Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 129

Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 129
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 129 Endurskoðendur eru nokkurs konar atvinnutortryggjendur en kannski þurfa allir góðir fagmenn að vera það,“ sagði Margrét G. Flóvenz, endurskoðandi og eigandi KPMG, á Hvatningarráðstefnu Stjórnvísi og bætti við að menn þyrftu líklega að vera pínulítið skrýtnir til að velja sér starfsgrein sem byggði á því að efast um allt. Margrét sagði að aldrei yrði komist hjá því að skoða hið liðna til að geta horft til framtíðar. Hlutverk endurskoðenda samkvæmt lögum væri að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum. Tilgangur endurskoðunar væri að auka traust til viðskipta. Öllum rekstri fylgdi áhætta og ein slík áhætta er upplýsingaöflun. Það er sú áhætta að upplýsingar sem liggja til grundvallar viðskiptalegum ákvörðunum séu rangar eða ófullnægj- andi og tilgangur endurskoðunar er að draga úr þeirri áhættu. Ef lánveitandi getur ekki reitt sig á að upplýsingar í ársreikningi lántak- anda séu réttar þarf að bæta áhættuálagi á vextina til að tryggja sig fyrir hugsanlegum áföllum. Til sparnaðar Þyrftu þeir, sem eru að hugsa um að kaupa hlut í félögum sjálfir, að gera allar athuganir til að sannfæra sig um að óhætt væri að reiða sig á upplýsingar gæti það orðið kostnaðarsamt. Endurskoðun er því til lækkunar á viðskiptakostnaði. Í lögum er gert ráð fyrir að end- urskoðandi verði að vera óháður fyrirtæki sem hann endurskoðar og það gilda strangar reglur um óhæði endurskoðenda sem birtast í siðareglum endurskoðenda. „Menn hafa stundum viljað halda fram að endurskoðandi sé fyrst og fremst sérstakur trúnaðarmaður hluthafa. Hans hlutverk sé að hafa eftirlit með stjórn og stjórnendum í umboði hluthafa. Þetta er misskilningur. Hlutverk endurskoðand- ans er að gefa álit sitt á reikningum og ábyrgð hans er sú sama gagnavart öllum notendum reikningsskilanna, hvort sem það eru hluthafar eða einhverjir aðrir. Það er morgunljóst að endurskoðandi getur ekki mismunað kaupanda og selj- anda hlutabréfa með því að gefa hlut- höfum í skráðu hlutafélagi upplýsingar sem kaupandinn hefur ekki aðgang að,“ sagði Margrét. Um rekstur endurskoðunarfyrirtækja sagði Margrét að sveiflur í efnahagslífinu hefðu minni áhrif þar en víða annars staðar. Breyt- ingarnar sem orðið hefðu í atvinnulífinu hefðu haft ótvíræða kosti fyrir þá sem reka endurskoðunarfyrirtæki. Undanfarin ár hefðu fjármálastofnanirnar dregið til sín mikinn fjölda starfsmanna, bæði nýútskrifaða viðskiptafræðinga, endurskoðendur og starfsmenn end- urskoðunarfyrirtækja sem olli oft miklu álagi og erfiðleikum í rekstri endurskoðunarfyrirtækjanna. Þetta hefði breyst og nú væri mikil ásókn í að læra og starfa við endurskoðun. Hættumerki á lofti Þá sagði Margrét að því hefði margsinnis verið velt upp á und- anförnu ári hvort endurskoðendur hefðu látið hjá líða að vekja athygli á þeim hættumerkjum sem voru á lofti eða þeim athuga- semdum við ársreikninga sem sýndu frábæra afkomu og einstaklega góða eignastöðu fyrirtækja sem núna eru fallin. Hún sagðist ekki vita um tilvik þar sem sýnt væri að ársreikn- ingar hefðu verið vísvitandi rangfærðir til að blekkja notendur þeirra og fyrirvaralaus áritun þar með verið röng. Hættan á að endurskoðendur áriti reikningsskil ranglega hefði lengi verið ljós en áriti endurskoðandi ársreikning vísvitandi ranglega, væri augljóslega um lagbrot að ræða sem beita þyrfti við- urlögum við. „Tíminn mun væntanlega leiða í ljós hvort slík atvik hafi átt sér stað en ég er þess fullviss að ef dæmi reynast um að íslenskir endurskoðendur hafi ekki unnið störf sín af heiðarleika og vandvirkni þá heyrir það til algjörra undantekninga. Hins vegar hefði mátt lesa ýmis hættu- merki út úr þeim upplýsingum sem fyrir lágu í samfélaginu fyrir hrun, m.a. árs- reikningum fyrirtækja. dæmigerður endurskoðandi? Ímynd endurskoðandans hefur þróast á síðustu áratugum. Fyrir 20-30 árum var endurskoðandinn miðaldra karlmaður, í drapplitum jakkafötum, gjarnan með skalla og frekar drykkfelldur. Svo breyttist hún þannig að hann var kominn í bleika skyrtu eða LaCoste bol og var með golfsettið í bíl- skottinu. Í könnun meðal sænskra kvenna um kynþokkafyllstu stéttina voru endur- skoðendur í neðsta sæti. Reyndin sé sú að endurskoðendur séu bæði konur og karlar á öllum aldri og allavega í laginu og að með- altali álíka kynþokkafullir og slökkviliðs- menn og hjúkrunarfræðingar! Sama ábyrgðin gagnvart öllum Margrét G. Flóvenz er formaður félags endurskoðenda á Íslandi og Norðurlöndunum. Margrét G. Flóvenz, endurskoðandi og einn eigandi KPMG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.