Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 143
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 143
Alvarlegur maður
Bræðurnir Ethan og Joel Coen sitja ekki
auðum höndum og eru mættir með enn
eina myndina, A Serious Man. Miðað við
síðustu afrek þeirra, óskarsverðlauna-
myndina No Country For Old Men og Burn
After Reading, þá hefðu þeir sjálfsagt ekki
verið í vandræðum með að fá þekkta og
vinsæla leikara í helstu hlutverkin, en þeir
bræður fara aðra leið og eru öll hlutverkin
í myndinni skipuð nánast óþekktum leik-
urum. A Serious Man er eins og flestar
myndir Coen-bræðra svört kómedía.
Fjallar hún um miðaldra kennara sem
horfir upp á hjónaband sitt leysast upp
vegna þess að klaufskur og óhæfur bróðir
hans vill ekki flytja af heimili hans. Í aðal-
hlutverkinu er Michael Stuhlbarg, en hann
hefur getið sér gott orð á Broadway og
leikið gestahlutverk í nokkrum sjónvarps-
seríum. A Serious Man verður frumsýnd
hér á landi í nóvember.
Michael Stuhlbarg í hlutverki eiginmanns
sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir til að
hjónabandið haldist.
Einkalíf pippu Lee
Eins og fram kemur í greininni um Nine
þá leikur Daniel Day-Lewis aðalhlut-
verkið og bíða margir spenntir eftir að
sjá frammistöðu hans. Eiginkona hans,
Rebecca Miller, er einnig með nýja kvik-
mynd í næsta mánuði, The Private Lives
of Pippa Lee. Í myndinni leikur Robin
Wright Penn mun yngri eiginkonu manns
sem kominn er á eftirlaun. Hún kann
illa við hlutskipti sitt þegar þau flytja í
hverfi fyrir eldri borgara. Alan Arkin leikur
eiginmann hennar. Nokkrir þekktir leik-
arar koma fram í minni hlutverkum, m.a.
Winona Ryder, Julianne Moore, Keanu
Reeves, Monica Bellucci og Maria Bello.
Rebecca Miller, sem er dóttir leikskálds-
ins Arthurs Miller, skrifar handritið eftir
eigin skáldsögu og leikstýrir myndinni.
Hún hefur áður leikstýrt tveimur kvik-
myndum, Personal Velocity: Three Portraits
og The Ballad of Jack and Rose og lék
Daniel Day-Lewis annað aðalhlutverkið í
þeirri síðarnefndu.
Robin Wright Penn og Keanu Reeves.
Í loftinu
Jason Reitman, sem gerði hina eftirminni-
legu kvikmynd Juno, frumsýnir nýja mynd
í byrjun desember, nefnist hún Up In the
Air. Í henni leikur George Clooney mann
sem er sérfræðingur í að lækka kostnað
hjá fyrirtækjum. Hann er því mikið á ferð-
inni og helsta tilhlökkunarefni hans er að
ná þeim áfanga að hafa ferðast í flugvél
10 milljón mílur. Nokkuð dregur úr til-
hlökkun hans þegar hann kynnist konu
sem er álíka mikið á ferðinni og hann.
Á móti kemur að nú telur hann sig hafa
fundið réttu konuna fyrir sig. Mótleikarar
Clooneys eru Vera Farmiga, Jason
Bateman og Anna Kendricks. Up in the Air
var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto
og hlaut góða dóma og er búist við að
hún nái miklum vinsældum.
George Clooney í hlutverki ferðalangsins í
Up in the Air.
way og þar á hann að baki margra sigra. Þegar
Marshall hafði lokið BA-gráðu í leikhúsfræðum
við háskóla í heimborg sinni, Pittsburgh, flutti
hann til New York þar sem hann lét fljótt til sín
taka á söngleikjasviðinu. Leikstjóraferill hans
byrjaði 1998 þegar hann ásamt Sam Mendes
setti upp Cabaret á Broadway. Sýning þeirra
félaga fékk nánast öll verðlaun sem hægt var að
fá og varð óhemju vinsæl.
Rob Marshall kom ekki alveg óundirbúinn í
kvikmyndirnar því áður en hann gerði Chicago
hafði hann leikstýrt sjónvarpskvikmynd eftir
söngleiknum Annie (1999) og var hún valin
sjónvarpsmynd ársins. Þegar kom að Chicago var
einnig í myndinni hjá Rob Marshall að leikstýra
Rent, en hann valdi Chicago frekar.
Rob Marshall er samkynhneigður og er sam-
býlismaður hans til margra ára danshöfundurinn
John DeLuca sem er ekki síður virtur á Broad-
way en Marshall. Næsta kvikmynd Marshalls
er að öllum líkindum fjórða myndin í seríunni
um sjóræningjana á Karabíska hafinu, Pirates of
the Caribbean: On Strangers Tide. Ekki er komið
grænt ljós á myndina, en fyrst Johnny Depp
hefur áhuga á að leika Jack Sparrow í fjórða sinn
ætti fyrirstaðan ekki að vera mikil.
Ef einhverjir hafa velt því fyrir sér af hverju
söngleikurinn var látinn heita Nine þá er ástæðan
sú að þegar Federico Fellini var spurður af hverju
mynd hans héti 8½ þá svaraði hann því til að
hann væri búinn að leikstýra sex kvikmyndum,
tveimur stuttmyndum og hefði verið meðleik-
stjóri að einni kvikmynd. Maury Yeston og
Arthur Copit fannst því tilvalið að bæta hálfum
við sem væri tilvísun í tónlistina.
KVIKMYNDAFRÉTTIR
Guido Contini (Daniel Day-
Lewis) og konurnar í lífi hans
sem leiknar eru af Judi Dench,
Penelope Cruz, Marion Cotillard,
Sophia Loren, Fergie, Nicole
Kidman og Kate Hudson.