Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 145

Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 145
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 145 orkusalan framleiðir og selur rafmagn fyrir almennan raforkumarkað á Íslandi og er einn stærsti söluaðili rafmagns á þeim markaði. Þá á Orkusalan fimm virkjanir víðsvegar um landið. Stefna Orkusölunnar er að bæta lífskjör almennings með því að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku þar sem byggt er á einfaldri þjónustu, hagstæðum verðum og jákvæðri þjónustuupplifun. „Orkusalan er ungt fyrirtæki sem stofnað var árið 2006 gagngert í þeim tilgangi að starfa á nýjum samkeppnismarkaði með raforku. Fyrst um sinn var helsta verkefnið að fóta sig á nýjum og óþroskuðum markaði með þau markmið að stilla rekstrarforsendur af miðað við framtíðarvæntingar eigenda. Því markmiði náðum við fyrr á árinu og horfum því nú í auknum mæli til markaðsmálanna þar sem raforkunotendum hafa verið send skilaboð um frelsi þeirra á raforkumarkaði. En nú geta allir átt viðskipti við Orkusöluna óháð því hvar á landinu þeir eru staðsettir.“ Magnús er kvæntur Önnu Rún Frímanns- dóttur, íslensku- og fjölmiðlafræðingi, sem starfar sem sjónvarpsþula og sminka hjá RÚV og eiga þau tvö börn. „Við Anna Rún kynntumst á menntaskólaárunum og fylgdumst svo að í gegnum Háskólann þar sem við útskrifuðumst með árs millibili. Við höfum alltaf verið mjög samrýmd og samstiga enda er það nauðsynlegt ef halda skal góðu jafnvægi milli vinnu og einka- lífs. Vinnutími okkar, eins og hann er í dag, fer reyndar ekki alltaf saman en við bætum það upp með skemmtilegum fjöl- skyldustundum.“ Magnús útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000. „Lokaritgerð mín í tölvunarfræðinni fjallaði ítarlega um hinn svokallaða 2000-vanda í tölvukerfum heimsins. Ég hóf ritgerðarsmíðina um mitt ár 1999 til að vera vel undirbúinn undir þau vandamál sem kæmu upp í tölvukerfum þegar árið 2000 gengi í garð. Stór þáttur ritgerð- arinnar var að bíða eftir þeim vandamálum sem upp kæmu og bíð ég enn! 2000-vand- inn svokallaði er sennilega eitt ofmetnasta vandamál sem við höfum glímt við.“ Í sumar útskrifaðist Magnús með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. „Fljótlega eftir grunnnámið fór ég að velta fyrir mér frekari menntun á sviði stjórnunar og viðskipta. Árið 2007 lét ég verða af því að skrá mig í MBA-nám hjá Háskóla Íslands. Er námið ein besta fjár- festing sem ég hef lagt í og skilur það eftir djúpstæða þekkingu og tengsl við góðan og breiðan hóp framsækinna einstaklinga.“ Helstu áhugamál Magnúsar tengjast íþróttum, ferðalögum og fjölskyldu. „Í seinni tíð hefur eigin íþróttaiðkun dvínað aðeins vegna náms og vinnu. Þó hefur golfáhugi verið að gera vart við sig en konan mín gaf mér þetta fína golfsett fyrir nokkru í afmælisgjöf. Strákurinn minn hefur einnig farið á golfnámskeið svo það er svona framtíð- ardraumur að þetta verði einhvers konar fjöl- skyldusport hjá okkur. Á veturna er svo rykið dustað af skíðunum en ég stundaði þá íþrótt af kappi sem barn og unglingur, þjálfaði til að mynda börn hjá Breiðabliki meðan ég var í menntaskóla. Þegar tækifæri gefast er vinsælt að halda til Ísafjarðar á skíði þar sem ég ólst upp og foreldrar mínir búa. Bæði börnin eru orðin verulega fær á skíðunum og finnst fátt skemmtilegra en að bruna niður brekkurnar. Það verður því mikil pressa á okkur hjón- unum að ákveða hvert skuli halda í næsta fjölskyldufríi því ferð til Ísafjarðar jafnast á við utanlandsferð hjá börnunum. Þá höfum við hjónin sett stefnuna á stutta ferð til Boston í nóvember þar sem afslöppun og rólegheit verða efst á baugi.“ Magnús Kristjánsson: „Þegar tækifæri gefast er vinsælt að halda til Ísafjarðar á skíði þar sem ég ólst upp og for- eldrar mínir búa.“ framkvæmdastjóri Orkusölunnar MAGNÚS KRISTJÁNSSON Nafn: Magnús Kristjánsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 7. jan- úar 1975 Foreldrar: Kristján Haraldsson og Halldóra S. Magnúsdóttir Maki: Anna Rún Frímannsdóttir Börn: Daníel Hugi, 8 ára, og Birta Dís 4 ára Menntun: BS í tölvunarfræði og MBA-gráða frá Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.