Frjáls verslun - 01.09.2009, Blaðsíða 18
Fyrst þetta...
18 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
„Við fjölskyldan höfum alltaf haft
það að leiðarljósi að best væri
að stækka í smáum skrefum
og mikil velta í krónutölu
hefur aldrei verið markmið
út af fyrir sig,“ segir Margrét
Kristmannsdóttir, framkvæmda-
stjóri Pfaff. Fyrirtækið fagnar 80
ára afmæli á þessu ári og hefur
verið í eigu sömu fjölskyldunnar
frá upphafi.
„Okkur hefur farnast vel
að hafa umboð fyrir gríðarlega
öflug og sterk fyrirtæki, sem
hafa eflst í gegnum tíðina og
það, ásamt frábæru starfs-
fólki, er lykillinn að okkar
árangri. Við flytjum inn góðar
vörur – höfum ótrúlega öflugt
og sjálfstætt starfsfólk og við
fjölskyldan teljum okkar hlutverk
fyrst og fremst að veita starfs-
fólkinu góða umgjörð svo það
blómstri. Við lítum alls ekki
á okkur sem gamaldags fyr-
irtæki, segjum stundum að
við séum íhaldssöm en töff og
höfum aldrei verið feimin við að
reka fyrirtækið eftir hagfræði
hinnar hagsýnu húsmóður enda
stendur Pfaff fjárhagslega mjög
vel og mun koma út úr þessari
kreppu með glans – ef hægt er
að segja að nokkurt fyrirtæki
geti farið í gegnum þessar ham-
farir með þeim hætti.“
Margrét segir að haldið verði
upp á afmælið með ýmsum
hætti. „Við höfum t.d. verið með
vörur á tilboðsverði og ýmsar
uppákomur í verslun okkar. Við
létum gera nýjar sjónvarps-
auglýsingar þar sem lögð er
áhersla á vöruúrval fyrirtækisins
á gamansaman hátt og gert grín
að þessu skrýtna nafni sem fyr-
irtækið ber. Fyrir nokkrum árum,
þegar það var í mikilli tísku að
endurskíra fyrirtæki, fórum við
í vinnu með stóru almanna-
tengslafyrirtæki þar sem skoð-
aðir voru kostir og gallar við að
endurskíra fyrirtækið. Vorum við
komin með tíu nöfn í pott – alls
kyns latnesk og samsett orð en
sem betur fer bárum við gæfu til
að halda í nafnið Pfaff.“
En hver er helsta sérstaða
Pfaff? „Við segjum stundum
að við séum rótgróið en síungt
fjölskyldufyrirtæki. Með fjöl-
skyldu eigum við þó ekki
eingöngu við okkur eigendurna
heldur lítum við á alla sem
starfa í fyrirtækinu sem hluta
af fjölskyldunni. Við teljum að
hagnaður sé nauðsynlegur en
við metum árangur samt ekki
eingöngu í krónum – því sem
betur fer skiptir svo margt
annað máli í lífinu en krónur
og aurar! Við erum heiðarleg
og viljum að starfsfólki okkar líði
vel og að við hlökkum öll til að
mæta í vinnuna á morgnana.“
Margrét segir að aðalmark-
mið allra fyrirtæki á Íslandi í
dag sé að komast í gegnum
þessa kreppu með sem bestum
hætti. Við höfum sem betur fer
þurft að gera óverulegar manna-
breytingar og náð að halda
veltunni gangandi, þannig að
við ætlum að sigla fyrirtækinu
í gegnum þetta öldurót ásamt
okkar starfsfólki enda teljum við
að okkar bíði björt framtíð – að
okkar bíði mörg afmæli í við-
bót.“
Pfaff fagnar
80 ára afmæli Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Pfaff saumavélarnar eru stór
hluti af ímyndinni.
TExTI: hrund hauksdóttir