Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 48

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 300 stærstu 1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið eftir bankahrunið? Hafi komið til niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyrir- tæki þitt í hann og hver voru fyrstu þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum? Á miðju ári 2008 var strax gripið í taum- ana. Vegna versnandi gengis krónunnar og umræðu um samdrátt var ákveðið að draga verulega saman í vöruinnkaupum. Farið var yfir allan rekstrarkostnað og skorið niður eins og hægt var. Þegar í september á síðasta ári blasti við að samdrátturinn yrði mestur í sölu á ferðatöskum. Gripið var til ráðstafana til að kaupa inn ódýrari vörur. 2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyrir- tæki kvarti almennt undan viðmóti bankanna? Og yfir hverju er helst kvartað? Það er greinilegt að mörg fyrirtæki sem þrátt fyrir margra ára góð viðskipti, hafa þurft að leggja fram enn meiri tryggingar fyrir útlán- um eða tímabundnum yfirdrætti en áður. Umræðan er sú að traustir viðskiptavinir líði fyrir gjörðir annarra. 3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn? Rekstrargrunnur fyrirtækja sem eru í inn- flutningi getur ekki verið eðlilegur með krón- una eins og hún er. Álagning er í algjöru lág- marki og afkoman eftir því. Gengislæsing og smávægileg lækkun vaxta er það eina sem er í hendi. Betur má ef duga skal. 4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs betri eða verri en þú áttir von á? Heldur þú að árið 2010 verði betra eða verra en 2009? Samdráttur þessa mánuði var meiri en ég átti von á, sérstaklega þegar veltan er skoðuð í erlendri mynt og raunveruleikinn blasir við. Allt lítur út fyrir að það sama verði upp á teningnum á næsta ári. Því miður. 5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og vantrausti á meðal erlendra viðskiptavina og birgja? Drangey á sér 75 ára verslunarsögu og trausta birgja. Þeir hafa sýnt okkur skilning. Þó hefur maður fundið fyrir vorkunn og ákveðinni tortryggni þegar spurningum varðandi ástandið á Íslandi rignir yfir okkur. Mikill tími fer í að útskýra stöðu mála hér a landi. 6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í íslensku viðskiptalífi? Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst, sem og upplýsingar úr rekstri? Á ekki lögum samkvæmt að vera gagnsæi? Því er bara ekki framfylgt. Í kjölfar liðinna atburða verða raddir háværari varðandi upplýsingar úr rekstri fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem bankarnir eru búnir að yfirtaka. Fyrirtæki sem starfa áfram í óréttlátri sam- keppni við þau sem berjast við að halda lífi. 7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn- völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá bankahruninu? Vinna traust almennings með aðgerðum en ekki eintómu málæði. Óvissan er algjör þrátt fyrir þann tíma sem liðinn er. Verslun og viðskipti komast ekki í eðlilegt horf fyrr en búið er að koma lánamálum almennings í örugga höfn. Æðsta ósk kaup- mannsins er að krónan rétti úr kútnum. Heilræði mitt er að lækka virðisaukaskattinn – það væri þjóðráð sem kæmi öllum vel. maría maríusdóttir, kaupkona í Drangey og Napoli María Maríusdóttir, kaupkona í Drangey og Napoli. minna mál- æði en fleiri raunhæfar aðgerðir „æðsta ósk kaupmannsins er að krónan rétti úr kútnum. Heilræði mitt er að lækka virðisaukaskattinn.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.