Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 48

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 48
48 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Læknadagar 2014 eru framundan með viðamikilli og fjölbreyttri dagskrá. Gunnar Bjarni Ragnarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum er fram- kvæmdastjóri Fræðslustofnunar Lækna- félags Íslands og stýrir sínum fyrstu Læknadögum, en hann tók við keflinu af Örnu Guðmundsdóttur í fyrra. Gunnar Bjarni segir að þrátt fyrir sívaxandi umfang Læknadaga, þétta 5 daga dagskrá frá morgni til kvölds, taki hann við svo góðu búi að ekki sé hægt að kvarta. „Arna Guðmundsdóttir og Mar- grét Aðalsteinsdóttir ásamt stjórn Fræðslu- stofnunar hafa komið þessari fræðsluhátíð okkar lækna í slíkt fyrirmyndarhorf að það er ánægjulegt að taka við Læknadög- unum. Ég nýt krafta Margrétar áfram við skipulagið og undirbúninginn og margir hafa verið í stjórninni í nokkur ár sem er mikilvægt til að reynsla þeirra nýtist áfram. Við höfum átt í farsælli samvinnu við Iceland Travel um framkvæmd ráð- stefnunnar og að lokum má ekki gleyma því að læknar á Íslandi gera ráðstefnuna mögulega með framlagi sínu.“ Umsóknir um málþing og fyrirlestra hafa aldrei verið fleiri en í ár svo úr vöndu var að ráða að sögn Gunnars Bjarna. „Við fengum fjölda mjög góðra umsókna um erindi, svo dagskráin er að okkar mati bæði fjölbreytt og mjög vönduð. Þetta sýn- ir hve áhuginn á Læknadögum er mikill og hann fer vaxandi. Við finnum ekki fyrir kreppu í þessu starfi. Markmið okkar er að dagskráin höfði til sem flestra lækna, svo að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi, en hinn félagslegi þáttur Læknadaganna er ekki síður mikilvægur en sá faglegi, enda er þetta fyrir marga eina tækifærið á árinu til að hitta kollega í öðrum sérgreinum og kynnast því sem er efst á baugi á þeirra sviði.“ Næring í víðustu samhengi Hefð hefur skapast fyrir því að helga fyrsta dag Læknadaganna ákveðnu þema og í ár er fjallað um næringu í sem víðustu samhengi. „Tvö stór málþing eru tileinkuð efninu og er yfirskrift hins fyrra Nútíma- mataræði og kúrar. Hið síðara er titlað: Þegar almennu ráðleggingarnar duga ekki og á þeim báðum fjalla læknar og næringarfræðingar um lífsstíl og áhrif mataræðis á heilsufar og sjúkdóma. Þá verður athyglisverður hádegisverðarfundur um ræktun matjurta í þéttbýli. Annar hádegisfundur sem vekja má athygli á er fyrirlestur undir nafninu Hvernig á að halda góðan fyrirlestur? en þar gefst gott tækifæri til að kynnast aðferðum við góða framsögu.“ Opnunarhátíð Læknadaganna með ávarpi og skemmtiatriði fer fram kl. 16.10 og segir Gunnar að nokkur leynd hvíli yfir skemmtiatriði dagsins. „Það er enn í undirbúningi en ég get þó upplýst að ástir og örlög koma þar eitthvað við sögu enda finnst okkur mörgum sem ástalíf innan heilbrigðiskerfisins hafi gleymst að miklu leyti á þessum síðustu og verstu tímum.“ Gunnari Bjarna vefst skiljanlega tunga um tönn þegar hann er beðinn að nefna nokkra helstu fyrirlestra og málþing Læknadaga. „Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á milli þeirra og helst vildi ég telja upp alla dagskrána. En til að gefa hugmynd um fjölbreytnina má nefna tvö málþing um mismunandi krabbamein og meðferðir þeirra, vinnubúðir um faralds- og líftölufræði fyrir klíníska lækna, mál- þing um langvinna streitu, afleiðingar höfuðhögga meðal íslenskra ungmenna, gigt og verkjameðferð, meðferð sprautu- fíkla, nýjungar í augnlækningum, meðferð og greining geðhvarfa og geðklofa, stað- göngumæðrun, kjaramál lækna, líðan og heilsa lækna, og er þá aðeins fátt eitt nefnt af því sem er í boði.“ Holsjárspeglun í beinni útsendingu Forvitnileg nýjung felst í því að sýnd verður holsjárskoðun í „beinni“ útsend- ingu frá speglunareiningu meltingarsjúk- dómadeildar Landspítalans og verða fram- kvæmdar tvær holsjárskoðanir á vélinda, maga og skeifugörn annars vegar og ristli hins vegar. Í framhaldinu af því verður svo málþing um skimun ristilkrabbameina, Tíðni ristilkrabbameina eykst svo líkja má við faraldur. Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir ristilkrabbameinum bjargar mörgum mannslífum og í rauninni er til skammar að skipulögð skimun hafi ekki verið tekin upp á Íslandi. Félag áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar veltir fyrir sér spurningunni Var Jón Sigurðsson með sýfilis? og einnig mun Óttar Guðmundsson skoða geðhöfn stjórn- málamanna, húmor Ólafs Thors og geð- hvörf Churchills. Erlendir fyrirlesarar eru á annan tug- inn og segir Gunnar Bjarni að á vegum Fræðslustofnunar komi 11 erlendir fyrirles- arar og þrír íslenskir læknar sem búsettir eru erlendis verða einnig með fyrirlestra. „Til viðbótar eru nokkrir erlendir fyrirles- arar á morgunverðar-, hádegis- og síðdegis- fyrirlestrum í boði lyfjafyrirtækja. Í þessu samhengi má einnig nefna að á fimmtudeg- inum og föstudeginum verða vinnubúðir sem breski heimilislæknirinn Iona Heath tekur þátt í að skipuleggja ásamt Stefáni Hjörleifssyni. Hún verður einnig með há- degisfyrirlestur á föstudeginum undir yfir- skriftinni Divided we fail.“ Gunnar Bjarni bendir á að fjallað sé um stöðu lækna, kjaramál og vinnuað- stæður frá ýmsum hliðum á nokkrum málþingum. „Við beinum athyglinni að læknunum sjálfum, en ekki bara viðfangs- efnum þeirra. Það er þarft og gagnlegt að líta í eigin barm og taka stöðuna, ekki síst núna í ljósi umræðna um stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins.“ Samstarf við lyfjafyrirtæki er í mót- uðum farvegi að sögn Gunnars Bjarna. „Lyfjafyrirtæki geta sótt um að halda fundi utan hefðbundinnar dagskrár, snemma á morgnana, í hádeginu og eftir klukkan 16 á daginn. Þetta er eftir- sótt og er fullskipað alla dagana. Þá geta lyfjafyrirtækin sótt um sýningarpláss á Læknadögum og verið með kynningar á vörum sínum og starfsemi. Framlag lyfja- fyrirtækjanna er mjög mikilvægur þáttur í kostun Læknadaga en taka verður skýrt fram að þetta hefur ekki áhrif á dagskrána Glæsileg dagskrá Læknadaga 2014 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.