Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
300 stærstu
1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis
verið eftir bankahrunið? Hafi komið til
niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyrir-
tæki þitt í hann og hver voru fyrstu
þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum?
Á miðju ári 2008 var strax gripið í taum-
ana. Vegna versnandi gengis krónunnar og
umræðu um samdrátt var ákveðið að draga
verulega saman í vöruinnkaupum. Farið var
yfir allan rekstrarkostnað og skorið niður
eins og hægt var. Þegar í september á
síðasta ári blasti við að samdrátturinn yrði
mestur í sölu á ferðatöskum. Gripið var til
ráðstafana til að kaupa inn ódýrari vörur.
2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyrir-
tæki kvarti almennt undan viðmóti
bankanna? Og yfir hverju er helst
kvartað?
Það er greinilegt að mörg fyrirtæki sem þrátt
fyrir margra ára góð viðskipti, hafa þurft að
leggja fram enn meiri tryggingar fyrir útlán-
um eða tímabundnum yfirdrætti en áður.
Umræðan er sú að traustir viðskiptavinir líði
fyrir gjörðir annarra.
3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu
ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa
þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn?
Rekstrargrunnur fyrirtækja sem eru í inn-
flutningi getur ekki verið eðlilegur með krón-
una eins og hún er. Álagning er í algjöru lág-
marki og afkoman eftir því. Gengislæsing og
smávægileg lækkun vaxta er það eina sem
er í hendi. Betur má ef duga skal.
4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs
betri eða verri en þú áttir von á?
Heldur þú að árið 2010 verði betra eða
verra en 2009?
Samdráttur þessa mánuði var meiri en
ég átti von á, sérstaklega þegar veltan er
skoðuð í erlendri mynt og raunveruleikinn
blasir við. Allt lítur út fyrir að það sama verði
upp á teningnum á næsta ári. Því miður.
5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð
og vantrausti á meðal erlendra
viðskiptavina og birgja?
Drangey á sér 75 ára verslunarsögu og
trausta birgja. Þeir hafa sýnt okkur skilning.
Þó hefur maður fundið fyrir vorkunn og
ákveðinni tortryggni þegar spurningum
varðandi ástandið á Íslandi rignir yfir okkur.
Mikill tími fer í að útskýra stöðu mála hér a
landi.
6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í
íslensku viðskiptalífi?
Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst,
sem og upplýsingar úr rekstri?
Á ekki lögum samkvæmt að vera gagnsæi?
Því er bara ekki framfylgt. Í kjölfar liðinna
atburða verða raddir háværari varðandi
upplýsingar úr rekstri fyrirtækja, sérstaklega
þeirra sem bankarnir eru búnir að yfirtaka.
Fyrirtæki sem starfa áfram í óréttlátri sam-
keppni við þau sem berjast við að halda lífi.
7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn-
völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá
bankahruninu?
Vinna traust almennings með aðgerðum en
ekki eintómu málæði. Óvissan er
algjör þrátt fyrir þann tíma sem liðinn er.
Verslun og viðskipti komast ekki í eðlilegt
horf fyrr en búið er að koma lánamálum
almennings í örugga höfn. Æðsta ósk kaup-
mannsins er að krónan rétti úr kútnum.
Heilræði mitt er að lækka virðisaukaskattinn
– það væri þjóðráð sem kæmi öllum vel.
maría maríusdóttir,
kaupkona í Drangey og Napoli
María Maríusdóttir, kaupkona í Drangey og Napoli.
minna mál-
æði en fleiri
raunhæfar
aðgerðir
„æðsta ósk
kaupmannsins er
að krónan rétti úr
kútnum. Heilræði
mitt er að lækka
virðisaukaskattinn.“