Læknablaðið - 01.01.2014, Qupperneq 4
4 LÆKNAblaðið 2014/100
F R Æ Ð I G R E I N A R
1. tölublað 2014
7
Engilbert Sigurðsson
Læknablaðið
100 ára
Afmælisbarnið ber
háan aldur vel enda
er efni þess í stöðugri
endurskoðun. Á þessum
merku tímamótum er rétt
að minnast þeirra sem
ruddu brautina.
11
Karl Erlingur Oddason, Tómas Guðbjartsson, Sveinn Guðmundsson,
Sigurbergur Kárason, Kári Hreinsson, Gísli H. Sigurðsson
Má bæta notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum?
Samanburður við klínískar leiðbeiningar
Þriðjungi sjúklinga á gjörgæsludeildum Landspítalans voru gefnir blóðhlutar,
oftast rauðkornaþykkni. Um 6% rauðkornagjafa og að minnsta kosti 14%
blóðvökvagjafa og þriðjungur blóðflögugjafa fylgdu ekki leiðbeiningum. Ljóst
er að fækka má óþarfa blóðhlutagjöfum á gjörgæsludeildum Landspítala þótt
niðurstöðum svipi til erlendra rannsókna.
19
Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir,
Inga Dóra Kristjánsdóttir, Hjördís Jóhannesdóttir, Bára Benediktsdóttir,
Bryndís Guðjónsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólrún Rúnarsdóttir,
Pálmi V. Jónsson fyrir InterRAI ED rannsóknarhópinn
Eldra fólk á bráðamóttöku: íslenskar niðurstöður
úr fjölþjóðarannsókn InterRAI
Öldrunarheilkenni og færnitap hrjáði meirihluta eldra fólks sem leitaði á bráða-
deild. Taka þarf tillit til þessa við hönnun á bráðadeildum og þróun verkferla er
lúta að þjónustu við eldra fólk svo hámarka megi skilvirkni, öryggi og gæði.
27
Helga Lárusdóttir, Helga Sævarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir,
Ludvig Á. Guðmundsson, Eiríkur Örn Arnarson
Áhrif meðferðarinnar „Njóttu þess að borða“ á heilsu
og líðan kvenna sem flokkast með offitu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir offitu sem heimsfaraldur og mesta
lýðheilsuvanda nútímans. Algengi offitu fullorðinna hefur tvöfaldast frá árinu
1980. Þá voru 4,8% karla og 7,9% kvenna talin hafa líkamsþyngdarstuðul
hærri en 30 kg/m² en árið 2008 voru 9,8% karla og 13,8% kvenna yfir þeim
mörkum. Líkamsþyngdarstuðull er hæstur í Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi
og í Ástralíu.
100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS
34
Stefán B. Matthíasson
Tilurð Læknadaga
Á tímum hagræðingar og aðhalds í ríkisfjármálum getum við vonandi sem
flest, eftir að hafa sótt næstu Læknadaga, tekið okkur í munn orð Hannesar
Finnbogasonar eftir fyrsta haustþing læknafélaganna árið 1961: „Er það vissa
mín, að fé því hafi ekki öllu verið á glæ kastað þar sem þeir sem námskeiðið
sóttu muni í mörgum tilfellum lækna með betri árangri á miklu hagkvæmari
hátt en áður, öllum aðilum til hagsbóta.“
9
Þorbjörn Jónsson
Er gefið of mikið
blóð á Íslandi?
Blóðhlutagjöf má líkja
við lyfjagjöf, jafnvel líf-
færagjöf, og mikilvægt er
að ekki sé gripið til slíks
nema full ástæða sé til.
L E I Ð A R A R