Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2014/100 39 Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Eru breytingar framundan á landslagi sjálfstætt starfandi lækna? Í gegnum árin hafa sjálfstætt starfandi læknar í Læknafélagi Reykjavíkur gert samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða forvera þeirrar stofnunar. Þetta hefur byggst á því að hver einstakur læknir hefur haft samning uppá ákveðin læknis- verk sem tilheyra hans sérgrein. Hin síðustu ár hefur þetta þróast þannig að margir læknar hafa safnast saman, oft eftir nokkurs konar sérgreinaskiptingu í stærri stöðvar eins og Læknastöðina Glæsibæ, Læknasetrið og Orkuhúsið. Þó svo að þetta hafi gert læknum kleift að ráðfæra sig hvor við annan, innan og utan sinnar sér- greinar, og samnýta dýran tækjabúnað má segja að það sé að fullu ríkjandi einyrkja- fyrirkomulag. Þetta fyrirkomulag er ekki frekar en flest önnur gallalaust. Til dæmis má hugsa sér sjúkling sem kemur í aðgerð sem krefst svæfingar. Hann fær þá í raun rukkun frá tveimur læknum sem vinna hvor eftir sinni gjald- skrá. Reyndar getur sú staða komið upp að annar vinni eftir samningi en hinn ekki. Er þá sjúklingurinn sjúkratryggður að hluta? Við þessar aðstæður getur slík læknastöð orði hálf óvirk þegar hagsmunir læknanna, sjúklinganna og stöðvarinnar fara ekki saman. Einnig má segja að þegar SÍ gerir samning við marga einyrkja er ekki hægt að krefjast mikilla skyldna til dæmis um opnunartíma, staðsetningu og kannski nákvæmlega hvaða læknisverk er greitt fyrir. Til eru samningar SÍ við nokkur fyrir- tæki eins og Salastöðina, Röntgen Domus og fleiri. Í nýgerðum samningum SÍ við LR er opnað fyrir að fara í fleiri slíka samninga. Það verður ekki túlkað öðruvísi en að það sé vilji SÍ að gera slíkt. Aukin þjónusta og/eða lægri kostnaður hljóta að vera hvati SÍ fyrir þessari áherslu. Nýlega var í fréttum kynning á metn- aðarfullri áætlun um uppbyggingu stærstu lækna- og heilsumiðstöðvar Ís- lands í fyrrum húsakynnum skemmti- staðarins Broadway. Það ber að fagna því framtaki sem er áhugavert og getur aukið möguleika lækna á að vinna utan stóru sjúkrahúsanna og hafa hugsanlega aðgengi að legudeild. Í nágrannalöndunum er algengt að aðil- ar sem ekki eru læknar komi að rekstri og fjármagni einkarekna heilbrigðisþjónustu en það er nýlunda hér. Reynsla mín af því að vinna hjá slíkum fyrirtækjum í Noregi er að læknar hafa lítil áhrif og krafan um mikil afköst er rík. Það vaknar upp sú spurning að ef ætlun SÍ er að ná hagkvæmari samningum um læknisverk hvort ekki sé hætta á að kjör lækna skerðist ef á milli þeirra og SÍ kemur þriðji aðili? Stjórn lÍ Þorbjörn Jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritari Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Ólöf Birna Margrétardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Magnús baldvinsson sérfræðingur í læknisfræðilegri myndgreiningu magnus.baldvinsson@simnet.is FYRIRBYGGJANDI GEGN HEILASLAGI P R A -1 3 -0 1 -7 5 , A u g u st 2 0 1 3 FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ GEGN HEILASLAGI OG SEGAREKI Í SLAGÆÐUM HJÁ FULLORÐNUM SJÚKLINGUM MEÐ GÁTTATIF, SEM EKKI TENGIST HJARTALOKUM, MEÐ EINN EÐA FLEIRI ÁHÆTTUÞÆTTI* *Einhvern tíma fengið heilaslag, tímabundna blóðþurrð í heila eða segarek í slagæð; Útfallsbrot vinstri slegils < 40%; Hjartabilun með einkennum, NYHA (New York Heart Association) flokkur II; Aldur 75 ár; Aldur 65≥ ≥ ár og jafnframt eitt af eftirfarandi: sykursýki, kransæðasjúkdómur eða háþrýstingur. Ráðlagður skammtur er Pradaxa 150 mg, 2 sinnum á dag. Pradaxa 110 mg, 2 sinnum á dag fyrir sjúklinga > 80 ára og sjúklinga sem eru samhliða á meðferð með verapamili. Sjá nánari upplýsingar í styttri samtekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX Hætta á heilaslagi vegna blóðþurrðar minnkar um samanborið við warfarín225% Hætta á heilaslagi og segareki minnkar um samanborið við warfarín235% PRADAXA (DAB IGATRAN)® EINA NÝJA S EGAVARNAR LYFIÐ TIL INN TÖKU SEM BYGGIR Á LANGTÍMA UPPLÝSINGU M LENGUR EN 4 Á R1 Heimildir: 1) Connolly SJ et al. The Long Term Multi-Center Observational Study of Dabigatran Treatment in Patients with Atrial Fibrillation (RELY-ABLE ) study. Circulation 2013; doi:10.1161/CIRCULATIONAHA.® 112.001139 Connolly SJ, et al. Dabigatran versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med 2009; 361:1139-51.2) Fræðsludagur heimilislækna – astraZeneca dagurinn 1. mars 2014 Hinn árlegi fræðsludagur heimilislækna verður haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Dagskrá hefst kl. 9.00 Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.