Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 145
Fólk
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 145
orkusalan framleiðir og selur rafmagn fyrir almennan raforkumarkað á Íslandi og er einn stærsti söluaðili
rafmagns á þeim markaði. Þá á Orkusalan
fimm virkjanir víðsvegar um landið. Stefna
Orkusölunnar er að bæta lífskjör almennings
með því að skapa nýja möguleika í framleiðslu
og sölu á endurnýjanlegri orku þar sem byggt
er á einfaldri þjónustu, hagstæðum verðum og
jákvæðri þjónustuupplifun.
„Orkusalan er ungt fyrirtæki sem stofnað
var árið 2006 gagngert í þeim tilgangi að
starfa á nýjum samkeppnismarkaði með
raforku. Fyrst um sinn var helsta verkefnið
að fóta sig á nýjum og óþroskuðum markaði
með þau markmið að stilla rekstrarforsendur
af miðað við framtíðarvæntingar eigenda. Því
markmiði náðum við fyrr á árinu og horfum
því nú í auknum mæli til markaðsmálanna
þar sem raforkunotendum hafa verið send
skilaboð um frelsi þeirra á raforkumarkaði. En
nú geta allir átt viðskipti við Orkusöluna óháð
því hvar á landinu þeir eru staðsettir.“
Magnús er kvæntur Önnu Rún Frímanns-
dóttur, íslensku- og fjölmiðlafræðingi, sem
starfar sem sjónvarpsþula og sminka hjá
RÚV og eiga þau tvö börn. „Við Anna
Rún kynntumst á menntaskólaárunum og
fylgdumst svo að í gegnum Háskólann þar
sem við útskrifuðumst með árs millibili.
Við höfum alltaf verið mjög samrýmd og
samstiga enda er það nauðsynlegt ef halda
skal góðu jafnvægi milli vinnu og einka-
lífs. Vinnutími okkar, eins og hann er í
dag, fer reyndar ekki alltaf saman en við
bætum það upp með skemmtilegum fjöl-
skyldustundum.“
Magnús útskrifaðist sem tölvunarfræðingur
frá Háskóla Íslands árið 2000. „Lokaritgerð
mín í tölvunarfræðinni fjallaði ítarlega um
hinn svokallaða 2000-vanda í tölvukerfum
heimsins. Ég hóf ritgerðarsmíðina um mitt
ár 1999 til að vera vel undirbúinn undir þau
vandamál sem kæmu upp í tölvukerfum þegar
árið 2000 gengi í garð. Stór þáttur ritgerð-
arinnar var að bíða eftir þeim vandamálum
sem upp kæmu og bíð ég enn! 2000-vand-
inn svokallaði er sennilega eitt ofmetnasta
vandamál sem við höfum glímt við.“ Í sumar
útskrifaðist Magnús með MBA-gráðu frá
Háskóla Íslands. „Fljótlega eftir grunnnámið
fór ég að velta fyrir mér frekari menntun á
sviði stjórnunar og viðskipta. Árið 2007 lét
ég verða af því að skrá mig í MBA-nám hjá
Háskóla Íslands. Er námið ein besta fjár-
festing sem ég hef lagt í og skilur það eftir
djúpstæða þekkingu og tengsl við góðan og
breiðan hóp framsækinna einstaklinga.“
Helstu áhugamál Magnúsar tengjast
íþróttum, ferðalögum og fjölskyldu. „Í seinni
tíð hefur eigin íþróttaiðkun dvínað aðeins
vegna náms og vinnu. Þó hefur golfáhugi
verið að gera vart við sig en konan mín
gaf mér þetta fína golfsett fyrir nokkru í
afmælisgjöf. Strákurinn minn hefur einnig
farið á golfnámskeið svo það er svona framtíð-
ardraumur að þetta verði einhvers konar fjöl-
skyldusport hjá okkur. Á veturna er svo rykið
dustað af skíðunum en ég stundaði þá íþrótt
af kappi sem barn og unglingur, þjálfaði til að
mynda börn hjá Breiðabliki meðan ég var í
menntaskóla. Þegar tækifæri gefast er vinsælt
að halda til Ísafjarðar á skíði þar sem ég ólst
upp og foreldrar mínir búa. Bæði börnin eru
orðin verulega fær á skíðunum og finnst fátt
skemmtilegra en að bruna niður brekkurnar.
Það verður því mikil pressa á okkur hjón-
unum að ákveða hvert skuli halda í næsta
fjölskyldufríi því ferð til Ísafjarðar jafnast á við
utanlandsferð hjá börnunum. Þá höfum við
hjónin sett stefnuna á stutta ferð til Boston
í nóvember þar sem afslöppun og rólegheit
verða efst á baugi.“
Magnús Kristjánsson:
„Þegar tækifæri gefast
er vinsælt að halda til
Ísafjarðar á skíði þar
sem ég ólst upp og for-
eldrar mínir búa.“
framkvæmdastjóri Orkusölunnar
MAGNÚS KRISTJÁNSSON
Nafn: Magnús Kristjánsson
Fæðingarstaður: Reykjavík, 7. jan-
úar 1975
Foreldrar: Kristján Haraldsson og
Halldóra S. Magnúsdóttir
Maki: Anna Rún Frímannsdóttir
Börn: Daníel Hugi, 8 ára, og Birta
Dís 4 ára
Menntun: BS í tölvunarfræði og
MBA-gráða frá Háskóla Íslands