Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 S T j ó R N u N Á mynd 2 má sjá fækkun stöðugilda eftir sviðum, 33% stjórnenda hafa fækkað stöðugildum á sviði innkaupa og vörustjórnunar og svo framvegis. HVAR FæKKAÐ FóLKI? (Á hvaða sviðum í fyrirtækjunum) Mynd 2. Samanburður á hvort stöðugildum hafi verið fækkað eftir sviðum. Stjórnendur eru flestir öruggir um að áætlanagerð þeirra standist eins og sjá má á mynd 3, en það kemur á óvart vegna óstöðugs efnahags- ástands í dag. Tæp 20% stjórnenda eru þó óöruggir með áætlanagerð sína og er það líka athyglisvert að sjá. STENST ÁæTLANAGERÐIN Mynd 3. Niðurstöður um hversu öruggir/óöruggir þátttakendur eru um að áætlanir fyrirtækja þeirra standist. Athygli vekur að tæpur helmingur stjórnenda hefur ekki reynt að endurskoða samninga við lánardrottna og svo virðist sem stjórnendur séu almennt ánægðir með samskipti sín við þá eins og sjá má á mynd 4. Flest fyrirtækjanna hafa ennfremur hert á innheimtuaðgerðum sínum. ÁNæGÐIR MEÐ LÁNAdRoTTNA? Mynd 4. Niðurstöður um hversu ánægðir/ óánægðir þátttakendur eru með samskipti við lánardrottna. Varðandi stjórnendurna sjálfa þá hafa í fæstum tilvikum orðið breyt- ingar á yfirstjórn fyrirtækjanna og stöðugildum millistjórnenda hefur ekki verið breytt að ráði. Áhugavert er að skoða laun stjórnendanna en í flestum tilvikum hafa þau ekki breyst síðan í október 2008. Af þeim sem hafa breytt launum, eða rúmlega þriðjungur, eru nokkrir sem hafa hækkað laun stjórnenda en í flestum tilvikum hafa þau þó verið lækkuð. Leiða má líkum að því að í þeim tilvikum sem laun hafa verið hækkuð gæti það stafað af því að stjórnendur beri aukna ábyrgð vegna fækkunar stöðugilda eða aukinna verkefna. Fyrirtæki hafa fækkað birgjum og greiðslufrestur hefur verið end- urskoðaður bæði af hálfu fyrirtækjanna og birgja þeirra. Stjórnendur segja líka að meira aðhald sé í innkaupum til að lágmarka fjárbind- ingu, að reynt hafi verið að auka veltuhraða birgða, að samstarf við lykilbirgja hafi verið aukið og að algengt sé að greiðslufrestur hjá birgjum hafi verið felldur niður. Þegar kemur að framleiðslu vöru og þjónustu hafa stjórnendur gripið til ýmissa aðgerða. Til að mynda svarar um helmingur þeirra að gæðastjórnun fyrirtækjanna hafi verið aukin. Einnig hafa stjórnendur tekið samsetningu vöru- og þjónustuframboðs til endurskoðunar. Athyglisvert er að meirihluti fyrirtækjanna hefur endurskoðað álagningu vöru og þjónustu og er mikill meirihluti þeirra að velta yfir 50% gengis- og verðlagsbreytinga út í verð til viðskiptavina eins og sjá má á myndum 5 og 6. Af þessu má draga þá ályktun að fyrirtæki séu að hækka verð en lækka álagningu sem þýðir minni hagnað. VERÐLAGNING VÖRu, HæKKuÐ EÐA LæKKuÐ? Mynd 5. Niðurstöður um hvort áherslur hafi breyst varðandi verð- lagningu vöru og/eða þjónustu, og þá hvort álagning hafi verið hækkuð eða lækkuð. GENGIS- oG VERÐLAGSBREYTINGuM VELT ÚT Í VERÐ? Mynd 6. Niðurstöður um hvort fyrirtæki hafi velt gengis- og verð- lagsbreytingum út í verð til viðskiptavina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.