Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 46

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 46
stendur þetta nám núna á algerum brauð- fótum eða er jafnvel komið á hnén. Án mannauðs er engin almennileg kennsla eða möguleiki á því að þroskast í starfi.“ Hver er helsti munur þess að starfa í Svíþjóð og á Íslandi að þínu mati? „Stærð samfélagsins skiptir jú höfuð- máli. Ég get nefnt sem dæmi að ég naut góðs af því að greina, eða koma að, með- ferð allra sjúklinga sem greindust með Wegeners-sjúkdóm á Íslandi á árunum 2005-2008. Ætli þeir hafi ekki verið 3-4 á þessum tíma. Á fyrstu vikunni minni sem deildarlæknir á gigtardeildinni í Lundi voru 5 sjúklingar inniliggjandi samtímis með ólíkar birtingarmyndir af þessum al- varlega sjúkdómi. Núna sinni ég að miklu leyti einvörðungu sjúklingum með þennan og skylda sjúkdóma. Reynslan sem safnast verður ekki metin til fjár. Þá var vakta- skylda í mínu námi hérna mjög takmörkuð sem gaf mér nægan tíma til að stunda sjálfsnám, sinna fjölskyldunni minni og sinna öðrum áhugamálum. Ég verð líka að nefna að umgjörð þess að vera læknir í Svíþjóð er gerólík starfinu heima því hérna er ég með ritara sem sinnir nær allri papp- írsvinnu og tímabókunum, þannig að ég get varið tíma mínum í það sem skiptir mestu máli – að sinna sjúklingum.“ Hverjir eru stærstu kostirnir við að vera í sérnámi í Svíþjóð? „Svíar eru sérstaklega ánægðir með Íslendinga því fyrri kynslóðir hafa skilið eftir sig gott orðspor sem mín kynslóð nýtur góðs af. Vonandi náum við að gera hið sama fyrir þá sem koma á eftir okkur. Hérna gefst mikill tími í sjálfsnám og eiginlega er lagt á manns eigin herðar að sinna sínu námi og tryggja að maður fái sinn faglega framgang. Við höfum hand- leiðara, sækjum reglubundin námskeið sem part af okkar námi og síðan tökum við árlega stöðupróf til að meta hvort við þróumst sem læknar eins og kröfur gera ráð fyrir. Skipulag náms og vinnu er mikið en Svíar leggja mikla vinnu í að strúktúr náms og vinnu sé skipulagt í þaula langt fram í tímann!“ Eru einhverjir gallar? „Svíarnir eiga það til að vera heldur formfastir og eru oft pappírspésar af guðs- náð. Fyrir þá sem ekki hafa aga í að stunda sjálfsnám og tryggja sína menntun er hægt að moða áfram án þess að fá það besta sem námið hefur upp á að bjóða. En hafi maður bein í nefinu ætti ekkert að stöðva mann. Annars hef ég yfir litlu að kvarta.“ Bágborin kjör og léleg tæki heilla ekki Stefnir þú að því að flytja heim til Íslands aftur að loknu sérnámi? „Eins og stendur er það með öllu óljóst. Kjör íslenskra lækna eru ákaflega bágborin samanborið við það sem mér býðst hér. Grunnlaunin á Íslandi eru einungis 40- 50% af því sem ég hef í Lundi í dag. Þá er tækjabúnaður á Landspítala ekki upp á marga fiska. Um daginn voru öll tölvu- sneiðmyndatæki á spítalanum biluð. Það er ekki hægt að stunda nútímalæknisfræði án svona grunnbúnaðar. Hérna í Lundi hef ég aðgang að tveimur PET-CT tækjum og öll þróun sem verður á mínu sviði og mörgum öðrum er háð því að svona tækja- búnaður sé til staðar. Svona tæki hefur aldrei verið til á Íslandi.“ Um stefnu íslenskra stjórnvalda í heil- brigðismálum segir Ragnar Freyr einfald- lega: „Íslensku stjórnmálamennina skortir algerlega framtíðarsýn á hvert skal stefna. Þingmenn tala um að mennta lækna á smáspítölum úti á landi. Heimurinn er bara ekki svona einfaldur í dag. Þetta var kannski hægt á 5. áratug síðustu aldar en þessi umræða á 21. öldinni er hreinlega út í hött. Þá er verið að skera niður fjárveitingar til rannsókna en með því er verið að drepa niður mikið af þeirri þekkingarsköpun sem til þessa hefur þó þurft að róa lífróður til að halda gangandi. Hérna er rannsókn- arvinna hluti af minni vinnu og það þykir nánast skammarlegt að vera ekki vinna í einhverjum rannsóknarverkefnum. Há- skólasjúkrahús verður að hlúa að þessum þáttum jafnríkulega og því ber skylda til að hlúa að sjúklingum og kennslu fag- stétta,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson sem þrátt fyrir alvöru málsins er léttur í bragði og hyggur gott til glóðarinnar að taka til hendinni í eldhúsinu að loknum vinnu- deginum á sjúkrahúsinu. 46 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.