Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 S T j ó R N u N A R M o L I TExTI: gísli kristjánsson Tímaþjófarnir elta þig. Þeir liggja í leyni og stela tíma þínum við hvert tækifæri. Þú mátt ekki líta af verkum þínum. Verkefni dagsins er óunnið að kveldi vegna þess að tímaþjófurinn kom snemma að morgni og stal öllum tíma þínum þann daginn. Og svo gerist það sama næsta dag. Tímaþjófurinn bíður á bak vð skrif- stofudyrnar. Sænska vinnumálastofnunin hefur gefið út „Björgunarbók stjóranna“ og þar er ein- mitt kafli um átökin við tímaþjófana. Höfundur er Helene Thornblad og mörgum hefur þótt hún komast að kjarna máls- ins. Það er því ekki sóun á tíma að lesa það sem hér fer á eftir. Tímaþjófar eru lævísir, þess vegna eru þeir svo skæðir. Þú veist ekki fyrr en þeir hafa stolið tíma þínum. Og það er erfitt að læsa þá úti. Þeim tekst alltaf að komast í tíma þinn og því er helst von í að setja sér reglur um baráttuna við þessa þjófa. Hér eru hin sænsku ráð: 1. Reyndu að koma í veg fyrir óþarfa hlé frá verkefnunum. Til dæmis er rétt að takmarka hve oft er farið yfir tölvupóst. Láttu nægja að „tékka“ póstinn þinn í byrjun vinnudags, í hádeg- inum og áður en þú ferð heim. 2. Ekki vanmeta hve langan tíma hvert verk tekur. Það er mikilvægt að ætla hverju verki sinn tíma og forðast að sinna mörgu í einu. Í það fer meiri tími en margur heldur. Áætlaðu því tímann fyrir hvert verk og bættu við auka- tíma. Þú kemst sjaldan yfir eins mikið og þú heldur. 3. Ekki búa til súrdeig. Óleyst verkefni verða stundum eins og súrdeig. Það er búið til í áföngum á mörgum dögum og er aldrei fullgert. Reyndu að forðast að verk- efnin liggi hálfkláruð og bíði næsta dags. Það krefst mikils tíma að grípa oft í sama verkið. 4. Eru tímaþjófar á vinnu- staðnum? Sumt starfsfólk krefst mikils tíma af þér. Það þarf oft að ræða við þig um vandamál sín. Þetta eru tímaþjófar – oft óviljandi. Reyndu að afgreiða innanhúsvandamál þannig að þau komi ekki inn á þitt borð á hverjum degi. 5. Vertu nógu góður. Sumir eru haldnir fullkomnunaráráttu og geta aldrei lokið sínum verkum af ótta við að hafa gert eitthvað rangt. Þetta er fólk sem þarf að æfa sig í að vera „nógu gott“. Það er oft bara sóun á tíma að sitja langt fram á kvöld við að fullkomna verkið. 6. Takmarkaðu vinnutíma þinn að morgni. Það getur verið árangursríkt að ákveða að morgni hve lengi vinnudagurinn á að vara – og fara svo heim á tilsettum tíma. Flestum verður meira úr verki með þessu móti. 7. Búðu til verkefnalista. Það eykur afköst að hafa skýrt fyrir sér að morgni hvað á að vinna í dag. 8. Byrjaðu daginn á mikilvægustu verkunum. Starfsorka flestra er mest að morgni dags. Þá er rétt að ráðast á erfiðustu verkin. Byrjaðu á þeim jafnvel áður en þú opnar tölvupóstinn. 9. Vertu bæði nær og fjær. Það er mikilvægt að gefa samstarfsfólki sínu tíma og vera með því. En taktu líka tíma fyrir þig. Vertu upptekinn þegar þú ert upptekinn. 10. Hálfur dagur í óvænt verkefni. Miðaðu við að minnst hálfur dagur fari í hverri viku í óvænt verkefni. Það er oft þetta ófyrirséða sem stelur mesta tímanum. Tímaþjófurinn handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.