Læknablaðið - 01.01.2014, Page 28
28 LÆKNAblaðið 2014/100
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að beita hugrænni atferlis-
meðferð samhliða annarri meðferð við þyngdarstjórnun og sýna
rannsóknir að árangursríkt sé að bæta henni við meðferð til að
breyta lífsstíl sem beinist að mataræði og hreyfingu.12 Hugræn
atferlismeðferð er sú sálfræðimeðferð sem er í hvað örustum vexti
og mest rannsökuð í dag.13 Hún var upphaflega þróuð sem þung-
lyndismeðferð en komið hefur í ljós að hún er einnig árangursrík
til að takast á við kvíða, átröskun og fleira.14 Helsti kostur hennar
er talinn felast í langtímaárangri og fallvörn.13 Vísbendingar eru
um að samtvinnun meðferðarforma skili góðum árangri.5
Þjálfun svengdarvitundar (Appertite Awareness Training) er þró-
uð af Lindu W. Craighead og samstarfsaðilum sem gáfu út með-
ferðarhandbók árið 2006, sem var íslenskuð árið 2012.15 Þjálfun
svengdarvitundar byggir á hugrænni atferlismeðferð og leggur
áherslu á að fylgja merkjum líkamans um svengd og seddu. Með-
ferðin var upphaflega þróuð til að takast á við lotuát og hefur sýnt
góðan árangur við því16 en einnig reynst gagnleg sem forvörn
gegn þróun átraskana hjá háskólanemum.15,17 Rannsakendum þótti
áhugavert að rannsaka hve vel þjálfun svengdarvitundar nýttist
hópi of feitra kvenna án tillits til lotuáts. Í þjálfun svengdarvit-
undar er lögð áhersla á að gera greinarmun á svengd og löngun
í mat og á hvern hátt tilfinningar og umhverfisáhrif hafa áhrif
á matarlöngun. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að sættast við
líkamann og reynt að rjúfa tengsl sjálfsmyndar og líkamsþyngd-
ar.15 Konur sem eru of feitar eru líklegri til að bæta heilsutengda
áhættuþætti þegar þær sættast við þyngd og læra að þekkja maga-
mál sitt.18
Slökun hefur verið beitt samhliða hugrænni atferlismeðferð
með góðum árangri.14 Reglubundin slökun lækkar blóðþrýsting,
dregur úr súrefnisþörf líkamans, vöðvaspennu og kvíða og hægir á
öndun og hjartslætti.19 Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að í 5 vikna
meðferð of feitra kvenna dró þriggja vikna þjálfun í reglubundinni
slökun marktækt úr áti af tilfinningalegum toga í samanburði við
hóp sem ekki lærði slökun.20 Hreyfing hefur löngum verið notuð
til að hafa stjórn á þyngd vegna þess hve mikilvæg hún er talin
til að viðhalda árangri. Hreyfing er ekki síður mikilvæg vegna
jákvæðra áhrifa á andlega og líkamlega heilsu.21
Að framansögðu má vera ljóst að offita er flókinn vandi sem
ógnar lýðheilsu Íslendinga. Rannsakendur telja fá úrræði bjóðast
í grunnheilbrigðisþjónustu og því var meðferðin „Njóttu þess að
borða“ þróuð. Ákveðið var að hún yrði hópmeðferð þar sem hún
er talin hagkvæmari og álitin skila jafnvel betri árangri en ein-
staklingsmeðferð, og hópur veitir aðhald og stuðning.22 Við skipu-
lagningu meðferðar var haft í huga hve erfitt reynist að viðhalda
þyngdartapi eftir meðferð23 og að léttast er ekki eina forsenda já-
kvæðra áhrifa á heilsu.15,24 Meðferðin er 15 vikna hópmeðferð fyrir
konur með líkamsþyngdarstuðul 30-39,9 kg/m². Í meðferðinni er
fléttað saman hugrænni atferlismeðferð, þjálfun svengdarvitund-
ar, hreyfingu, slökun og ráðleggingum um mataræði. Tilgangur
rannsóknar var að rannsaka áhrif framangreindrar meðferðar hjá
konum með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 30-39,9 kg/m2 og var
tilgáta rannsakenda að meðferðin hefði jákvæð mælanleg áhrif á
andlega og líkamlega heilsu þeirra.
Efniviður og aðferðir
Þægindaúrtaki 20 kvenna var skipt af handahófi í tvo hópa, A
(n=10) og B (n=10). Starfsmenn heilsugæslu í Árbæ, Mjódd og
Mosfellsumdæmi öfluðu þátttakenda sem voru konur á aldrinum
19-44 ára, með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 30-39,9 kg/m². Frá-
bendingar voru þungun, brjóstagjöf, þátttaka í öðrum úrræðum til
að stjórna þyngd, nýgreind sykursýki og alvarleg líkamleg fötlun.
Áhrif meðferðar á hóp A voru rannsökuð (ágúst-desember 2010)
en hópur B var til samanburðar, síðan var víxlrannsóknarsniði
beitt og hópur B fékk meðferð (janúar-apríl 2011). Eftirfylgd var 6
og 12 mánuðum eftir meðferð hjá hvorum hópi fyrir sig (mynd 1).
Markmið meðferðar þar sem hugrænni atferlismeðferð, þjálfun
svengdarvitundar, hreyfingu, slökun og ráðleggingum um mat-
aræði er fléttað saman var að þátttakendur breyttu lífsstíl varan-
lega til að draga úr afleiðingum offitu. Þátttakendum var kennt að
skynja betur tilfinningu um svengd og seddu, takast á við niður-
rifshugsanir, setja sér markmið, takast á við ytra áreiti og tilfinn-
ingalegt át. Einnig að bæta stjórn á mataræði, auka þekkingu á
áhrifum næringar, hreyfingar og slökunar auk þess að stuðla að
Hópur Ágúst-Desember 2010 Janúar-apríl 2011 Júní 2011 Október 2011 Desember 2011 apríl 2012
A Meðferð
↔
Eftirfylgd
(6 mánuðir)
Eftirfylgd
(12 mánuðir)
B Bíður/samanburður
↔ Meðferð
↔
Eftirfylgd
(6 mánuðir)
Eftirfylgd
(12 mánuðir)
Lok rannsóknar
Mynd 1. Tímabil meðferðar (15 vikur) og eftirfylgdar (12 mánuðir).
120 mínútur Hópefli/spjall Þema/fræðsla Heimavinna Hreyfing
Hóptími
Laugardaga
9:30-11:30
15 mínútur
Spurningar
Hópefli
Spjall
40 mínútur
Fræðsla um ákveðið
viðfangsefni
10 mínútur
Kynning á næsta
heimaverkefni
45 mínútur
Gönguferð 25 mínútur
Teygjur 10 mínútur
Slökun 10 mínútur
Mynd 2. Skipulag hóptíma í meðferðinni „Njóttu þess að borða“.
R a n n S Ó k n