Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
F
ramtíðarsýn Securitas er að styrkja fyrirtækið innan frá um
leið og verkefnum fjölgar,“ segir Trausti Harðarson, for-
stjóri Securitas. Fyrirtækið hefur verið í stöðugri framþróun
þau þrjátíu ár sem það hefur starfað. Starfsmönnum fjölgar
einnig í takt við aukin og fjölbreyttari verkefni sem eru ekki aðeins
hér á höfuðborgarsvæðinu heldur á Reykjanesi, Akureyri og á Reyð-
arfirði fyrir utan það að víða um land eru útkallsstaðir Securitas.
„Við höfum lagt mikið upp úr því að styrkja innviði fyrirtækisins
og hlúa að starfsfólkinu meðal annars með því að gefa því kost á að
auka menntun sína. Það leiðir til þess að fólkið fær aukið sjálfstraust
og öryggi og finnur að litið er á það sem framtíð og framtíðarfjár-
festingu fyrirtækisins. Aðallega er um að ræða stjórnendaþjálfun og
almenna starfsmannaþjálfun sem gefur starfsmönnum aukinn styrk
og gerir þá hæfari til að þjónusta viðskiptavininn enn betur.“
Aukin menntun – aukið sjálfstraust
Hjá Securitas eru um 30 stjórnendur, bæði framkvæmdastjórn og
millistjórnendur, sem hafa sótt stjórnendaþjálfun á háskólastigi.
Nefna má áfanga í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík en eftir
áramótin verður tekinn framhaldsáfangi hjá Háskóla Íslands. Sölu-
manna þjálfun er mikil: Gæðasölumaðurinn, Listin að loka sölu
og Stórsölumaðurinn sem öll nýtast þeim vel í starfi ekki síður en
námskeið um breytt umhverfi sölumannsins og námskeið í jákvæðu
hugarfari.
„Með aukinni menntun fær fólk aukið sjálfstraust sem er gagn-
legt fyrir okkur ekki síður en starfsmennina sjálfa,“ segir Trausti.
„Við erum og viljum vera stabílir, sterkir og stöðugir og við viljum
líka að fyrirtækið sé byggt á heilbrigðum og góðum grunni.“ Trausti
bætir við að starfsmannavelta fyrirtækisins sé ekki mikil, þótt hún sé
misjöfn eftir deildum, og viðskiptavinafjöldinn fari vaxandi, auk þess
sem þeir sem fyrir eru hafi verið þar lengi enda sé mikið lagt upp úr
að veita þeim sem besta þjónustu.
Heimavörn og Firmavörn Securitas
Heimavörn Securitas sem og Firmavörn Securitas eru tvær tegundir
öryggisvörslu sem fyrirtækið býður. Heimavörnin hefur aukist mikið
á síðustu árum og nú er lagt upp úr
því að fólk geti notið þess að vera að
heiman vegna þess að það sé með
öryggisgæslu á heimilinu. Þægilegt
Framtíðarfjárfesting
Securitas liggur
í starfsfólkinu
Megináhersla er lögð á góða
þjónustu við viðskiptavinina
sem eru nú orðnir
á þriðja tug þúsunda.
Trausti Harðarson,
forstjóri Securitas.