Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 4

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 4
132 LÆKNAblaðið 2014/100 F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað 2014 135 Helsinki- yfirlýsingin Jón Snædal Tilurð yfirlýsingarinnar sem undirrituð var í Hels- inki má rekja til Nürn- berg-reglna sem samdar voru fyrir réttarhöldin árið 1947 yfir þýskum læknum sem höfðu gert hörmulegar rannsóknir á mönnum í tíð nasista. 139 Þrúður Gunnarsdóttir, Svavar Már Einarsson, Urður Njarðvík, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Agnes Björg Gunnarsdóttir, Tryggvi Helgason, Ragnar Bjarnason Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn. Samantekt á niðurstöðum meðferðar og langtíma- niðurstöðum við tveggja ára eftirfylgd Offita barna hefur aukist mikið víðsvegar í heiminum á undanförnum áratugum, líka á Íslandi. Offita hjá börnum getur haft alvarlegar líkamlegar og tilfinningatengdar afleiðingar og rannsóknir hafa sýnt meiri ýmisskonar heilsutengdan vanda meðal of feitra barna en þeirra sem eru í kjörþyngd. Þar má nefna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki II, en einnig sálfélagslegan vanda, þunglyndi, kvíða og lélega sjálfsmynd. Því eru ríkar ástæður fyrir að takast á við offitu barna. 147 Kristín Rut Haraldsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Reynir Tómas Geirsson Fósturlát í kjölfar legvatnsástungu og fylgjusýnitöku á Íslandi Legástungur hafa verið notaðar til að greina litningagerð fósturvefja í um 50 ár. Þær voru lengst af og fyrst og fremst framkvæmdar hjá konum eldri en 35 ára þar sem líkur á litningafráviki aukast með aldri, ef saga var um fósturlát eða fæðingu þar sem litningafrávik greindist eða ef fjölskyldusaga var um slíkt. Legvatnsástungur og síðar fylgjusýnitökur hafa verið framkvæmdar á Íslandi í nær 40 ár. Þegar legvatns- ástungur hófust hér á landi fæddu um 5% íslenskra kvenna barn við eða yfir 35 ára aldri, en nú eru nær 17% þeirra yfir þessum aldursmörkum. Konum sem óskuðu eftir legvatnsástungu fjölgaði hratt og þær voru orðnar rúmlega 500 árið 1996. 100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS 152 Óttar Guðmundsson Læknakennsla á Íslandi fram til ársins 1970 Eiginleg læknakennsla á Íslandi hófst með Bjarna Pálssyni landlækni á ofanverðri 18. öld. Í erindisbréfi Bjarna var kveðið á um að hann skyldi mennta fjóra fjórðungs- lækna sem annast skyldu læknisstörf í landinu. En Bjarna gekk illa að fá unga pilta til námsins enda voru prestfræðin mun eftirsóknarverðari í augum ungra manna sem vildu tryggja sér gott embætti. 159 Kristján Erlendsson Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Markmið læknakennslu í HÍ 2014: Við útskrift skulu læknakandídatar búa yfir nýjustu þekkingu í læknisfræði, hafa tileinkað sér fagmannlega afstöðu til starfs síns og sjúklinga sinna og hafa öðlast færni til að hagnýta þekkingu sína til hagsbóta fyrir skjólstæðinga. Þeir skulu geta tekist á við frekari þjálfun sem læknar og/eða vísindamenn með skipulagðri leiðbein- ingu og eftirliti og hafa ekki glatað neinum möguleikum hvað varðar val á framhalds- námi. 137 Sjúkraflutningar á Íslandi Viðar Magnússon Menntun sjúkraflutn- ingamanna hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum áratugum. Sjúkraflutningamenn eru ekki lengur bara sjúkrabílstjórar heldur heilbrigðisstarfsmenn með þjálfun í fyrstu við- brögðum við slysum og bráðum veikindum. L E I Ð A R A R

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.