Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 37

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 37
LÆKNAblaðið 2014/100 37 Með skilningi vinnuveitenda okkar og samtakamætti lækna hafa Læknadagar þróast vel vegna góðrar þátttöku. Höldum áfram að skapa sem flestum möguleika á að sækja þá. Á tíðum hagræðingar og aðhalds í ríkisfjármálum má vona að við getum sem flest, eftir að hafa sótt næstu Læknadaga, tekið okk- ur í munn áður tilvitnuð orð Hannesar Finnbogasonar eftir fyrsta haustþing læknafélaganna 1961 „er það vissa mín, að fé því hafi ekki öllu verið á glæ kastað, þar sem þeir sem námskeiðið sóttu muni í mörgum tilfellum lækna með betri árangri á miklu hag- kvæmari hátt en áður, öllum aðilum til hagsbóta.“ Þegar ég settist niður nú í jólamánuðinum og rifjaði upp þann tíma sem ég hef átt ásamt öðrum í starfi að fræðslumálum fyrir lækna, finnst mér það alltaf hafa verið skemmtilegt. Allan tímann var eitthvað nýtt í vændum eða unnið að því að gera betur í starfi nefndanna. Áhugi og stuðningur stjórna LÍ og LR var alltaf mikill og einlægur. Formenn félaganna hlífðu sér ekki í neinu til þess að taka ábyrgð með okkur á því sem við gerðum. Starfsmenn félag- anna, þáverandi framkvæmdastjóri, Páll Þórðarson heitinn, sem og aðrir, voru allir tilbúnir að hjálpa til, hvort sem það þurfti að vinnast hratt eða ekki. Sama var að segja um starfsmenn Lækna- blaðsins um það sem að þeim sneri. Tryggð starfsmanna við félagið er einnig aðdáunarverð og auðveldar allt félagsstarf. Margrét Aðal- steinsdóttir, gjaldkeri félaganna og starfsmaður Fræðslustofnunar lækna, er nú að koma að skipulagi Læknadaga í 19. skipti sem framkvæmdastjóri þeirra. Með henni í framkvæmdanefndinni fyrir Læknadaga er nýr formaður Fræðslustofnunarinnar, Gunnar Bjarni Ragnarsson, sem er að koma að skipulagi Læknadaga í annað sinn. Fyrra skiptið var 1999 þegar hann var fulltrúi Félags ungra lækna í nefndinni. Læknadagar hafa vaxið og dafnað af því að þeir eru vel sóttir. Tökum höndum saman um að halda því áfram til að geta notið þeirra. Ég óska þeim í framkvæmdanefndinni og okkur læknum til hamingju með glæsilega dagskrá sem bíður okkar í Hörpu á Læknadögum 2014. Læknablaðinu óska ég velfarnaðar á afmælisárinu. Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Árið 2013 var nokkrum forkólfum Læknadaga í gegnum tíðina stillt upp í tunnunni hjá Læknafélaginu: Sigurður Guðmundsson, Margrét Aðalsteinsdóttir og Stefán B. Matthíasson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.