Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 43

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 43
LÆKNAblaðið 2014/100 43 a ð S E n T Öll námskeið í fyrirbyggjandi læknis- fræði, embættislækningum og félags- lækningum kenna að þar sem fátækt er einn orsakavaldur sjúkdóma þá hlýtur læknisfræði líka að vera félagsleg fræði- grein. Fjöldamargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fátækt og mikil misskipting auðs er heilsuspillandi.1 Allir læknanemar og læknar eru þessu sammála; læknar eiga að bregðast við þegar aðstæður í samfélaginu verða heilsuspillandi. Á Íslandi hefur það sama gerst og alls staðar þar sem bólur og fjármálakreppur ríða yfir, fátækt almennings vex en mikill auður safnast á fárra hendur. En þrátt fyrir ágætt nám í félagslækningum hefur læknum láðst að láta í sér heyra. Sú staða sem nú er komin upp í heilbrigðiskerfinu var algerlega fyrirsjáanleg og var oft rædd áður en tekin voru lán til þess að fresta hruninu (lán sem nú eru að komast á gjalddaga). Samt má ekki segja upphátt að vandi Landspítalans sé bein afleiðing hrunsins, það er orðið tabú. Fjölmargir virðulegir aðilar hafa álykt- að um fjárhagsvanda Landspítalans, bæði prófessoraráð, læknaráð, hjúkrunarráð og fleiri. Krafist er aukinna fjárframlaga frá „skilningslausum ráðamönnum þjóðar- innar“. En því miður eru þetta algerlega marklausar og ábyrgðarlausar yfirlýsingar þegar ekki er bent á hvaðan þessir fjár- munir eiga að koma. Á að minnka fjár- framlög í staðinn til menntamála eða dómsmála? Eða á að hækka skatta? Skattar greiðast af millistéttinni, en flestir starfs- menn Landspítalans tilheyra þeirri stétt; er verið að fara fram á aukna skatta á sjálfan sig? Í Íslandssögunni eru engin dæmi þess að landsmenn hafi nokkurn tíma risið upp gegn óréttlæti eða kúgun. Þetta er einstakt meðal þjóða Evrópu. Halldór Laxness lýsir þessu þannig: „Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgang af meiri kurteisi og undirgefni en Íslendingar. Um aldaraðir, allt fram á þennan dag, lifðu þeir í skilningsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til upp- reistar. Engri þjóð var byltingarhugtakið jafn framandi. Æfinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sár- ast beit …“.2 Í stað þess að segja meiningu sína við kúgarana, þögðu Íslendingar, fóru heim af þeirra fundi og lömdu konuna og spörkuðu í hundinn. Íslendingum er ge- netískt lífsins ómögulegt að snúa spjótum sínum til baka að árásaraðilanum. Ályktanir virðulegra ofannefndra sam- kunda á Landspítalanum beinast að eigin- konum og hundum þessa lands. Vandi Landspítalans er ekki til kominn vegna þess að skattar eru of lágir á Íslandi, eða af því að „skilningslausir ráðamenn“ setja of mikið fjármagn til annarra þátta velferðar- samfélagsins, vandinn er til kominn vegna bólunnar/hrunsins. Ég spurði samstúdent minn og sveitunga þegar hann varð fjár- málaráðherra 2009 hví ekki væri byrjað á því að ná í fjármagnið til þeirra sem prett- uðu það af fólkinu. Svarið var: „Ég held þeir eigi öngva peninga.“ Annað hefur komið á daginn. Of langt mál er að rekja hér hversu óréttmætar eignir auðmanna Íslands eru; Ísland var orðið skuldugasta ríki heims þegar árið 2004, og með allt í áhættufjár- festingum; peningamagn í umferð var fjórfaldað á örfáum árum, það er gjald- miðillinn var þynntur fjórfalt. Stjórn- málamenn, Seðlabanki og fjölmiðlar héldu hlífiskildi yfir bönkunum og leyndu því fyrir þjóðinni hversu illa bankarnir stóðu. Bankamenn nýttu leyndina til þess að fá óvitandi landsmenn til þess að veðja á móti sér að krónan myndi styrkjast. Bara eitt krónuveðmál eins bankaeiganda var uppá þrjá nýja háskólaspítala. Lífeyrissjóð- ur læknanna tapaði mörgum milljörðum á krónuveðmálum meðan stjórnarmaður í lífeyrissjóði þeirra græddi stórfé á sama tíma á að veðja öfugt, að krónan myndi styrkjast. Þetta er ástæðan fyrir versnandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Erlendis eru læknar oft í broddi fylkingar að vinna gegn heilsuspillandi félagslegu óréttlæti, líkt og okkur er kennt að gera í félags- lækninganáminu. Næsta ályktun frá Land- spítalanum um úrbætur á fjárhagsvanda spítalans ætti að enda á: „Kostnaðinn af þessum umbótum skal greiða með því að lagður verði 95% skattur á allar eignir tilkomnar vegna hagnaðar af krónuveð- málum og útgreidds hagnaðar úr fyrir- tækjum sem skömmu síðar fóru á hausinn. Ef ekki er lagastoð fyrir þessu ákvæði verði sett lög sem leyfa það; ef það brýtur gegn stjórnarskrá verði gerðar nauðsyn- legar breytingar á stjórnarskrá þannig að slík lög megi setja.“ Svona einfalt er þetta í raun og veru. 1. Leon DA, Walt G. Poverty, inequality and health: an inter- national perspective. Oxford University Press 2001. 2. Laxness HK. Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933. Rauðir pennar. Mál og menning, Reykjavík 1938: 114-24. Áttavilltar ályktanir andrés Magnússon geðlæknir andresm@landspitali.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.