stytt-
ust og birgjar fóru jafnvel að biðja um fyrirframgreiðslu.“ Óvissan
um stöðu eigendanna, Atorku og Landsbankans, hafði líka áhrif, þó
kannski ekki á daglegan rekstur.
Hjá Promens hefur verið brugðist við með því að horfa fram á
við og endurskipuleggja reksturinn. „Við höfðum verið að fækka
verksmiðjum um allt og því var komin ákveðin reynsla á það og við
höfðum líka stöðugt verið að meta ástandið. Aðhalds hefur verið
gætt í fjárfestingum og rekstri og mikil áhersla lögð á stýringu lausa-
fjár. Aðalatriðið er að fylgjast vel með umhverfinu og vita hvenær
eigi að grípa til aðgerða. Þetta hefur gengið
mjög vel og byggist kannski á þeirri reynslu
sem fyrir er af því að sameina og loka verk-
smiðjum.“
Afla nýrra viðskipta
Áhersla er nú lögð á vöxt fyrirtækisins,
að afla nýrra viðskipta og halda áfram
nýsköpun, góða stjórnun og að hlúa að
starfsfólkinu. Ragnhildur sagði að gæta yrði
þess að skera ekki í burtu vöruþróunina.
Hún skipti gríðarlega miklu máli og þótt sam-
dráttur sé á einu sviði sé hægt að vaxa á
öðru. „Lykilatriðið er að við séum búin að
koma fyrirtækinu í þá stærð að við getum
siglt í gegnum þessar aðstæður og við erum
orðin betra fyrirtæki eftir lokanir og fækkanir fólks. Hvað gerir maður
svo öðruvísi? Maður verður að vera raunsær og nota seigluna að
komast í gegnum áskoranirnar.“
óLÍKAR NÁLGANIR
STjóRNENdA
Í KREppuNNI Samdráttur
í bílaiðnaði
stærsta áskorun
promens
dýrt að fækka fólki
Reynsla Promens sýnir að kostn-
aðarsamt er að loka verksmiðju og
fækka fólki, til dæmis í Frakklandi.
Uppsagnarfrestur og áunnin réttindi
starfsfólks eru fyrirtækjum dýr og
geta numið 40-50 þúsund evrum
hjá almennum starfsmanni. Þetta
er líka erfitt ferli í Þýskalandi og
Hollandi en í Bandaríkjunum er upp-
sagnarfrestur kannski ekki nema
mánuður.
Ragnhildur Geirsdóttir,
forstjóri Promens
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.