Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 13

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 13
R a n n S Ó k n LÆKNAblaðið 2014/100 13 gildi 70 ár, bil 23-93), 63% voru karlar og að meðaltali var legutími þeirra 5,6 ± 9 dagar (miðgildi 2 dagar, bil 1-66). Á þessu hálfa ári voru alls 1722 blóðhlutar gefnir 202 sjúk- lingum (að meðaltali 8,5 ± 20 blóðhlutar, bil 4-143) á 439 sólar- hringum/lotum. Af þeim sjúklingum sem fengu blóðhluta fengu flestir rauðkornaþykkni, eða 179 (30%) talsins, 107 (18%) var gef- inn ferskfrystur blóðvökvi og 51 (9%) fengu blóðflögur (tafla II). 34 sjúklingar fengu allar tegundir blóðhluta á meðan á gjörgæslulegu stóð (eða 6% allra gjörgæslusjúklinga). istical Computing) notað fyrir lýsandi og greinandi tölfræði. At- hugað var hvort gögn væru normaldreifð með Saphiro-prófi og meðaltöl og staðalfrávik reiknuð fyrir normaldreifð gögn, annars voru gefin upp miðgildi með fjórðungsmörkum. Blóðrauði við gjöf rauðkorna var skoðaður sérstaklega með tilliti til fjölda gefinna eininga rauðkornaþykknis á sólarhring/lotu. Samanburður á blóðgildum undirhópa var gerður með línu- legri aðhvarfsgreiningu. Leiðrétt var fyrir bjagandi breytum sem reyndust hafa áhrif á blóðgildi samkvæmt útilokunaraðferð. Líkan tvö af blandaðri aðhvarfsgreiningu var notað til að leiðrétta fyrir endurteknum blóðhlutagjöfum hjá sama einstaklingi. Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi undir 0,05. Niðurstöður Sjúklingar og innlagnarástæður Alls lögðust 598 sjúklingar inn á báðar gjörgæsludeildir Landspít- ala á þessu 6 mánaða tímabili og var legutími þeirra á deildinni að meðaltali 2,9 dagar. Í töflu I eru skráðar ástæður innlagnar hjá þeim gjörgæslu- sjúklingum sem fengu blóðhluta. Í mörgum tilvikum eru skráðar fleiri en ein ástæða innlagnar. Í meira en helmingi tilvika (53%) var ein ástæða innlagnar á gjörgæsludeild eftirmeðferð vegna skurðagerðar, oftast opinnar hjartaaðgerðar (27%) eða aðgerðar á kviðarholi (11%, tafla I). Aðrar algengar innlagnarástæður voru lost eða sýklasótt (18%), sjúkdómar í öndunarfærum (11%), melt- ingarvegi (10%) eða hjarta- og æðakerfi (9%). Hjá helmingi sjúk- linga (49%) var saga um blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta við innlögn, hjá 16% sjúklinga var saga um sykursýki, 10% höfðu nýrnabilun og 7% lungnaþembu. 39 sjúklingar (19%) höfðu ekki undirliggjandi sjúkdóma aðra en þá sem leiddu til innlagnar á gjörgæsludeild. Af 598 sjúklingum sem lágu á gjörgæsludeildum á rannsóknar- tímanum fengu 202 (34%) blóðhluta; 117 af 258 sjúklingum (45%) sem lágu á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut og 85 af 340 (25%) sjúklingum á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Meðal- aldur þeirra 202 sjúklinga sem fengu blóðhluta var 68 ± 15 ár (mið- Tafla III. Samanburður á blóðgildum við gjöf blóðhluta hjá helstu undirhópum þeirra 202 sjúklinga sem fengu blóðhluta. Notað var líkan tvö af blandaðri línulegri fjölbreytugreiningu. Já2 Nei2 p-gildi Rauðkorn (n=179)1 meðaltal blóðrauða ± staðalfrávik g/L Skurðaðgerð (n=90) 89 ± 9 84 ± 14 0,006* opin hjartaaðgerð (n=45) 90 ± 8 86 ± 13 0,07 Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta (n=87) 88 ± 9 86 ± 14 0,07 Eldri en 70 ára (n=95) 88 ± 9 90 ± 13 0,07 Lost/sýklasótt (n=31) 90 ± 14 89 ±10 0,049* Blóðmeinasjúkdómur (n=11) 82 ± 15 90 ± 11 <0,001* Blóðvökvi (n=107)1 meðaltal próþrombíntíma ± staðalfrávik sekúndur Skurðaðgerð (n=69) 17,4 ± 5 26,7 ± 20 0,003* opin hjartaaðgerð (n=41) 16,6 ± 2 22,4 ± 16 0,02* Skorpulifur (n=6) 20,7 ± 9 24,6 ±14 0,07 Blóðflögur (n=51)1 meðaltal blóðflögugildis ± staðalfrávik þús/μL opin hjartaaðgerð (n=21) 125 ± 40 63 ± 40 <0,001* Blóðmeinasjúkdómur (n=9) 41 ± 38 89 ± 45 <0,001* Leiðrétt var fyrir breytum samkvæmt útilokunaraðferð. 1Heildarfjöldi sjúklinga sem fékk blóðhlutategund á rannsóknartímabili. 2Já/nei með tilliti til undirhóps í fremsta dálki. Mynd 1. Dreifing blóðrauða (g/L) við gjöf rauðkorna. Lóðréttar línur sýna hlut- fall rauðkornaeininga sem voru gefnar við blóðrauða undir 70 og yfir 90 g/L. Texti í rauðum kössum ofan stöpla er samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítala frá árinu 2012. Mynd 2. Blóðrauði við gjöf rauðkorna skoðaður með tilliti til fjölda gefinna eininga rauðkorna á sama sólarhring/lotu. Hringir tákna því sólarhring/lotu sem rauðkorn voru gefin og lægsta blóðrauða sem mældur var innan þess sólarhrings/lotu. Rauð brotalína sýnir gjafir rauðkorna við blóðrauða yfir 100 g/L þegar ástæða til gjafar rauðkorna er einungis mikil virk blæðing.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.