Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2014/100 37 Með skilningi vinnuveitenda okkar og samtakamætti lækna hafa Læknadagar þróast vel vegna góðrar þátttöku. Höldum áfram að skapa sem flestum möguleika á að sækja þá. Á tíðum hagræðingar og aðhalds í ríkisfjármálum má vona að við getum sem flest, eftir að hafa sótt næstu Læknadaga, tekið okk- ur í munn áður tilvitnuð orð Hannesar Finnbogasonar eftir fyrsta haustþing læknafélaganna 1961 „er það vissa mín, að fé því hafi ekki öllu verið á glæ kastað, þar sem þeir sem námskeiðið sóttu muni í mörgum tilfellum lækna með betri árangri á miklu hag- kvæmari hátt en áður, öllum aðilum til hagsbóta.“ Þegar ég settist niður nú í jólamánuðinum og rifjaði upp þann tíma sem ég hef átt ásamt öðrum í starfi að fræðslumálum fyrir lækna, finnst mér það alltaf hafa verið skemmtilegt. Allan tímann var eitthvað nýtt í vændum eða unnið að því að gera betur í starfi nefndanna. Áhugi og stuðningur stjórna LÍ og LR var alltaf mikill og einlægur. Formenn félaganna hlífðu sér ekki í neinu til þess að taka ábyrgð með okkur á því sem við gerðum. Starfsmenn félag- anna, þáverandi framkvæmdastjóri, Páll Þórðarson heitinn, sem og aðrir, voru allir tilbúnir að hjálpa til, hvort sem það þurfti að vinnast hratt eða ekki. Sama var að segja um starfsmenn Lækna- blaðsins um það sem að þeim sneri. Tryggð starfsmanna við félagið er einnig aðdáunarverð og auðveldar allt félagsstarf. Margrét Aðal- steinsdóttir, gjaldkeri félaganna og starfsmaður Fræðslustofnunar lækna, er nú að koma að skipulagi Læknadaga í 19. skipti sem framkvæmdastjóri þeirra. Með henni í framkvæmdanefndinni fyrir Læknadaga er nýr formaður Fræðslustofnunarinnar, Gunnar Bjarni Ragnarsson, sem er að koma að skipulagi Læknadaga í annað sinn. Fyrra skiptið var 1999 þegar hann var fulltrúi Félags ungra lækna í nefndinni. Læknadagar hafa vaxið og dafnað af því að þeir eru vel sóttir. Tökum höndum saman um að halda því áfram til að geta notið þeirra. Ég óska þeim í framkvæmdanefndinni og okkur læknum til hamingju með glæsilega dagskrá sem bíður okkar í Hörpu á Læknadögum 2014. Læknablaðinu óska ég velfarnaðar á afmælisárinu. Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Árið 2013 var nokkrum forkólfum Læknadaga í gegnum tíðina stillt upp í tunnunni hjá Læknafélaginu: Sigurður Guðmundsson, Margrét Aðalsteinsdóttir og Stefán B. Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.