Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 9

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 9
R I T S T J Ó R N A R G R E I N LÆKNAblaðið 2014/100 137 Strjálbýli, fámenni og fjárskortur einkenna sjúkraflutninga á Íslandi. Við búum í einu strjálbýlasta landi heims og erfitt getur verið að halda uppi sjúkra- flutningaþjónustu í dreifðari byggðum. Sjúkraflutningamenn ganga þar bakvaktir enda líður oft langur tími milli verkefna og erfitt að verja það að hafa menn á bundinni vakt, það er ekki hagkvæmt. Á stærri stöðum er einnig leitað hag- kvæmra leiða með því að reka sjúkraflutn- inga og slökkvilið saman. Sjúkraflutningar eru þar skilgreindir sem aukaverkefni og karpað og samið um þá á nokkurra ára fresti. Slökkvistarf er þar í meginhlutverki og æðstu stjórnendurnir brunaverkfræð- ingar. Samt eru yfir 90% verkefna þeirra sjúkraflutningar og flestir slökkviliðs- mennirnir ekki síðri sem sjúkraflutninga- menn. Menntun sjúkraflutningamanna hefur tekið stórstígum framförum á undan- förnum áratugum. Sjúkraflutningamenn eru ekki lengur bara sjúkrabílstjórar heldur heilbrigðisstarfsmenn með þjálfun í fyrstu viðbrögðum við slysum og bráðum veikindum. Grunnnámið hefur þó heldur dregist aftur úr viðmiðunarlöndum okkar í Evrópu, en það er aðeins þrjár vikur að lengd. Við bætist neyðarflutninganámskeið eftir þriggja ára starfsþjálfun og svo hafa nokkrir slökkviliðsmenn og aðrir áhuga- menn farið í framhaldsnám á háskólastigi í Bandaríkjunum og menntað sig sem bráða- tæknar. Ráðgjafahópar og fagráð sjúkraflutn- inga hafa bent á nauðsyn þess að lengja menntun sjúkraflutningamanna til þess að efla sjúkraflutninga í landinu. Sjúkra- flutningaskólinn er hins vegar rekinn á skólagjöldum einum saman og námið því nokkuð dýrt. Því er erfitt að sannfæra rekstraraðila sjúkraflutninga á smærri stöðum um að það sé skynsamlegt að lengja námið, enda vinna starfsmenn þeirra við sjúkraflutninga aðeins sem aukavinnu og erfitt að senda þá í langt og dýrt nám þegar þeir hafa litlar tekjur af starfinu. Þá er orðið mál að framhaldsnámi í sjúkraflutningum verði komið á fót hér á landi, til þess að efla menntun sjúkraflutningamanna enn frekar. Aftur er þó er erfitt að sjá að menn frá smærri stöðunum sæki það ef ekki eru í boði viðeigandi störf fyrir þá í heimabyggð. Í fjársvelti undanfarinna ára hefur end- urmenntun þurft að víkja. Á mörgum stöð- um kvarta sjúkraflutningamenn undan því að engin endurmenntun sé í boði. Sjúkra- flutningaskólinn, sem áður var rekinn að stórum hluta á endurmenntunarnám- skeiðum, heldur nú ekki nema örfá slík. Því veltir maður fyrir sér hvernig gangi að viðhalda þjálfun mannskaparins. Líkt er farið með þá lækna sem þurfa starfa sinna vegna stundum að mæta á vettvang slysa og bráðra veikinda. Nýleg könnun meðal þeirra sýnir að oft er langt síðan heilsugæslulæknar hafa farið á nám- skeið í endurlífgun eða slysaviðbrögðum. Námskeiðið í bráðalækningum utan sjúkra- húsa (BLUS) sem fór svo vel af stað hér fyrir nokkrum árum og skerpti á viðbrögðum lækna við bráðum veikindum, endurlífgun, og slysum hjá bæði fullorðnum og börnum, hefur ekki verið haldið í nokkur ár. Flutningar yfir lengri leiðir og við alvar- leg veikindi fara oftast fram með flugi. Ein sjúkraflugvél er rekin hér á landi, með mið- stöð á Akureyri. Sjúkraflutningamenn það- an sinna verkefnum þegar þau koma upp og taka með sér lækni af sjúkrahúsinu eða heilsugæslunni í alvarlegri tilfellum. Þó svo að landfræðilega mætti færa rök fyrir því að einnig sé þörf fyrir allt að fjórar sjúkra- þyrlur á Íslandi er engin slík starfrækt. Þess vegna er læknir (ennþá) hafður sem hluti af áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hlut- verk þyrlunnar er að sinna björgun á sjó og landi og elta uppi veiðiþjófa en einnig sinn- ir hún sjúkraflutningum við alvarleg slys og bráð veikindi. Rekstur björgunarþyrlna er mjög dýr, en nauðsynlegur. Ekki eru menn þó hafðir á bundinni vakt við sjúkra- flug eða þyrlu og geta útköll því hæglega tafist um dýrmætan hálftíma eða meira, á meðan menn eru að koma sér út á flugvöll og í gallana. Erfitt getur reynst að átta sig á stjórnun og boðleiðum innan málaflokksins. Rekstr- arlega heyra sjúkraflutningar undir fjölda mismunandi aðila. Ráðuneytið vill fela hverju umdæmi fyrir sig að skipuleggja sjúkraflutninga en tekur á sama tíma að sér að ákveða ýmis stærri og smærri atriði. Umsjónarlæknar eru svo í hverju heilbrigð- isumdæmi og eiga að skipta sér af fram- kvæmd sjúkraflutninga. Yfirlæknirinn hef- ur svo umsjón með höfuðborgarsvæðinu, neyðarlínunni, þyrlunni og fleiru, til við- bótar faglegri yfirstjórn málaflokksins á landsvísu. Þetta er honum ætlað að gera í hlutastarfi, sem er mjög í takt við rekstur sjúkraflutninga almennt. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt er að hafa umsjón með þessari starfsemi þar sem sjúkraflutn- ingaskýrslur færast ekki rafrænt og því praktískt séð ómögulegt að halda utanum þetta allt. Eflum menntun sjúkraflutningamanna og eftirlit með þeirra störfum, komum á bundnum vöktum fyrir sérhæfða þjónustu sjúkraflugs og þyrlu, og förum að taka sjúkraflutninga alvarlega sem mikilvægan hlekk í bráðaþjónustu heilbrigðiskerfisins. Sjúkraflutningar á Íslandi Viðar Magnússon yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, umsjónarlæknir slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. vidarmag@landspitali.is Emergency medical services in iceland Vidar Magnusson MD MBA National Director for Pre-hospital Emergency Services, Medical Director Capital District Fire and Rescue Service Emergency Department, Landspítalinn University Hospital Fossvogur, 108 Reykjavík, Iceland Bayer A/S. Arne Jacobsens Allé 13. 2300 København S. *svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast. Heimildir 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. Rivaroxaban versus warfarin in nonvalvular atrial fibrillation. N Engl J Med 2011; 365:883-891. Xarelto® (rivaroxaban) – fyrirbyggir heilablóðfall og segarek hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti*1 ♦♦ Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín2 ♦♦ Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga2 ♦♦ Ein tafla á dag1 L. IS .0 4. 20 13 .0 03 3 Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.