Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
S T j ó R N u N
Á mynd 2 má sjá fækkun stöðugilda eftir sviðum, 33% stjórnenda
hafa fækkað stöðugildum á sviði innkaupa og vörustjórnunar og svo
framvegis.
HVAR FæKKAÐ FóLKI?
(Á hvaða sviðum í fyrirtækjunum)
Mynd 2. Samanburður á hvort stöðugildum hafi verið fækkað eftir
sviðum.
Stjórnendur eru flestir öruggir um að áætlanagerð þeirra standist eins
og sjá má á mynd 3, en það kemur á óvart vegna óstöðugs efnahags-
ástands í dag. Tæp 20% stjórnenda eru þó óöruggir með áætlanagerð
sína og er það líka athyglisvert að sjá.
STENST ÁæTLANAGERÐIN
Mynd 3. Niðurstöður um hversu öruggir/óöruggir þátttakendur eru
um að áætlanir fyrirtækja þeirra standist.
Athygli vekur að tæpur helmingur stjórnenda hefur ekki reynt að
endurskoða samninga við lánardrottna og svo virðist sem stjórnendur
séu almennt ánægðir með samskipti sín við þá eins og sjá má á mynd
4. Flest fyrirtækjanna hafa ennfremur hert á innheimtuaðgerðum
sínum.
ÁNæGÐIR MEÐ LÁNAdRoTTNA?
Mynd 4. Niðurstöður um hversu ánægðir/ óánægðir þátttakendur
eru með samskipti við lánardrottna.
Varðandi stjórnendurna sjálfa þá hafa í fæstum tilvikum orðið breyt-
ingar á yfirstjórn fyrirtækjanna og stöðugildum millistjórnenda hefur
ekki verið breytt að ráði.
Áhugavert er að skoða laun stjórnendanna en í flestum tilvikum
hafa þau ekki breyst síðan í október 2008. Af þeim sem hafa breytt
launum, eða rúmlega þriðjungur, eru nokkrir sem hafa hækkað laun
stjórnenda en í flestum tilvikum hafa þau þó verið lækkuð. Leiða má
líkum að því að í þeim tilvikum sem laun hafa verið hækkuð gæti
það stafað af því að stjórnendur beri aukna ábyrgð vegna fækkunar
stöðugilda eða aukinna verkefna.
Fyrirtæki hafa fækkað birgjum og greiðslufrestur hefur verið end-
urskoðaður bæði af hálfu fyrirtækjanna og birgja þeirra. Stjórnendur
segja líka að meira aðhald sé í innkaupum til að lágmarka fjárbind-
ingu, að reynt hafi verið að auka veltuhraða birgða, að samstarf við
lykilbirgja hafi verið aukið og að algengt sé að greiðslufrestur hjá
birgjum hafi verið felldur niður.
Þegar kemur að framleiðslu vöru og þjónustu hafa stjórnendur
gripið til ýmissa aðgerða. Til að mynda svarar um helmingur þeirra að
gæðastjórnun fyrirtækjanna hafi verið aukin. Einnig hafa stjórnendur
tekið samsetningu vöru- og þjónustuframboðs til endurskoðunar.
Athyglisvert er að meirihluti fyrirtækjanna hefur endurskoðað
álagningu vöru og þjónustu og er mikill meirihluti þeirra að velta yfir
50% gengis- og verðlagsbreytinga út í verð til viðskiptavina eins og sjá
má á myndum 5 og 6. Af þessu má draga þá ályktun að fyrirtæki séu
að hækka verð en lækka álagningu sem þýðir minni hagnað.
VERÐLAGNING VÖRu, HæKKuÐ EÐA LæKKuÐ?
Mynd 5. Niðurstöður um hvort áherslur hafi breyst varðandi verð-
lagningu vöru og/eða þjónustu, og þá hvort álagning hafi verið
hækkuð eða lækkuð.
GENGIS- oG VERÐLAGSBREYTINGuM VELT ÚT Í VERÐ?
Mynd 6. Niðurstöður um hvort fyrirtæki hafi velt gengis- og verð-
lagsbreytingum út í verð til viðskiptavina.