Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
S T j ó R N u N
Í byrjun október 2008 hrundi íslenskt efnahagslíf. Í kjölfarið voru sett á gjaldeyrishöft, aðgangur að fjármagni var takmarkaður, gengi íslensku krónunnar veiktist gagnvart erlendum gjald-miðlum og svo mætti lengi telja. Fyrirtæki á Íslandi hafa þurft
að taka mið af þessum breytingum og aðlaga sig að niðursveiflunni.
Upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki bera sig að í kreppunni
eru þó af skornum skammti og hafa stjórnendur fyrirtækja starfað í
nokkru myrkri.
Könnun var lögð fyrir aðildarfélög Félags íslenskra stórkaupmanna,
alls 150 fyrirtæki, sem stunda útflutning, innflutning, umboðssölu,
smásölu og heildverslun. Í félaginu er góð breidd fyrirtækja sem ætti
því að gefa heildstæða mynd af áhrifum niðursveiflunnar á íslensk
fyrirtæki. Svarhlutfall í rannsókninni var 34%.
Flest fyrirtækjanna sem tóku þátt eru lítil fyrirtæki, með allt að 50
starfsmenn. Ekki er hægt að fullyrða að hægt sé að yfirfæra niðurstöð-
urnar yfir á íslensk fyrirtæki sem starfa á öðrum vettvangi.
Niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum fyrirtækjanna.
Rúmlega þriðjungur stjórnenda segir að rekstrarkostnaður hafi aukist
allt að 20% í þeirra fyrirtæki og því kemur ekki á óvart að flest fyr-
irtækin hafi reynt að skera niður.
Mynd 1 sýnir hlutfallslega hversu margir hafa ákveðið að skera
niður á hverju sviði fyrirtækjanna. 56% stjórnenda segja að skorið
hafi verið niður á sviði innkaupa og vörustjórnunar og svo framvegis.
Greinilegt er að meirihluti stjórnenda er að reyna að ná fram sparnaði
í rekstrarkostnaði á öllum sviðum rekstrar.
Frjáls verslun birtir hér helstu niðurstöður í mjög áhugaverðu lokaverkefni
Dagnýjar Valgeirsdóttur og Signýjar Hermannsdóttur við Háskólann í Reykjavík.
Þær gerðu umfangsmikla könnun á því hvernig íslenskir stjórnendur hafa stýrt í kreppunni.
HVERNIG STýRA
STjóRNENduR
Í KREppuNNI?
TExTI: dagný valgeirsdóttir OG signý hermannsdóttir ● MYND: geir ólaFsson
HELSTU NIÐURSTÖÐUR:
Flest fyrirtæki reyna að skera niður í kostnaði.•
Uppsagnir hafa átt sér stað hjá meirihluta fyrirtækjanna og •
segist rúmlega þriðjungur stjórnenda hafa fækkað starfsfólki
um allt að 20%.
Um 20% stjórnenda eru mjög óöruggir með áætlanagerð sína.•
Stjórnendur eru almennt ánægðir með samskipti sín við lán-•
ardrottna.
Fyrirtæki hafa hert á innheimtuaðgerðum sínum.•
Í fæstum tilvikum hafa orðið breytingar á yfirstjórn.•
Laun stjórnenda hafa í flestum tilvikum ekki breyst.•
Fyrirtæki hafa fækkað birgjum og greiðslufrestur frá birgjum •
hefur verið endurskoðaður.
Flest fyrirtæki reyna að auka veltuhraða birgða.•
Gæðastjórnun í um helmingi fyrirtækjanna hefur verið aukin.•
Fyrirtæki eru að hækka verð en lækka álagningu sem þýðir •
minni hagnað.
Stjórnendur hafa dregið úr markaðssetningu.•
Þjónusta við viðskiptavini hefur í mörgum tilvikum verið aukin, •
en meirihluti stjórnenda segir þó að þjónustustig hafi ekki
breyst.
Stjórnendur veita fyrirtækjamenningu aukna athygli og hefur •
meirihluti þeirra aukið við aðgerðir sem miða að því að
byggja upp traust, virðingu og eldmóð starfsfólks.